Stórþing ungmenna á Akureyri, Barnvænt sveitarfélag
Þriðjudaginn 28. febrúar var "Stórþing ungmenna" haldið í Hofi á Akureyri í þriðja sinn. Akureyrarbær er barnvænt sveitarfélag og í því felst meðal ananrs að leita markvisst eftir röddum unga fólksins. Stórþingið er einn liður í því en tilgangurinn er að veita börnum og ungmennum vettvang til að koma á framfæri skoðunum sínum og hugmyndum um þau atriði sem helst brenna á þeim og koma þeim skilaboðum áleiðis til bæjaryfirvalda. Ungmennaráð bæjarins ber hitann og þungann af þinginu en ráðið setti þingið eftir að hafa kynnt sína starfsemi og undirstrikað mikilvægi þess að ungmennin sem þarna væru samankomin myndu ekki liggja á sínum skoðunum.
02.03.2023 - 09:43
Almennt|Fréttir frá Akureyri|Barnvænt sveitarfélag
Lestrar 138