Fræðsluráð

15. fundur 20. ágúst 2018 kl. 13:30 - 14:58 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Hildur Betty Kristjánsdóttir L-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.

1.Kynning á starfsemi skólaþjónustu Akureyrarkaupstaðar

2018080145

Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustunnar kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála í skólaþjónustu Akureyrarkaupstaðar.
Þórhallur Harðarson mætti til fundar kl. 13.40

2.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

2014030109

Vegna forfalla er fundarliðnum frestað til næsta fundar.

3.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2019-2022

2018060289

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar gerði grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunargerðar 2019-2022.

4.Viðauki vegna málskostnaðar Lundarskóla

2018070574

Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

5.Gagnasíða fræðslusviðs

2018080146

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti hugmyndir að gagnasíðu fyrir fræðslusvið og myndræna framsetningu gagna.

6.Ósk um upplýsingar um fjölda kennslustunda í Glerárskóla

2018080054

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um fjölda kennslustunda sem nemendur Glerárskóla fengu ekki kennslu í skólaárið 2017-2018. Karl Frímannsson sviðsstjóri lagði fram til kynningar svar við erindinu.

Fundi slitið - kl. 14:58.