Aðgerðaáætlun - 2. Breyttar ferðavenjur

Breyttar ferðavenjur ganga út á að hvetja og gefa íbúum kost á að nýta sér vistvænni ferðamáta, sem og að minnka ferðaþörf íbúa. Minni notkun fólksbíla dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnkar umferðarálag, dregur úr viðhaldskostnaði á samgöngumannvirki og minnkar umhverfisáhrif. Efling fjölbreyttra vistvænna ferðamáta mun því ekki einungis hafa í för með sér ávinning fyrir umhverfið heldur einnig fyrir efnahag og lýðheilsu. Að auki stuðlar sú þróun að auknu umferðaröryggi í bænum.

Markmiðið er að stuðla að því að Akureyringar noti vistvæna og hagkvæma ferðamáta og að hjólandi, gangandi og almenningssamgöngur njóti forgangs við skipulag byggða og nýframkvæmda.

Aðgerðir í þessum kafla tengjast eftirfarandi heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:

2.1. Vistvænar ferðavenjur

2.1.1. Ferðavenjur starfsmanna á vinnutíma

Aðgerð: Að starfsfólk Akureyrarbæjar nýti virka ferðamáta og almenningssamgöngur innanbæjar þegar það er kostur.

Framkvæmd: Hvetja starfsfólk markvisst og reglulega til að hvíla bílinn þegar ferðast á innanbæjar.

Markmið: Að starfsfólk bæjarins auki síður á bílaumferð innanbæjar í ferðum á vinnutíma.

Ábyrgð: Forstöðumaður þjónustu og þróunar

Staða: Í undirbúningi.

2.1.2. Ferðavenjukannanir

Aðgerð: Gera árlegar ferðavenjukannanir meðal bæjarbúa og starfsmanna Akureyrarbæjar til þess að mæla árangur í eflingu vistvænni ferðamáta.

Framkvæmd: Kannanir gerðar árlega.

Markmið: Að fá góða sýn á þróun og ferðamáta með það fyrir augum að bæta mælanleg markmið sem tengjast samgöngum innanbæjar.

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi og forstöðumaður þjónustu og þróunar

Staða:

2.1.3. Hjólaskýli við starfsstöðvar

Aðgerð: Setja upp hjólaskýli við starfsstöðvar Akureyrarbæjar.

Framkvæmd: Að meta þörf og gera áætlun um uppsetningu hjólaskýla við starfstöðvar sveitarfélagsins. Hefja á uppsetningu á skýlum við skóla og leikskóla og stærri starfstöðvar bæjarins.

Markmið: Að í lok árs 2026 verði komin hjólaskýli við 25% starfsstöðva Akureyrarbæjar þar sem yfir 10 starfsmenn vinna á ársgrundvelli.

Ábyrgð: Sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs

Staða: Í fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir uppsetningu hjólaskýla við tvo skóla.

 

2.2. Nýtt stígakerfi

Aðgerð: Halda áfram að innleiða nýtt stígakerfi sem verður hluti af aðalskipulagi, þar sem tengja á göngu- og hjólastíga við útivistarsvæði, nágrannasveitarfélög og fjölsótta áningarstaði. Sjá ,,Stígakerfi Akureyrar”. Aðskilja gangandi og hjólandi umferð á stofnbrautum.

Framkvæmd: Forgangsröðun framkvæmda í fyrirhugaðri uppbyggingu stígakerfis skal fyrst og fremst unnin með það að markmiði að auka sem hraðast hlut gangandi og hjólandi sem samgöngumáta.

Markmið: Að draga úr bílaumferð og stuðla að bættum og fjölbreyttari samgöngum fyrir þá íbúa sem velja að ferðast ekki um á einkabíl. Jafnframt að ná fram markmiðum bæjarins um byggðaþróun og -mynstur eins og kemur fram í gildandi skipulagi.

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi og forstöðumaður nýframkvæmda og viðhalds gatna og stíga

Staða: Uppbygging stígakerfisins er í fullum gangi.

2.3. Samgöngur án einkabíls

2.3.1. Örflæði og deiliþjónusta

Aðgerð: Gera áætlun til að auka hlutdeild almenningssamgangna, örflæðis og deiliþjónustu í samgöngum á Akureyri. 

