Félag eldri borgara

Félag eldri borgara á Akureyri (ebak) var stofnað  3. október 1982. Það er eitt af aðildarfélögum Landssambands eldri borgara. Í stjórn félagsins sitja 7 aðalmenn og 3 varamenn. Fastanefndir félagsins eru 9. Aðalfundur er haldinn í lok mars.

Meginmarkmið með starfi Félags eldri borgara á Akureyri er að bjóða félagsmönnum uppá ýmsa tómstundaiðju og afþreyingu. Má þar nefna fræðslufundi, námskeið, ýmsar kynningar, skemmtikvöld (kráarkvöld), bingó, félagsvist, bridds og ýmsar kynningar. Vegna þróunar í velferðartækni er þeim sem lítið kunna á tölvur kynnt notkun spjaldtölva.

Félag eldri borgara á Akureyri mun áfram stuðla að eflingu og þróun á starfi félagsins í samvinnu við félagsmenn og starfsmenn Akureyrarbæjar

Allir 60 ára og eldri eru velkomnir í félagið.

  • Heimilisfang: Bugðusíðu 1 skrifstofa opin miðvikudaga 15-16, nema yfir sumarmánuðina.
  • Heimasíða: ebak.is
  • Fésbókarhópur: EBAK Félag eldri borgara
  • Netfang: ebakureyri@gmail.com
  • Sími: 462 3595
  • Formaður: Hallgrímur Gíslason, sími 475-8952 / 849-4509
Síðast uppfært 28. október 2022