Matsviðmið um almennt félagslegt leiguhúsnæði

Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum flokki

1. Tekjur 

Ákvörðun stiga ræðst af árstekjum umsækjanda og maka, sambúðaraðila og/eða barna undir tvítugu ef við á. Árstekjur er talan sem kemur fram í reit 2,7 á síðasta skattframtali (skattskyldar tekjur). Leggja þarf saman tekjur allra sambýlisaðila sem eru 20 ára eða eldri.

  5 stig 3 stig 2 stig
Árstekjur Frá       Til  Frá       Til  Frá       Til 
Einstaklingur 0      4.001.920  4.001.921   4.617.600 4.617.601    5.848.960
m/ 1 barn 0      5.002.400 5.002.401   5.772.000 5.772.001    7.311.200
m/ 2 börn 0      6.002.880 6.002.881         6.926.400 6.926.401    8.773.440
m/ 3 börn 0      7.003.360 7.603.961   8.773.800 8.773.801  11.113.480
m/ 4 börn 0      8.003.840 8.003.841   9.235.200 9.235.201  11.697.920
Sambúðarfólk 0      5.603.000 5.603.001   6.465.000 6.465.001    8.189.000
m/ 1 barn 0      6.603.480 6.603.481   7.619.400 7.619.401    9.651.240
m/ 2 börn 0      7.603.960 7.603.961   8.773.800 8.773.801    11.113.480
m/ 3 börn 0      8.604.440 8.604.441         9.928.200 9.928.201    12.575.720
m/ 4 börn 0      9.604.920 9.604.921  11.082.600 11.082.601  14.037.960

 

2. Staða

Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum flokki - hámark stiga úr þessum kafla eru 8 stig.

Staða umsækjanda Stig
Á ekki við 0
Er á endurhæfingarlífeyri 1
Umsækjandi hefur viðurkennda skerðingu sem hefur áhrif á getu til framfærslu 1
Langvarandi atvinnuleysi og málefni umsækjanda er í vinnslu virkni/-færniteymis/ átaksverkefnis
eða í umfangsmikilli endurhæfingu hjá viðurkenndum aðilum
1
Er 75% öryrki 2
Ellilífeyrisþegi 2

 

Staða maka Stig
Á ekki við 0
Er á endurhæfingarlífeyri 1
Ellilífeyrisþegi 1
Er 75% öryrki 1

 

Börn Stig
Barn/börn í reglulegri umgengni hjá umsækjanda 1
Eitt barn með lögheimili hjá umsækjanda 2
Tvö börn með lögheimili hjá umsækjanda 3
Þrjú börn með lögheimili hjá umsækjanda 4
Fjögur börn með lögheimili hjá umsækjanda 5

 

3. Félagslegar aðstæður

Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum flokki - hámark stiga úr þessum kafla eru 11 stig.

A: Húsnæðisstaða  Stig
Öruggt húsnæði. Meira en sex mánuðir eftir af húsaleigusamningi.
Húsaleiga er minna en 30% af heildartekjum heimilis að meðtöldum húsnæðisbótum
og sérstökum húsnæðissstuðningi
0
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður, meira en 30% af heildartekjum heimilis
að meðtöldum húsnæðisbótum og sérstökum húsnæðisstuðningi
1
Er með húsnæði/herbergi, minna en þrír mánuðir eru eftir af húsaleigusamningi og ekki er möguleiki á framlengingu 2
Heimilisleysi, gistir t.d. hjá vinum og/eða ættingjum. 3
Heilsuspillandi húsnæði skv. mati Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra eða
húsnæði er sannanlega óíbúðarhæft af öðrum ástæðum og veruleg vandkvæði
eru bundin við að finna nýtt húsnæði skv. mati ráðgjafa
3

 

B: Sérstakar aðstæður barna Stig
Á ekki við 0
Réttur foreldra til umönnunarbóta hefur verið metinn af Tryggingastofnun í 4-5 flokk 1
Réttur foreldra til umönnunarbóta hefur verið metinn af Tryggingastofnun í 1., 2., eða 3. flokk 2

 

C: Félagslegur vandi umsækjanda Stig
Umsækjandi glímir við fjölþættan vanda sem hefur afgerandi áhrif á húsnæðisstöðu
og hefur fengið umfangsmikinn stuðning félagsþjónustu eða annarra viðurkenndra aðila
2
Færni umsækjanda til að leigja á almennum leigumarkaði, þrátt fyrir stuðning,
er mjög skert samkvæmt mati ráðgjafa
4
Refsidómur hefur afgerandi áhrif á húsnæðisstöðu og möguleika viðkomandi til að fá
húsnæði á almennum markaði samkvæmt mati ráðgjafa
Skyndileg áföll sem hafa afgerandi áhrif á húsnæðisstöðu, þ.m.t. getu viðkomandi
til að finna húsnæði samkvæmt mati ráðgjafa
6
Síðast uppfært 28. júní 2023