Félagsmiðstöðvar fólksins - 18 ára og eldri

Mynd af Víðilundi 22Akureyrarbær rekur líflegt og skemmtilegt starf í félagsmiðstöðvunum Sölku í Víðilundi 22 og Birtu í Bugðusíðu 1.

Opnunartími:        Alla virka daga kl. 09:00 – 15:45.
Sími:                       Víðilundur 460-1298 / Víðilundur eldhús 595-8021 / Bugðusíða 462-6055
Forstöðumaður:   Birna Guðrún Baldursdóttir, netfang: birnag@akureyri.is

Starfsemi félagsmiðstöðvanna er í stöðugri þróun með það að leiðarljósi að skapa fjölbreytni og mæta þörfum þeirra sem þangað sækja.

Í boði er fjölbreytt starfsemi, ýmiskonar námskeið, handverk, afþreying af ýmsu tagi og hreyfing auk fjölbreyttra viðburða. Bæklingur um starfsemi félagsmiðstöðvanna liggur frammi á báðum stöðum og í þjónustuveri bæjarins í Ráðhúsinu Geislagötu 9.

Verðskrá fyrir Birtu og Sölku 2024

  • Aðstöðugjald pr. dag 600 kr. (67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki aðstöðugjald
  • 10 miða kort – 5000 kr.
  • Brennsla á leir - fer eftir glerung, 150 - 2000 kr.
  • Hádegismatur – 1500 kr.
  • Spil/bingó - 400 kr.
  • Ljósrit A4 kr./blað - 100,-
  • Ljósrit A3 kr./blað – 200,-
  • Leiga salur í Víðilundi pr. dag – 79.600 kr.
  • Leiga salur pr. klst. – 15.800 kr.

Námskeiðsgjöld eru mishá. Að jafnaði er veittur afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 

 

Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá finna stundartöflur vorsins 2024 ásamt nánari upplýsingum um aðstöðu í félagsmiðstöðvunum.

Stundarskrár Birtu og Sölku vorið 2024

Mynd af Bugðusíðu 1Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) hefur aðsetur í Bugðusíðu 1 og vinnur í nánu samstarfi við forstöðumann og starfsfólk að uppbyggingu og starfsemi félagsmiðstöðvanna beggja á Akureyri.

 

Einnig er boðið upp á félagsstarf í Hlíð fyrir þá sem þar dvelja.

 

Síðast uppfært 27. ágúst 2024