Strætó

Hlutverk Strætisvagna Akureyrar (SVA) er að annast almenningssamgöngur á Akureyri með akstri vagna í samræmi við tímasett leiðakerfi. Ókeypis er fyrir farþega að ferðast með strætisvögnum Akureyrar. Hægt er að skoða nánar ferðir vagnanna á www.straeto.is 

                                                     Tímatafla:      Kort:     
Leið 1: Brekka-Naustahverfi         Leið 1            Leið 1 og 3
Leið 2: Naustahverfi-Brekka         Leið 2            Leið 2 og 4
Leið 3: Giljahverfi-Síðuhverfi        Leið 3            Leið 1 og 3
Leið 4: Síðuhverfi-Giljahverfi        Leið 4            Leið 2 og 4
Leið 5: Naustahverfi-Síðuhverfi    Leið 5            Leið 5
Leið 6: Síðuhverfi-Naustahverfi    Leið 6            Leið 6

Yfirlitskort - allar leiðir

Opnunartímar: Ekið er frá kl. 6.25 til 22.55 alla virka daga. Leið 6 ekur frá 12.18 til 18.18 um helgar.
Heimilisfang: Rangárvöllum, 600 Akureyri
Sími: 462 4929 (skrifstofa)
Fax: 462 4930 Netfang: svak@akureyri.is

SVA rekur einnig ferliþjónusta fyrir fatlaða og aldraða einstaklinga sem ekki geta nýtt sér hefðbundna þjónustu SVA. Ferliþjónustan hefur til þess sér útbúna bíla og er ekið frá kl. 7.30 til 23.00 alla virka daga.

Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur sér um símsvörun fyrir ferliþjónustuna. Allar beiðnir um akstur eða breytingar á ferðum þurfa að tilkynnast daginn áður en akstur fer fram í síma 462 5959 fyrir kl. 15.30.

 

Síðast uppfært 08. apríl 2019