Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 17. september 2019 

1. 2019090149 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 - árshlutauppgjör
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. september 2019:
Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar-júní 2019.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar-júní 2019 til umræðu í bæjarstjórn.

2. 2018050147 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. september 2019:
Lagður fram viðauki 6.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6, rekstrarútgjöld samtals að upphæð 95,2 milljónir króna, með 5 samhljóða atkvæðum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3. 2017120072 - Í skugga valdsins #metoo
Þann 12. desember 2017 samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar, í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu, að fela bæjarráði að skipa starfshóp sem hefði það verkefni að útbúa viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Áætlun skyldi unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Starfshópurinn fékk einnig það verkefni að yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.
Eva Hrund Einarsdóttir gerir grein fyrir störfum hópsins.

4. 2009090017 - Siðareglur kjörinna fulltrúa
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. ágúst 2019:
Kynnt tillaga að breytingum á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og tillaga að samskiptareglum fyrir kjörna fulltrúa.
Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar siðareglum og samskiptareglum til umræðu í bæjarstjórn 3. september nk.

5. 2009090017 - Samskiptasáttmáli kjörinna fulltrúa
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. ágúst 2019:
Kynnt tillaga að breytingum á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og tillaga að samskiptareglum fyrir kjörna fulltrúa.
Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar siðareglum og samskiptareglum til umræðu í bæjarstjórn 3. september nk.

6. 2019080252 - Hagsmunaskráning bæjarfulltrúa - reglur 2019
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. ágúst 2019:
Lögð fram tillaga starfshóps að reglum um skráningu bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum.
Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn 3. september nk.

7. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 6. og 12. september 2019
Bæjarráð 5. og 12. september 2019
Frístundaráð 11. september 2019
Fræðsluráð 2. september 2019
Skipulagsráð 11. september 2019
Stjórn Akureyrarstofu 12. september 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 30. ágúst og 6. september 2019
Velferðarráð 4. september 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 13. september 2019