Samfélags- og mannréttindaráð

184. fundur 12. maí 2016 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Vilberg Helgason
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru Silju Daggar Baldursdóttur formanns.
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista og Hlín Garðarsdóttir Æ-lista boðaðu forföll og varamenn þeirra gátu ekki mætt.

1.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Lögð var fram bókun sem gerð var á stjórnarfundi Félags eldri borgara á Akureyri 19. apríl 2016.

Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðufundi um nýtt samkomulag sem haldinn var 3. maí sl. og lögð verður fram tillaga að nýju samkomulagi.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir þessi drög að samkomulagi fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ljúka samningi.

2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 2016050049Vakta málsnúmer

Borist hefur fyrirspurn frá Jafnréttisstofu, þar sem kannað er hvort möguleiki sé að skipuleggja og halda landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016 á Akureyri í haust. Minnisblað um málið meðfylgjandi.

Samfélags- og mannréttindaráð er samþykkt því að landsfundurinn verði haldinn á Akureyri, en leggur áherslu á að kostnaður bæjarins verði í lágmarki.

3.Erasmus ráðstefna um móttöku flóttafólks - apríl 2016.

Málsnúmer 2016050058Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri sagði frá ráðstefnu, sem hún sótti sem einn af fjórum þátttakendum frá Íslandi. Ráðstefnan, sem haldin var í Essen í Þýskalandi í apríl, fjallaði um móttöku flóttafólks, menntun, þátttöku og aðlögun og um hvernig áherslur Erasmus áætlunarinnar í þessu verkefni verða á næstunni. Ráðstefnuna sóttu um 300 manns víðsvegar að úr Evrópu.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Sigríði fyrir kynninguna.

4.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála varðandi innleiðingu sáttmálans. Verið er að vinna að samningi um verkefnið milli menntamálaráðuneytisins, Unicef á Íslandi og Akureyrarbæjar.

5.Samfélags- og mannréttidadeild - forvarna- og æskulýðsmál

Málsnúmer 2016050050Vakta málsnúmer

Í fjarveru forstöðumanns forvarna- og æskulýðsmála sagði framkvæmdastjóri stuttlega frá nokkrum þáttum í starfseminni, m.a. erlendu samstarfi, starfinu í skólasmiðju í vetur og óskum um meiri þjónustu við börn og einnig áætlun um forvarnaátak.

Fundi slitið - kl. 16:00.