Markmið þjónustunnar er að valdefla notandann til sjálfbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem mestu lífsgæði. Margvísleg aðstoð er veitt við heimili, fjölskyldur og einstaklinga:
Stuðnings- og stoðþjónusta er margvísleg:
- Aðstoð við eigin umsjá
- Aðstoð við heimilishald
- Félagslegur stuðningur
- Aðstoð við umsjá veikra eða fatlaðra barna
- Ráðgjöf iðjuþjálfa
- Heimsending matar
- Aðstoð við innkaup/erindaakstur
Matsteymi á velferðarsviði metur þjónustuþörf, auk þess sér matsteymið um mat á þjónustuþörf fyrir nágrannasveitarfélögin samkvæmt samningi.
Stuðnings- og stoðþjónusta og heimahjúkrun starfrækja sameiginlega næturvakt.
Hverfisstöðvar þjónustunnar eru í Víðilundi 22, sími 461-1249 og Bugðusíðu 1, sími 462-6933.
Greitt er fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá sem velferðarráð Akureyrarbæjar setur.
Tengiliðir
Bergdís Ösp Bjarkadóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu, sími 460-1000, netfang bergdis@akureyri.is
Elfa Björk Gylfadóttir, forstöðumaður stoðþjónustu, sími 460-1000, netfang ebg@akureyri.is
Til að fá frekari upplýsingar og aðstoð skal snúa sér til velferðarsviðs, Glerárgötu 26 (2. og 3. hæð), sími 460 1000, velferdarsvid (hjá) akureyri.is. Opið virka daga kl. 9-15.