Áfram barnamenning!
Allur aprílmánuður verður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri sem nú er haldin í fimmta sinn. Síðustu tvö ár hefur Covid-19 sett mark sitt á hátíðina og hún verið í hálfgerðu skötulíki vegna farsóttarinnar. Nú er markið hins vegar sett hátt og yfir þrjátíu viðburðir verða á dagskrá. Fjöldi skóla og einstaklinga tekur þátt í hátíðinni með spennandi listasmiðjum, tónleikum og sýningum víðsvegar um bæinn, fyrir börn og ungmenni og alla þá sem vilja gleðjast með unga fólkinu.
28.03.2022 - 10:56
Fréttir frá Akureyri|Barnvænt sveitarfélag
Ragnar Hólm
Lestrar 749