Rafrænir reikningar

Akureyrarbær óskar eftir að birgjar sendi reikninga með rafrænum hætti, í gegnum skeytamiðlara á XML formi og er mælt með að reikningarnir séu gefnir út í kerfi sendanda. 

Ef birgjar eru ekki með bókhaldskerfi sem getur sent reikninga rafrænt er hægt senda Akureyrarbæ reikning í gegnum rafrænt form sem er aðgengilegt hér.

Mikilvægt er að lesa Leiðbeiningar fyrir notkun rafræns forms áður en hafist er handa.

Ekki er mælt með því að nota þessa móttökugátt nema um sé að ræða fáa reikninga á ári. Birgjar þurfa sjálfir að eiga afrit af innsendum reikningi hjá sér.

Frá og með 1. febrúar 2022 verður ekki tekið á móti PDF-reikningum í tölvupósti eða reikningum á pappír.

Form reikninga

Reikninga skal stíla á nafn Akureyrarbæjar og kennitölu (4101696229).

Einnig geta reikningar í ákveðnum tilfellum verið stílaðir á eftirfarandi kennitölur:

  • Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 7105012380
  • Hafnasamlag Norðurlands bs., kt. 6503712919
  • Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, kt. 4701992029

Á reikningum skal koma fram:

  • Lýsing á hinu selda og magn, einingarverð og heildarverð
  • Nafn sendanda og kennitala auk virðisaukaskattsnúmers sendanda (ef við á)
  • Útgáfudagur reiknings
  • Númer reiknings (í hlaupandi töluröð)
  • Hvaða deild/stofnun pantaði vöru/þjónustu eða samningsnúmer (númer kostnaðarstöðvar)
  • Gjalddagi og/eða eindagi
  • Nafn eða kennitala þess er pantaði vöruna (ef uppgefið af kaupanda)
  • Bankaupplýsingar
  • Aðrar viðeigandi upplýsingar eftir þörfum s.s. bílnúmer, fastanúmer eignar, símanúmer, verknúmer, main-manager númer o.s.frv.

Farið er fram á að viðbótarupplýsingar með reikningi, svo sem tíma- og verkskýrslur séu sendar sem viðhengi á pdf formi með rafrænum reikningum eða sem hlekkur í reikningnum.

Listi yfir deildir/stofnanir bæjarins

Æskilegt er að á reikningi komi fram svokallað númer kostnaðarstöðvar hjá Akureyrarbæ en hver stofnun eða deild hjá bænum hefur sérstakt númer í bókhaldskerfi bæjarins sem er kallað númer kostnaðarstöðvar. 

