Samfélags- og mannréttindaráð

143. fundur 19. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:15.

1.Félagsmiðstöðvar og forvarnir

Málsnúmer 2014020103Vakta málsnúmer

Framhald umræðu um forvarnahlutverk félagsmiðstöðva og mögulega styrkingu þess.

2.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá ungmennaráði um að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþykki þar með að nota sáttmálann sem viðmið í öllu starfi sínu.
"Fulltrúar ungmennaráðs Akureyrarbæjar skora hér með á bæjarráð Akureyrar að innleiða Barnasáttmálann, sem lögfestur var þann 20. febrúar 2013, inn í allt sitt starf og hafa hann að leiðarljósi er varðar öll réttindi barna að 18 ára aldri."
Barnasáttmálann má lesa á slóðinni: https://www.barn.is/barnasattmalinn/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/

Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir hugmynd ungmennaráðs og leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem kanni kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmálann. Fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs verða Anna Hildur Guðmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Ráðið leggur til að ungmennaráð skipi tvo fulltrúa og bæjarráð einn.

3.Saman hópurinn - Saman í sumar - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014020024Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. janúar 2014 frá Gunni Magnúsdóttur f.h. meistaranema í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík, þar sem óskað er eftir 50.000 kr. styrk til Saman hópsins og framleiðslu á forvarnamyndbandi fyrir sumarið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000.

4.SAMAN-hópurinn - beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2014020008Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 24. janúar 2014 frá Geir Bjarnasyni f.h. Saman hópsins - félags um forvarnir þar sem beðið er um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnastarf hópsins á árinu 2014.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000.

5.Lífsýn - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014030110Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. mars 2014 frá Elvari Bragasyni f.h. Lífsýnar forvarnasamtaka þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 til að halda sjálfstyrkingarnámskeið TST og forvarnaverkefnið "Ég skipti máli - forvarnir gegn einelti" fyrir börn á Akureyri.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.