Framkvæmd: Setja á fót starfshóp til að taka saman tillögur að verkefnum til að ná auknum breyttum ferðavenjum í bæjarfélaginu. Vinnan taki m.a. til almenningssamgangna, örflæðis og deiliþjónustu svo sem fyrir reiðhjól, rafskútur eða rafbíla. 

Markmið: Auka hlutdeild örflæðis og almenningssamgangna í samgöngum á Akureyri. Starfshópur skili tillögum vorið 2025. 

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi, forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: Í undirbúningi

 

2.3.2. Endurskoða leiðakerfi SVA og meta biðstöðvar

Aðgerð: Endurskoða leiðarkerfi SVA til þess að tryggja gæði þjónustu og stuðla að aukinni notkun. Framtíð strætókerfis á Akureyri í heild metin til að tryggja hagkvæmni og góða þjónustu. Fjölga biðskýlum á kostnað skýlalausra biðstöðva, ásamt því að fjölga upphituðum biðskýlum. Upphituð biðskýli skulu merkt sérstaklega.

Framkvæmd: Vinna þarfagreining og endurskoðun á þjónustu SVA sem byggir m.a. á niðurstöðum starfshóps um breyttar ferðavenjur. Meta fjölda þeirra biðstöðva þar sem biðskýli skulu sett upp og forgangsraða uppsetningu. Meta hvar upphituð skýli komi að mestum notum fyrir strætónotendur, sem og gangandi umferð.

Markmið: Bæta þjónustu strætókerfisins á Akureyri. 

Ábyrgð: Forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar

Staða: Í undirbúningi

2.3.3. Frístundastrætó

Aðgerð: Halda áfram þróun á frístundaakstri fyrir börn á Akureyri á milli skóla og frístunda.

Framkvæmd: Áframhaldandi þróun á frístundaakstri. Kortleggja hvernig og hvenær frístundastrætó mun keyra, út frá tímasetningum æfinga hverja önn fyrir sig.

Markmið: Draga úr skutli foreldra með börn sín í frístundir.

Ábyrgð: Sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs

Staða: 

2.4. Þétting byggðar

Aðgerð: Tryggja að stefnu bæjarins um þéttingu byggðar sé framfylgt, en sú stefna stuðlar að aukinni göngu- og hjólaumferð, og að grunnþjónusta við íbúa sé í göngu/hjóla fjarlægð.

Framkvæmd: Fylgja eftir stefnu Akureyrarbæjar um þéttingu byggðar og tryggja að hún viðhaldist í skipulagi komandi ára.

Markmið: Að þróun byggðaþéttingar á Akureyri sé stöðug og tryggt sé að í skipulagi komandi ára sé þessari þróun viðhaldið.

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi

Staða: 

2.5 Upplýsingar og fræðsla

2.5.1. Fræðsla

Aðgerð: Fræða bæjarbúa reglulega um kosti þess að ganga eða hjóla á milli staða, bæði fyrir umhverfið og heilsuna.

Framkvæmd: Fræðsla og upplýsingagjöf með umfjöllun, auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. Notast verður við Korters appið til að sýna fram á vegalengdir milli staða á Akureyri.

Markmið: Styðja við breyttar ferðavenjur í sveitarfélaginu.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Vistorka

Staða:

2.5.2. Alþjóðlegi bíllausi dagurinn

Aðgerð: Akureyrarbær taki þátt í alþjóðlega bíllausa deginum 22. september sem hluta af samgönguviku ár hvert.

Framkvæmd: Íbúar hvattir sérstaklega til að kynna sér aðra ferðamáta og hvíla bílinn með auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. Ákveðnum götum lokað og viðburðir í boði í samvinnu við ýmsa aðila.

Markmið: Styðja við breyttar ferðavenjur í sveitarfélaginu.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: Akureyrarbær tekur þátt í samgönguvikunni ár hvert.

2.6. Lokun göngugötu og Listagils

Aðgerð: Endurskoða skal reglulega verkreglur um lokanir gatna í miðbænum.

Framkvæmd: Nýta skal lokanir á götum, t.d. göngugötunni og listagilinu vegna hverskonar menningarviðburða. Loka skal göngugötunni fyrir bílaumferð á sumrin.

Markmið: Draga úr loft- og hávaðamengun og efla mannlíf í miðbænum. 

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi

Staða: Í framkvæmd.

Síðast uppfært 19. febrúar 2024