Strætó

Hlutverk Strætisvagna Akureyrar (SVA) er að annast almenningssamgöngur á Akureyri með akstri vagna í samræmi við tímasett leiðakerfi. Ókeypis er fyrir farþega að ferðast með strætisvögnum Akureyrar. Hægt er að skoða nánar ferðir vagnanna á www.straeto.is og einnig bendum við á facebook-síðu SVA þar sem hægt er að finna upplýsingar um raskanir á akstri, óskilamuni og fleira. 

                                                     Tímatafla:      Kort:     
Leið 1: Brekka-Naustahverfi         Leið 1             Leið 1 og 3
Leið 2: Naustahverfi-Brekka         Leið 2            Leið 2 og 4
Leið 3: Giljahverfi-Síðuhverfi        Leið 3            Leið 1 og 3
Leið 4: Síðuhverfi-Giljahverfi        Leið 4            Leið 2 og 4
Leið 5: Naustahverfi-Síðuhverfi    Leið 5            Leið 5
Leið 6: Síðuhverfi-Naustahverfi    Leið 6            Leið 6

Yfirlitskort - allar leiðir

Leið 1 ekur frá klukkan 06:25 til 18:54 alla virka daga
Leið 2 ekur frá klukkan 07:00 til 18:31 alla virka daga
Leið 3 ekur frá klukkan 07:02 til 18:28 alla virka daga
Leið 4 ekur frá klukkan 06:28 til 18:55 alla virka daga
Leið 5 ekur frá klukkan 06:50 til 19:47 alla virka daga

Leið 6 ekur frá kl. 6.25 til 22.55 alla virka daga og frá 12.18 til 18.55 um helgar og á frídögum* en ekki á stórhátíðardögum**

*Hér undir eru: Skírdagur, annar í páskum, uppstigningardagur, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, annar í hvítasunnu, frídagur verslunarmanna og annar í jólum.

** Hér undir eru: Nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, jóladagur og eftir kl. 12 á aðfangadag og gamlársdag.


Heimilisfang: Rangárvöllum, 600 Akureyri
Sími: 462 4929 (skrifstofa)
Netfang: svak@akureyri.is

SVA rekur einnig ferliþjónustu fyrir fatlaða og aldraða einstaklinga sem ekki geta nýtt sér hefðbundna þjónustu SVA. Ferliþjónustan hefur til þess sér útbúna bíla og er ekið frá klukkan 07:30 til 23:30 alla virka daga.
Um helgar og aðra almenna frídaga er akstrinum sinnt af Bifreiðastöð Oddeyrar (BSO) og tekur Akureyrarbær þátt í ferðakostnaði með sérstökum ferðakortum.

Allar beiðnir um akstur eða breytingar á ferðum þurfa að tilkynnast daginn áður en akstur fer fram í síma 462 5959.
Um helgar og á frídögum er hægt að panta akstur hjá BSO í síma 461 1010.

Þar sem BSO er ekki með hjólastólabíl til umráða benda þeir á Jósep Snæbjörnsson til að panta ferliakstur með hjólastól, hægt er að hafa beint samband við hann í síma 845-0090. Akureyrarbær tekur með sama hætti þátt í þeim ferðakostnaði eins og með BSO.

Síðast uppfært 30. nóvember 2020