Svið Akureyrarbæjar

 

Búsetusvið

Glerárgötu 26 (2. hæð), sími 460 1410, busetusvid (hjá) akureyri.is. Opið virka daga kl. 9-15.
Sviðsstjóri: Karólína Gunnarsdóttir
Búsetusvið er hluti af félagsþjónustu Akureyrarbæjar og veitir íbúum bæjarins ýmiss konar búsetuþjónustu. Ennfremur sinnir sviðið þjónustu við íbúa nokkurra annarra sveitarfélaga samkvæmt samningum þar að lútandi. Með búsetuþjónustu er átt við þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og/eða skapa fólki aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingu á högum sem kunna að verða samfara hækkandi aldri, fötlun eða veikindum. Búsetusvið hefur þríþætta hugmyndafræði sem myndar þann ramma sem unnið er innan ásamt bestu þekkingu á hverjum tíma. Þetta eru hugmyndafræði um Valdeflingu (Empowerment), Þjónandi leiðsögn (Gentleteaching) og Skaðaminnkandi nálgun (Harm Reduction).

Fjölskyldusvið

Glerárgötu 26 (3. hæð), sími 460 1420, fjolskyldusvid (hjá) akureyri.is. Opið virka daga 9-15.
Sviðsstjóri: Guðrún Sigurðardóttir
Fjölskyldusvið veitir þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum og lögum um málefni fatlaðs fólks.  Tekið er á móti og unnið úr umsóknum um fjárhagsaðstoð, veitt félagsleg ráðgjöf og unnið að því að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Úrræðum er beitt til verndar einstökum börnum þegar þess er þörf og í þeim tilgangi að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar. Sérhæfð þjónusta við fatlaða felst í ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra m.a. í formi stuðningsviðtala og samhæfingar á þjónustu og fræðslu. Tekið er á móti umsóknum um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og mat lagt á umönnunarþörf. Umsjón félagslegra íbúða Akureyrarbæjar falla undir fjölskyldusvið og þar er tekið á móti umsóknum um íbúðir og um sérstakan húsnæðisstuðning.

Fjársýslusvið

Geislagötu 9 (2. hæð), sími 460 1000, fjarreidur (hjá) akureyri.is. Opið virka daga 9-15.
Sviðsstjóri: Dan Jens Brynjarsson
Fjársýslusvið hefur með höndum greiðslu og innheimtu reikninga, auk umsjónar með skuldabréfum sveitarfélagsins. Sviðið annast skráningu reikninga og bókhald, umsjón með starfsáætlana- og fjárhagsáætlanagerð sviða og stofnana bæjarins og eftirfylgni með áætlunum. Fjársýslusvið sér um spár um íbúa- og hagþróun í bænum, ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda, stjórnunarúttektir á starfseiningum og útgáfu tölulegra upplýsinga sem varða bæjarfélagið. Þá annast sviðið innkaupastjórn og rekstur tölvukerfa bæjarskrifstofanna og tengingar þeirra við stofnanir bæjarins.

Fræðslusvið

Glerárgötu 26 (1. hæð), sími 460 1455, fraedslusvid (hjá) akureyri.is. Opið virka daga 9-15.
Sviðsstjóri: Karl Frímannsson
Fræðslusvið hefur umsjón með rekstri og starfsmannahaldi grunnskólanna, leikskólanna og Tónlistarskólans á Akureyri. Fræðslusvið veitir allar almennar upplýsingar um skólastarf á Akureyri, tekur á móti erindum vegna skólamála og fylgir eftir samþykktum fræðsluráðs.

Samfélagssvið

Rósenborg, Skólastíg 2, sími 460 1230, samfelagssvid (hjá) akureyri.is. Opið virka daga 8-16.
Sviðsstjóri: Kristinn J. Reimarsson
Undir sviðið heyra æskulýðs- og forvarnamál, tómstundir, íþróttamál, félagsmiðstöðvar, menntasmiðjur, fjölskyldustefna, jafnréttismál og önnur mannréttindamál. Einnig Akureyrarstofa sem annast ferðamál, menningarmál og kynningarmál. Sviðið er frístundaráði og stjórn Akureyrarstofu til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir það heyra og annast framkvæmd þeirra. Hlutverk sviðsins er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka sviðsins.

