Bæjarráð

3487. fundur 10. desember 2015 kl. 08:30 - 08:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í fjarveru Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - gjaldskrár 2016

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2016.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Matthías Rögnvaldsson L-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á gjaldskrá leikskóla og skólavistunar:

Í dag er veittur fjölskylduafsláttur af grunngjaldi leikskóla og skólavistunar. Tenging er á milli afsláttar dagforeldra - leikskóla - frístundar. Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili.
Lagt er til að gjaldskrárbreyting verði þannig
Annað barn 30% afsl.
Þriðja barn og fleiri börn 100% afsl.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögur um breytingar á gjaldskrám Hlíðarfjalls og Listasafnsins:

- að sambærileg afsláttarkjör gildi af gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir öryrkja og gilda fyrir 67 ára og eldri.

- að afsláttur verði veittur öryrkjum, eldri borgurum og skólafólki af aðgangseyri að Listasafninu á Akureyri.

Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim og framkomnum breytingartillögum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Gjaldskrá dagforeldra 2016

Málsnúmer 2015120050Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skólanefndar 7. desember 2015:
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild kynnti.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár og óskar samhliða eftir fjárveitingu að upphæð kr. 5 milljónir króna til að mæta afturvirkum greiðslum á hlut bæjarfélagins vegna kjarasamnings frá 1. maí 2015.
Skólanefnd beinir því til fræðslustjóra að taka upp viðræður við dagforeldra um gildandi samning hvað varðar réttindi og skyldur beggja aðila.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá dagforeldra og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar ósk um 5 milljón króna fjárveitingu til frekari afgreiðslu um viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015090007Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 13. nóvember 2015:
Lögð fram fjárfestingaráætlun 2016-2019 sem samþykkt var í bæjarráði ásamt minnisblaði dagsettu 12. nóvember 2015 um stöðuna á viðhaldi FA árið 2015.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða fjárfestingaráætlun fyrir árin 2016-2019.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir viðbótarfjármagni vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna frá bæjarráði.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárfestingaráætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árin 2016-2019 til afgreiðslu bæjarstjórnar með afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason D-lista og og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu

Bæjarráð samþykkir að vísa ákvörðun um viðbótafjármagn vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna til gerðar viðauka.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2019
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2016-2019

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Gunnar Gíslason D-lista lögðu fram breytingartillögu svohljóðandi:
Við leggjum til að framkvæmdaáætlun verði breytt þannig að 100 milljónir sem áætlaðar eru til að ljúka við lóð Naustaskóla verði færðar af árinu 2017 á árið 2016 og þar með verði öllum framkvæmdum við Naustaskóla lokið á árinu 2016.

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram breytingartillögu svohljóðandi:
Ég legg til að sú ákvörðun að hætta við áður áformaðar breytingar á Hlíð á deildunum Furu- og Víðhlíð verði dregin til baka og farið í þær framkvæmdir sem þar voru áætlaðar með mótframlagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Til þess að mæta þessum kostnaðarauka legg ég til að áformuðum framkvæmdum við Listasafnið verði frestað um a.m.k. eitt ár.

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu ásamt framlögðum breytingartillögum á fundinum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu og óskar bókað:

Þann 16. desember 2014 samþykkti ég fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 með því skilyrði að undirbúningur og vinna við fjárhagsáætun ársins 2016 yrði hafin ekki seinna en í mars á þessu ári. Um það var að ég hélt full samstaða fyrir ári síðan að ekki lægju fyrir nægjanlega skýr gögn um þjónustu, gæði, fjölda stöðugilda og önnur verkefni til að geta tekið vel upplýsta ákvörðun um þessa þætti í tengslum við fjárhagsáætlunina. Þar sem ekkert af þessu gekk eftir og vinnubrögðin hafa verið þau sömu aftur, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um annað, get ég með engu móti samþykkt þá fjárhagsáætlun sem fyrir liggur eða vísað henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

5.Afskriftir lána 2015

Málsnúmer 2014120067Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. desember 2015:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram áætlun um afskriftir lána 2015.
Velferðarráð samþykkir áætlunina og vísar málinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða áætlun um afskriftir lána 2015.

6.Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2011020021Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. desember 2015:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu fundargerð 7. fundar þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða. Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði, dagsettur 22. desember 2010, verði framlengdur um eitt ár með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum.
Velferðarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða um eitt ár frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2016 með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum og vísar málinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk um eitt ár frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2016 með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum.

7.Hrísey - Sæborg

Málsnúmer 2015120041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2015 frá Ingimari Ragnarssyni f.h. Leikklúbbsins Kröflu varðandi Sæborg í Hrísey.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi kl. 11:58.

8.Kjaranefnd Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015120043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2015 frá Birni Snæbjörnssyni formanni Einingar-Iðju þar sem óskað er eftir að endurvakin verði kjaranefnd Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra að svara bréfritara.

9.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2015040029Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 24. nóvember 2015:
Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.
Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

10.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. desember 2015:
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála kynnti stöðuna varðandi innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Velferðarráð þakkar kynninguna og lýsir sig reiðubúið að styðja við verkefnið Barnvænt samfélag og hvetur bæjarráð til að samþykkja tilboð frá UNICEF er varðar innleiðingarferlið. Velferðarráð mun nýta barnasáttmálann inn í gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

Málsnúmer 2015010106Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. nóvember 2015. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

12.Önnur mál

Málsnúmer 2015010001Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdaráði að yfirfara forgangsröðun í snjómokstri með tilliti til öryggis skólabarna á leið í og úr skóla. Þar þarf að huga að mokstri á göngustígum og gangstígum í kringum skólana og hvar snjó sem rutt er af stæðum og götum er komið fyrir við skólana. Það er slysahætta af leik barna í ruðningum sem liggja við götur eða plön þar sem umferð er mikil við skóla og þá hættu þarf að fyrirbyggja.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Fundi slitið - kl. 08:30.