Samfélags- og mannréttindaráð

171. fundur 01. október 2015 kl. 12:00 - 14:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Unicef á Íslandi, undirritað af Bergsteini Jónssyni framkvæmdastjóra. Erindið er ódagsett en barst í tölvupósti 25. september 2015. Þar kemur fram að Akureyrarbæ verði boðið að taka þátt í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Unicef á Íslandi.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Málið er enn í vinnslu. Frestað þar til formlegt erindi berst.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016. Einnig voru lagðar fram tillögur að gjaldskrám.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá fjárhagsáætlun ráðsins og skila henni til bæjarráðs ásamt skýringum og óskum.
Tillaga að gjaldskrá fyrir Rósenborg og Punktinn samþykkt.

3.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Rætt var um samninga og styrki og reglur ráðsins þar um. Framkvæmdastjóri greindi frá umræðum við fulltrúa Félags eldri borgara, Ljósmyndaklúbbsins Álku og fleiri.

4.Verkefnastjóri tómstunda og íþrótta fyrir fatlað fólk á Akureyri

Málsnúmer 2015090062Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynnti hugmynd frá búsetudeild og forstöðumanni íþróttamála um ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf.
Hugmyndin hefur þegar verið kynnt í velferðarráði og íþróttaráði.
Lagt fram til kynningar, en ráðið tekur fram að erindið þarfnast nánari skoðunar.

Fundi slitið - kl. 14:00.