Starfsreglur Vinnuskólans:
- Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður, á leið í, og úr vinnu, á vinnusvæði og í kaffitímum. Þetta á einnig við um rafrettur.
- Ekki er leyfilegt að yfirgefa vinnusvæði á kaffitíma, ætlast er til að unglingarnir mæti með nesti í vinnuna.
- Mæta ber stundvíslega til vinnu og skila fullum vinnudegi.
- Beiðni um leyfi eða frívikur afgreiðir flokksstjóri í samráði við umsjónarmann Vinnuskóla.
- Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum leiðbeinanda.
- Greidd eru laun fyrir fræðsludaga ef viðkomandi tekur þátt í allri dagskránni.
- Unglingar leggja sér sjálfir til allan hlífðarfatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum.
- Notkun farsíma við vinnu er ekki heimil.
- Notkun tónlistarspilara með heyrnartólum (iPod eða álíka) er ekki leyfileg.
- Engin ábyrgð er tekin á fötum unglinga, reiðhjólum eða öðrum hlutum sem þeir hugsanlega taka með sér á vinnustað.
- Ef veikindi eiga sér stað verða foreldrar eða forráðamenn að tilkynna veikindi símleiðis að morgni dags til flokkstjóra eða vinnustaðar. Ekki á að tilkynna veikindi til forstöðumanns eða skrifstofu.
Gerist unglingur brotlegur við starfsreglur Vinnuskóla Akureyrar að mati flokkstjóra gilda eftirfarandi vinnureglur. Hámarksviðurlög er brottrekstur.
Vinnureglur vegna framkomu og frammistöðumat:
Fyrsta brot: Unglingur er áminntur
Annað brot: Dregin ½ klst. af launum viðkomandi
Þriðja brot: Unglingur áminntur og önnur ½ klst. er dregin af launum
Fjórða brot: Unglingi er vísað heim og haft samband við foreldra
Fimmta brot: Haldinn er fundur með forstöðumanni Framkvæmdamiðstöðvar, foreldrum, unglingi, umsjónarmanni Vinnuskóla og forstöðumanni Vinnuskóla
Sjötta brot: Ef unglingur er rekinn heim í þriðja sinn er unglingi alfarið vísað úr Vinnuskólanum