Sjá kostnaðarstöðvar

Deild/kostnaðarstöð Heiti
1020100 Skrifstofa velferðarsviðs/félagsleg ráðgjöf
1021100 Fjárhagsaðstoð
1023100 Barnavernd/tilsjónarmenn
1023550 Fjölskyldustuðningur
1024350 Þjónustumiðstöð aldraðra Salka/Birta
1025370 NPA Notendastýrð persónuleg þjónusta
1025380 Félagsleg liðveisla
1025520 Búsetuþjónusta Geislatúni
1025530 Búsetuþjónusta Borgargili og Klettatúni
1025550 Búsetuþjónusta við Kjarnagötu
1025580 Búsetuþjónusta Snægili og Kjalarsíðu
1025595 Búsetuþjónusta Klettaborg og Þrastarlundi
1025600 Búsetuþjónusta Hafnarstræti
1025610 Sérstakt úrræði f.fatlaða Sporatúni
1025630 Búsetuþjónusta Eiðsvallagötu
1025650 Skammtíma og skólavistun Þórunnarstræti 99
1025660 Búsetuþjónusta Hamratún, Skútagil, Valltún
1025670 Laut, athvarf f. fólk m/geðr.
1025910 Plastiðjan Bjarg Iðjulundur
1025950 Skógarlundur miðstöð hæfingar og virkni
1026500 Heimaþjónusta A
1026510 Heimaþjónusta B
1026520 Heimaþjónusta stoð
1040100 Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs
1041030 Sameiginlegur kostn.leikskóla
1041050 Kostnaður v. stuðn.barna
1041120 Leikskólinn Iðavöllur
1041130 Leikskólinn Lundarsel
1041150 Leikskólinn Hulduheimar
1041190 Leikskólinn Krógaból
1041210 Leikskólinn Kiðagil
1041220 Leikskólinn Naustatjörn
1041230 Leikskólinn Tröllaborgir
1041270 Leikskólinn Klappir
1041700 Dagvistun barna í heimahúsum (dagforeldrar)
1042030 Sameiginlegur kostn.grunnskóla
1042110 Brekkuskóli
1042120 Oddeyrarskóli
1042130 Glerárskóli
1042140 Lundarskóli
1042150 Síðuskóli
1042170 Giljaskóli
1042180 Hlíðarskóli
1042190 Hríseyjarskóli
1042210 Naustaskóli
1045110 Tónlistarskólinn á Akureyri
1052110 Amtsbókasafnið
1053110 Héraðsskjalasafnið
1053310 Iðnaðarsafn
1053410 Minjasafnið á Akureyri
1053420 Minjasafnið Holt og Hákarlasafnið Hrísey
1053510 Náttúrugripasafnið
1053810 Hús skáldsins
1053820 Laxdalshús, Gudmanssminde og Friðbjarnarhús
1054160 Ritun og útgáfa Sögu Akureyrar
1055120 Listasafnið á Akureyri
1055140 Listasumar
1056150 Menningarhús
1056210 Félagsheimilið Múli Grímsey
1057040 Hátíðahöld
1058500 Menningarsjóður
1060100 Skrifstofa íþr og tómst.ftr.
1061110 Rekstur leik og sparkvalla
1062630 Skátaheimili
1062700 Vinnuskóli
1063110 Húsið miðstöð ungs fólks
1063130 Félagsmiðstöðvar Akureyrar
1065110 Íþróttamiðstöð Glerárskóla
1065120 Íþróttahús Síðuskóla
1065130 Íþróttamiðstöð Giljaskóla
1065140 Íþróttahöllin
1065150 Íþróttahúsið Boginn
1065160 Félagssvæði Þórs
1065170 Íþróttahús Lundarskóla/KA
1065180 Félagssvæði KA
1065190 Íþróttahús Naustaskóla
1065510 Sundlaug Akureyrar
1065520 Íþróttamiðstöðin í Hrísey
1065530 Sundlaug Grímseyjar
1065900 Skautahús
1065920 Reiðhöll
1066110 Akureyrarvöllur
1066130 Golfvallarhús
1066140 Íþróttavöllur Hrísey
1066150 Siglingasvæði
1068120 Afreks og styrktarsjóður
1072110 Slökkvistöð
1081300 Svifryksmælar og förgun bifreiða
1082110 Sorphreinsun
1082130 Gámasvæði
1082300 Sorpeyðing
1082370 Moldarlosun
1085110 Meindýraeyðing og dýraeftirlit
1090100 Skipulagsdeild
1100100 Skrifstofa UMSA
1106110 Snjómokstur og hálkuvarnir
1112110 Lystigarður
1113110 Útivistarsvæði í Kjarna
1130300 Ýmis verkefni atvinnumál
1136110 Kynningarstarfsemi
1136190 Ýmsir ferðatengdir atburðir
1136500 Tjaldsvæði
1210110 Bæjarstjórn
1210120 Bæjarráð
1214210 Þjónustu- og skipulagssvið
1214220 Fjársýslusvið
1214230 Mannauðssvið
1214500 Ráðhús
1317010 Fasteignir
1331110 Áhaldahús (Umhverfismiðstöð)
1357010 Skrifstofa Eignasjóðs
1432500 Félagslegar íbúðir
1457010 SVA Skrifstofa og verkstæði
1477010 Skrifstofa Bifreiðastæðasjóðs
1487010 Hlíðarfjall
1497010 Hafnasamlag Norðurlands
1811000 Rekstur Heilbrigðiseftirlits
1977010 Skrifstofa Vetraríþróttamiðstöðvar

Tæknilegar kröfur

Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi. Ekki verður tekið á móti pdf reikningum í tölvupósti eða reikningum á pappír. Reikningarnir þurfa að uppfylla tækniforskrift frá Staðlaráði, staðal TS-236, sjá heimasíðu Staðlaráðs Íslands. Akureyrarbær tekur enn á móti reikningum á eldri staðli en hann úreldist væntanlega fljótlega.

Greiðsla reikninga

Akureyrarbær óskar eftir að fá að greiða reikninga með millifærslum og minnka þannig notkun greiðsluseðla. Ef birgjar eru að nota greiðsluseðla til stýringar á greiðslum er það þó heimilt en þá verður að koma fram greiðsluseðlarönd á reikningnum. Birgjar geta fengið tölvupóst þegar reikningur er greiddur hjá Akureyrarbæ með sundurliðun greiðslu með því að gefa upp netfang sitt hjá Akureyrarbæ.

Fyrirspurnir varðandi rafræna reikninga hjá Akureyrarbæ skal senda á netfangið: rafraenir.reikningar@akureyri.is 

Síðast uppfært 01. nóvember 2023