Skipulagssvið

Geislagötu 9 (3. hæð), sími 460 1000, skipulagssvid (hjá) akureyri.is. Síma- og viðtalstími er milli kl. 10 og 12 á virkum dögum.
Sviðsstjóri: Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagssvið hefur á hendi daglega stjórnun skipulags- og byggingarmála, skipulag umferðarmála og landfræðilegs upplýsingarkerfis Akureyrarbæjar (LUKA).

Stjórnsýslusvið

Geislagötu 9 (1. hæð), sími 460 1000. Afgreiðslutími þjónustuvers er 9-15, skjalasafns 9-15 og launadeildar 11-15.
Sviðsstjóri: Halla Margrét Tryggvadóttir
Stjórnsýslusvið veitir ýmsa ytri og innri þjónustu sem og stoðþjónustu við önnur svið sveitarfélagsins. Á sviðinu eru reknar þrjár deildir; upplýsinga- og þjónustudeild, launadeild og mannauðsdeild. Innan sviðsins er sinnt launa- og kjaramálum, mannauðsmálum og þjónustu og upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa, ráða og nefnda, bæjarbúa, fyrirtækja, stofnana, stjórnenda og annarra starfsmanna og yfirumsjón með skjalamálum sveitarfélagsins. Stjórnsýslusvið er leiðandi á sviði umbóta á sviði gæðamála og rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu.

Umhverfis- og mannvirkjasvið

Geislagötu 9 (4. hæð), sími 460 1000, umsa (hjá) akureyri.is. Opið virka daga 9-15.
Símatímar byggingarstjóra leiguíbúða eru á þriðjudögum kl. 11-12 og fimmtudögum kl. 15-16 í síma 460-1125

Sviðsstjóri: Guðríður Friðriksdóttir
Sviðið hefur umsjón með öllum fasteignum í eigu bæjarins. Helstu verkefni þess eru nýframkvæmdir, kaup og sala eigna, viðhald eigna og útleiga þeirra. Einnig dagleg stjórnun framkvæmda bæjarins. Undir það fellur hönnun og mælingar, gerð og viðhald gatna og gangstétta, gatnalýsing, sorphirða, garðar og opin svæði, og Staðardagskrá 21.

Öldrunarheimili Akureyrar

Austurbyggð 17, sími 460 9100, hlid (hjá) akureyri.is.
Framkvæmdastjóri: Halldór Sigurður Guðmundsson
Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) eru hluti af velferðarþjónustu Akureyrarbæjar og veita íbúum ýmiss konar þjónustu og ráðgjöf á sviði öldrunarþjónustu. Á ÖA eru starfrækt hjúkrunar- og dvalarrými fyrir aldraða og aðra einstaklinga sem hafa viðurkennt mat á þörf. Þar eru almenn og sértæk rými í dagþjálfun fyrir aldraða og einstaklinga með heilabilun. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin.
Öldrunarheimilin starfa á grundvelli hugmyndafræði Eden og þjónandi leiðsagnar með áherslu á eflingu og stuðning til sjálfsbjargar og sjálfstæðis íbúa og notenda þjónustunnar. Framtíðarsýn ÖA er að vera leiðandi í hjúkrunar- og öldrunarþjónustu á Íslandi þar sem öll umönnun, almenn sem sérhæfð byggir á fræðilegum grunni. Þannig sé á hverjum tíma veitt heildstæð hjúkrunar- og öldrunarþjónustu sem stuðli að auknum lífsgæðum íbúa og annarra þjónustuþega.
ÖA eru rekin af Akureyrarbæ samkvæmt sérstökum samningi við heilbrigðis- og velferðarráðuneyti og starfa á grundvelli laga og kröfulýsinga og stefnumiða um þjónustu við aldraða. Velferðaráð Akureyrarbæjar hefur yfirumsjón með rekstri öldrunarheimilanna fyrir hönd bæjarins.

Síðast uppfært 14. apríl 2020