Frístundaráð

20. fundur 14. desember 2017 kl. 12:00 - 13:51 Hótel KEA
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista mætti í forföllum Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála gerði grein fyrir ungmennaþingi sem haldið var í Hofi þann 1. desember sl.
Frístundaráð fagnar framtakinu og leggur til að slíkt ungmennaþing verði árlegur viðburður.

2.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Umræður um íþróttastefnu og deildarstjóri íþróttamála fór yfir innsendar umsagnir frá hlutaðeigandi aðilum.
Frístundaráð þakkar öllum þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við stefnuna. Frístundaráð fagnar að vinnu við stefnuna sé nú lokið og lýsir yfir mikilli ánægju með útkomuna. Frístundaráð samþykkir stefnuna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs.

3.Sundlaug Akureyrar - sundlaugargarður

Málsnúmer 2017100387Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsett 19. október 2017 þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til framkvæmda á lóð Sundlaugar Akureyrar. Málið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 26. október sl.

Frístundaráð samþykkir þær tillögur sem lagðar eru fram varðandi framkvæmdir og frágang á vesturhluta lóðar Sundlaugar Akureyrar.

Frístundaráð óskar eftir því að fulltrúi frá Umhverfis- og mannvirkjasviði komi á næsta fund ráðsins og geri grein fyrir framkvæmdum á sundlaugarsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 13:51.