Samfélags- og mannréttindaráð

145. fundur 23. apríl 2014 kl. 17:00 - 17:40 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Skátafélagið Klakkur - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010268Vakta málsnúmer

Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Skátafélagið Klakk lögð fram.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

2.Skipurit samfélags- og mannréttindadeildar

Málsnúmer 2014040038Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir 7. liður í fundargerð íþróttaráðs frá 10. apríl sl.
Drög að skipuriti samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar kynnt fyrir íþróttaráði. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hlín Bolladóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar Katrínu Björgu og Hlín fyrir komuna á fundinn.
Íþróttaráð samþykkir skipurit samfélags- og mannréttindadeildar fyrir sitt leyti og vísar málinu til samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir skipuritið og vísar því til samþykktar í bæjarráði.

3.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál

Málsnúmer 2014040052Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis hefur sent út til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál. Þingskjalið má nálgast á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/143/s/0630.html

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með framkomna þingsályktunartillögu sem byggð er á lausnarmiðuðum og mannúðlegum úrræðum sem styðja við samfélagið.

4.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 19. mars sl. samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að setja á stofn vinnuhóp sem falið yrði að kanna kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarráði og ungmennaráði og hafa þær tilnefningar borist.

Samfélags- og mannréttindaráð hefur ákveðið að bæta fulltrúum í vinnuhópinn og óskar því eftir tilnefningum frá félagsmálaráði og skólanefnd. Ráðið óskar einnig eftir því að bæjarlögmaður sitji í vinnuhópnum.

Fundi slitið - kl. 17:40.