Bæjarstjórn

3447. fundur 22. janúar 2019 kl. 16:00 - 17:00 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál sem varða breytingar á skipan fulltrúa í nefndum sem verði 1. og 2. liður dagskrár og var það samþykkt.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði:

Ólína Freysteinsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Jóhanns Jónssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga M-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði:

Berglind Bergvinsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Jóhönnu Norðfjörð. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson tekur sæti varafulltrúa í stað Berglindar Bergvinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. desember 2018:

Lagður fram viðauki 17.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 50 milljónir og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Umhverfis- og mannvirkjasvið gjaldskrár 2019

Málsnúmer 2018090053Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. janúar 2019:

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Akureyrarkaupstað 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Andri Teitsson tók til máls og fór yfir efni gjaldskrárinnar.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. desember 2018:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. desember 2018 þar sem fram koma tillögur að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 varðandi rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér að heimilt verði að endurnýja leyfi gististaða á íbúðarsvæðum sem hafa verið með gilt rekstrarleyfi til þessa. Miðast slík endurnýjun við að umfang starfseminnar aukist ekki frá því sem verið hefur. Að mati skipulagsráðs er þessi breyting óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem eingöngu er verið að heimila áfram núverandi landnotkun og hefur hún því ekki mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Jafnframt felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna áfram að frekari endurskoðun rekstrarleyfisskyldrar gistingar á íbúðarsvæðum á Akureyri.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Glerárvirkjun II - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg

Málsnúmer 2018110005Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. desember 2018:

Erindi dagsett 4. desember 2018 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu verkfræðistofu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gefið verði út framkvæmdaleyfi.

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018100368Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. desember 2018:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, sem nær til húsaraðar vestan Hafnarstrætis eða lóða 67-79. Er breytingin lögð fram í kjölfar afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 31. október sl. Í breytingunni felst að ekki verður gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteypt hús að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttu burðarefni. Nýbyggingar skulu þó taka mið af yfirbragði byggðarinnar hvað varðar stærðir og hlutföll, form og efnisval.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að hún verði kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum innan þess svæðis sem verið er að breyta.

Þá skal einnig leita umsagnar Minjastofnunar og skipulagshönnuðar upphaflegrar deiliskipulagsáætlunar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag Akureyrarbæjar - Hólasandslína

Málsnúmer 2018030073Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér tilfærslu á legu Hólasandslínu 3 sunnan við Akureyrarflugvöll í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 12. september 2018. Ástæða breytingarinnar er að lega strengs skv. gildandi aðalskipulagi getur haft áhrif á búnað flugvallarins. Auk tillögunnar liggja fyrir umsagnir frá Isavia, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Óshólmanefnd og Fiskistofu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Breytingin er einnig í samræmi við kynnta legu jarðstrengs í frummatsskýrslu framkvæmdarinnar og er því búið að kynna málið fyrir almenningi og umsagnaraðilum.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Hesjuvellir - beiðni um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2018120185Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Erindi dagsett 18. desember 2018 þar sem Valþór Brynjarsson hjá Kollgátu fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, óskar eftir heimild til breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lögbýlisins Hesjuvalla. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er allt land Hesjuvalla skilgreint sem óbyggt svæði sem felur í sér að ekki er heimilt að byggja ný mannvirki á jörðinni. Óskað er eftir að aðalskipulagi verði breytt á þann veg að heimilt verði að byggja stakt íbúðarhús á um 3500 m² lóð rétt norðaustan við núverandi hús.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkaður er reitur fyrir íbúðarsvæði í samræmi við fyrirliggjandi erindi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga sem ekki er talin hafa verulegar breytingar í för með sér, áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Aðalskipulagsbreyting - Krossaneshagi

Málsnúmer 2018080081Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér breytingu á landnotkun hluta af núverandi athafnasvæði í Krossaneshaga, merkt AT5, yfir í iðnaðarsvæði. Um er að ræða svæði sem nær yfir lóðir í deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga, þ.e. lóðir við Ægisnes og Sjafnarnes. Ástæða fyrir breytingunni er að núverandi landnotkun á lóðum innan svæðisins samræmist betur iðnaðarsvæði auk þess sem skortur er á iðnaðarlóðum innan sveitarfélagsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi lýsingu og fela skipulagssviði að kynna hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Goðanes 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2019010079Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lagt fram bréf Pálínu Gísladóttur dagsettu 7. janúar 2019 fyrir hönd Festingar ehf., kt. 550903-4150, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á lóðinni Goðanes 12. Óskað er eftir að deiliskipulag lóðarinnar verði eins og það var áður en gerð var breyting á deiliskipulagi lóðarinnar haustið 2017.

Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og þar sem verið er að færa skipulag í sama horf og áður var er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

12.Skarðshlíð - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010127Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lagt fram minnisblað Jónasar Valdimarssonar verkefnastjóra hönnunar dagsett 10. janúar 2019 varðandi nýja fjölbýlishúsalóð við Skarðshlíð. Við gerð mæliblaðs fyrir lóðina hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að gera tillögu að minniháttar breytingum á lóðarmörkum lóðarinnar til að skapa svigrúm vegna mögulegra breytinga á Undirhlíð í framtíðinni og til að bæta sjónlengd við gatnamót Undirhlíðar og Skarðshlíðar. Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá tillögur að breytingu lóðarinnar.

Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki breytinguna í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

13.Bjarkarstígur 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018010338Vakta málsnúmer

Liður 17 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Bjarkarstígur 4 sem felur í sér að heimilt verði að byggja nýja þakbyggingu í stað þeirrar sem fyrir er. Ný bygging verði allt að 50 cm hærri og allt að 15,4 m² stærri. Engar athugasemdir voru gerðar.

Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

14.Hólasandslína 3 - umsókn um breytingar á deiliskipulagi innan Akureyrar

Málsnúmer 2019010115Vakta málsnúmer

Liður 18 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lagt fram erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dagsett 9. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar, hesthúsahverfisins í Breiðholti og iðnaðar- og athafnasvæðisins á Rangárvöllum vegna fyrirhugaðrar lagningar Hólasandslínu 3.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Landsneti hf. verði heimilað að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi viðkomandi svæða í samráði við skipulagssvið.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

15.Kringlumýri 11 - fyrirspurn vegna byggingar bílskúrs

Málsnúmer 2018080047Vakta málsnúmer

Liður 24 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingu bílskúrs á lóðinni Kringlumýri 11. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki stærð og staðsetningu bílskúrs og að byggingarfulltrúi afgreiði umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

16.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. desember 2018:

Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. desember 2018:

Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. desember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð staðfestir innleiðingaráætlunina með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Heimir Haraldsson tók til máls og kynnti efni áætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Ólína Freysteinsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir áætlun um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með 11 samhljóða atkvæðum.

17.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu og afgreiðslu drög að upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Drögin voru samþykkt í stjórn Akureyrarstofu 18. desember 2018. Bæjarráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti þann 17. janúar 2019 með þeirri breytingu að gildistími stefnunnar verði 2019-2022.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti stefnuna og lagði jafnframt fram eftirfarandi tillögu að breytingu á aðgerðarþætti sem snýr að kynningaráætlun sviða og deilda:

Í stað lokadagsetningar 1. febrúar á kynningaráætlun sviða og deilda komi 1. mars.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir upplýsingastefnu Akureyrarbæjar 2019-2022, með þeirri breytingu sem lögð var til um lokadagsetningu kynningaráætlunar sviða og deilda, með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 6., 13. og 20. desember 2018 og 10. og 17. janúar 2019
Bæjarráð 13. og 20. desember 2018 og 17. janúar 2019
Frístundaráð 7. og 17. desember 2018 og 4. janúar 2019
Fræðslunefnd 13. desember 2018
Fræðsluráð 17. desember 2018 og 7. janúar 2019
Skipulagsráð 12. desember 2018 og 16. janúar 2019
Stjórn Akureyrarstofu 6. og 18. desember 2018 og 10. janúar 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. og 14. desember 2018 og 18. janúar 2019
Velferðarráð 19. desember 2018 og 9. janúar 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:00.