Velferðarráð

1247. fundur 15. febrúar 2017 kl. 14:00 - 18:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 18. október 2016 að leita eftir tilnefningu velferðarráðs á fulltrúa í stýrihóp um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Akureyrarbæ.

Alfa Aradóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið og kynnti verkefni stýrihópsins.
Velferðarráð tilnefnir Halldóru Kristínu Hauksdóttur sem fulltrúa sinn í stýrihóp um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Akureyrarbæ.

2.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilnefningar frá ÖA, búsetusviði og fjölskyldusviði í starfshópa um velferðartækni hjá hverju sviði.
Yfirlit yfir fulltrúa starfshópa um velferðartækni.

Starfshópur búsetusviðs: Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu, Kristinn Már Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu Þrastarlundi og Jörvabyggð og Guðrún Sonja Kristinsdóttir iðjuþjálfi.

Starfshópur ÖA: Helga Hákonardóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri, Fanney Kristinsdóttir sjúkraliði dagþjónustu og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir sérfræðingur dagþjónustu og félagsstarfi ÖA.

Ritari og aðstoð fyrir starfshóp ÖA: Kristbjörg Björnsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu ÖA.

Starfshópur fjölskyldusviðs: Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu, Jakobína Elva Káradóttir forstöðumaður PBI, Margrét I. Ríkarðsdóttir forstöðumaður Skógarlundi og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri félagssviðs.

3.Hæfingarstöðin Skógarlundi 1 - kaup eignarinnar af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 2017010535Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Guðríðar Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 26. janúar 2017 um möguleg kaup bæjarins á Skógarlundi 1, sem er í eigu ríkisins. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur með eignina að gera og hefur boðið bænum eignina til kaups.
Velferðarráð mælir með að eignin verði keypt og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

4.Smáhýsaúrræði vegna einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016120134Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra búsetusviðs og fjölskyldusviðs, um þörf fyrir búsetuúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda, sem rekast illa í fjölbýli.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetusviðs og Karolína Gunnarsdóttir þjónustustjóri skrifstofu fjölskyldusviðs mættu á fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð ítrekar fyrri niðurstöðu um nauðsyn þess að byggja smáhýsi og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs til frekari úrvinnslu.

Halldór S. Guðmundsson mætti á fundinn kl. 15.00.

5.Fyrirhuguð fækkun á hvíldarinnlagnarrýmum á Hlíð í sumar

Málsnúmer 2016050199Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samantekt um reynslu af sumarlokunum á tímabundnum rýmum á árinu 2016.

Samantektin er unnin af Þórdísi Ingu Þorsteinsdóttur félagsráðgjafa sem mætt er á fundinn undir þessum lið.

Megin niðurstöður eru að góð reynsla varðandi mönnun og nýtingu mannafla, sé af sumarlokun að mati þeirra sem rætt var við. Lokunin hefur áhrif, en ekki afgerandi áhrif á notendur eða aðstandendur þeirra, en hefur meiri áhrif á samstarfsaðila s.s. SAk, HSN og heimaþjónustu bæjarins. Fram komu áhyggjur af hvort áhrif yrðu meiri eða önnur ef framhald verði á sumarlokunum.

Friðný B. Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu mætti á fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð hefur áhyggjur af hvort áhrif yrðu meiri eða önnur ef framhald verði á sumarlokunum.

6.Þjónandi leiðsögn - innleiðingarferli og útgáfa

Málsnúmer 2017020066Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs kynntu drög að kynningarriti um þjónandi leiðsögn.

Undirbúningur, þýðingar og textagerð vegna útgáfu kynningarritsins hefur verið í vinnslu samhliða vinnu við alþjóðlegu ráðstefnuna á síðasta ári. Upphaflega átti ritið að vera tilbúið fyrir ráðstefnuna í september 2016 en er nú á lokastigi. Útgáfan er fjármögnuð með auglýsingum og verður ritinu dreift til íslenskra þátttakenda, þeirra sem sóttu ráðstefnuna. Markmið útgáfunnar er að fyrir liggi handhægt fræðsluefni á íslensku fyrir starfsfólk, notendur búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar. Ritið mun einnig nýtast í kynningar- og fræðslustarfi beggja sviða.

7.Sameining dagþjálfunar - Víðilundar og ÖA

Málsnúmer 2017020067Vakta málsnúmer

Í byrjun janúar 2016 hófst rekstur á sameinaðri dagþjálfun með rými fyrir 35 einstaklinga á dag hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Starfsemin var áður dagþjónustan í Víðilundi fyrir 15 manns og dagþjónusta í Hlíð fyrir 20 manns.

Friðný B. Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu sem mætti á fundinn undir þessum lið og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynntu minnisblað varðandi sameiningarferlið.

Þessa breytingu og breytingaferlið, undirbúningur og framkvæmd hefur gengið afar vel. Af því tilefni hefur framkvæmdastjóri þakkað starfsfólki dagþjálfunar og öðrum sem aðstoðuðu við verkefnið, fyrir þeirra hlut í umfangsmiklum breytingum og vel unnin störf.

Sameiningin hefur skilað fjárhagslegum ávinningi og hagræði fyrir Akureyrarkaupstað. Jafnframt hefur sameiningin styrkt og eflt starfsemina í heild og er áherslubreytingin "úr þjónustu í þjálfun" skýrt dæmi um það.

8.ÖA - samfélagshjúkrun (Buurtzorg þróunarverkefni)

Málsnúmer 2016060153Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson og Birna S. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri, sem sat fundinn undir þessum lið, kynntu framvindu við undirbúning að verkefninu.

Framkvæmdasjóður aldraðra veitti styrk til verkefnisins og er ráðgert að 4-7 einstaklingar taki þátt í tilraunaverkefninu nú á vordögum 2017.

9.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstur

Málsnúmer 2015010160Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað/samantekt frá framkvæmdastjóra ÖA, Halldóri S. Guðmundssyni, um hagræðingarmöguleika í rekstri Öldrunarheimila Akureyrar á árinu 2017.
Afgreiðslu frestað þar til niðurstöður yfirstandandi úttektar á rekstri ÖA liggur fyrir.

Halldóri S. Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA falið að fylgja eftir hugmyndum um öflun tekna sem fram koma í minnisblaðinu.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

10.Eftirlit og gæsla hagsmuna fatlaðs fólks í búsetuþjónustu

Málsnúmer 2017020069Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs kynnti fyrirkomulag eftirlits með þjónustu og gæslu hagsmuna fatlaðs fólks skv. lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011.

11.Samþykktir fastanefnda 2017

Málsnúmer 2017020082Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar sl. voru samþykktir samþykktar fyrir fastanefndir Akureyrarbæjar, þ.m.t. velferðarráð.

Í tengslum við endurskoðun í kjölfar skipulagsbreytinga er óskað eftir athugasemdum velferðarráðs við samþykktina.
Velferðarráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:40.