Frístundaráð

74. fundur 25. mars 2020 kl. 12:00 - 14:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjarfundir - leiðbeiningar

Málsnúmer 2020030586Vakta málsnúmer

Leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fjarfunda lagðar fram til kynningar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

2.Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna Covid - 19

Málsnúmer 2020030378Vakta málsnúmer

Viðbragðsáætlun samfélagssviðs vegna Covid lögð fram til kynningar ásamt viðbrögðum einstakra stofnanna.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela starfsmönnum að kalla eftir upplýsingum frá íþrótta- og tómstundafélögum á Akureyri um það hvernig samkomubann og önnur tilmæli frá yfirvöldum vegna Covid-19 hefur áhrif á störf þeirra bæði faglega og fjárhagslega.



Frístundaráð samþykkir að 6 og 12 mánaða kort í sundlaugar Akureyrar verða framlengd um þann tíma sem laugarnar eru lokaðar.

3.Íþróttafélagið Þór - rafíþróttadeild

Málsnúmer 2020020457Vakta málsnúmer

Erindi frá Bjarna Sigurðssyni formanni Rafíþróttadeildar Þórs þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á búnaði fyrir starfsemi deildarinnar. Stjórn ÍBA tók erindið fyrir á fundi 4. mars 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnafulltrúi V-lista, Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:

Frístundaráð samþykkir að styrkja rafíþróttadeild að upphæð 1.600.000 kr. vegna kaupa á búnaði.


Tillagan er felld með atkvæðum Önnu Hildar Guðmundsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista.


Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista, Arnar Þór Jóhannesson S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggja fram svohljóðandi tillögu:

Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um styrk vegna kaupa á tölvubúnaði en samþykkir að taka erindið upp við gerð fjárhagsáætlunar 2021.


Frístundaráð lítur svo á að með starfi rafíþróttadeildar sé verið að mæta þörfum ákveðins hóps barna og ungmenna sem eru ekki í neinu íþróttastarfi og því mikilvægt forvarnarstarf sem mun fara fram í deildinni. Frístundaráð hefur nú þegar veitt deildinni styrk í formi húsnæðis en getur ekki orðið við beiðni um styrk vegna kaupa á tölvubúnaði.

Frístundaráð beinir þeim tilmælum til stjórnar ÍBA að ekki verði settar á laggirnar fleiri deildir eða félög um rafíþróttir innan raða ÍBA sbr. aðgerðir í íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA undir kaflanum um samvinnu íþróttafélaga sem segir að aðeins skuli hver íþrótt vera æfð í einu félagi utan handknattleik og knattspyrnu.


Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson V-lista greiða atkvæði á móti.


Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista, Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans í frístundaráði vilja styðja við og styrkja rekstur rafíþróttadeildar vegna þess hve ríkt forvarnargildi skipulagðar íþróttir hafa. Fullrúar minnihlutans lögðu til að rafíþróttadeild yrði styrkt um 1.600.000 kr., en þar sem því var hafnað hyggst minnihutinn taka málið aftur upp við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021. Í áliti stjórnar ÍBA um rekstur rafíþróttadeildar er fjallað um jákvæðar afleiðingar af því að halda uppi skipulögðu rafíþróttastarfi, félagsleg einangrun verður rofin og boðið verður upp á líkamlega hreyfingu á öllum æfingum auk þess að iðkendur fái reglulega fræðslu um heilbrigðan lífstíl.

Mikill áhugi á rafíþróttastarfi hefur ekki farið framhjá fulltrúum minnihlutans í frístundaráði og má hér nefna að rafíþróttir hafa hérlendis fengið sjónvarpsstöð helgaða sportinu. Reykjavíkurborg hefur farið þá leið að styrkja rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga fjárhagslega í gegnum búnaðarkaup. Það er mikilvægt að reksturinn fari vel af stað, vegna mikils áhuga á rafíþróttagreininni hér í bæ, og að starfið hefjist af krafti um leið og aðstæður í samfélaginu leyfa, jafnvel fyrr með hjálp tækninnar.

Fulltrúar minnihlutans taka undir álit stjórnar ÍBA sem hvetja til reksturs rafíþróttadeildar innan Þórs, en samkvæmt íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 er gert ráð fyrir því að hver íþrótt sé aðeins æfð í einu félagi, fyrir utan handknattleik og knattspyrnu, og að félögin verði færri en jafnframt stærri og öflugri.


4.Aðstöðumál KFA og bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2019100333Vakta málsnúmer

Erindi, dagsett 27. febrúar 2020, frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem ítrekað er fyrra erindi frá október 2019 þar sem óskað er eftir lausn á fyrirhuguðum húsnæðisvanda KFA og Akurs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið erindinu þar sem Akureyrarbær hefur ekkert húsnæði aflögu fyrir starfsemi þessara félaga.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu erindisins.

5.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags gerði grein fyrir stöðu innleiðingar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir mikilli ánægju með hvernig til hefur tekist með verkefnið.

6.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti tillögu að fyrirhuguðum breytingum á skipuriti samfélagssviðs.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista greiða atkvæði á móti.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans telja óábyrgt að samþykkja tillögu um breytingu á skipulagi sem inniheldur ekki kostnaðaráætlun og hafna af þessari ástæðu tillögunni.

7.Samþykkt fyrir frístundaráð

Málsnúmer 2018060517Vakta málsnúmer

Farið yfir breytingar á samþykkt fyrir frístundaráð meðal annars m.t.t. nýrrar mannréttindastefnu.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir breytingar á samþykkt ráðsins og vísar þeim til endanlegrar samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 14:15.