Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 21. ágúst 2018

1. 2009090017 - Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
Umræða um Siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað.
Í 29. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir:
"Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu."

2. 2018070458 - Öldrunarheimili Akureyrar - framtíðaruppbygging
Rætt um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar og tengsl hennar við aðra þjónustu við aldraða íbúa.

3. 2018050195 - Hafnarstræti 73 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. ágúst 2018:
Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var samþykkt að heimila eiganda Hafnarstrætis 73 að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn um hækkun núverandi húss um eina hæð. Er tillaga Landslags ehf. um breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram og felst hún í að skilmálum verði breytt á þann veg að heimilt verði að bæta hæð ofan á núverandi hús, að vegghæð verði allt að 11 m í stað 8,4 m og mænishæð 13,2 m í stað 10,6 m. Byggingarmagn eykst úr 568 fm í 780 fm og nýtingarhlutfall verður 1,30 í stað 0,95.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. 2018060455 - Málefnasamningur um meirihlutasamstarf kjörtímabilið 2018-2022
Umræða um málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar að ósk Gunnars Gíslasonar D-lista með hliðsjón af bókun minnihlutans á síðasta fundi bæjarstjórnar þar sem óskað var eftir skriflegum svörum meirihlutans við spurningum sem minnihluti bæjarstjórnar lagði fram á fundinum.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5., 13. og 23. júlí, 1., 9. og 16. ágúst 2018
Bæjarráð 28. júní, 5. og 19. júlí, 2. og 9. ágúst 2018
Frístundaráð 27. júní og 15. ágúst 2018
Fræðsluráð 18. júní og 2. ágúst 2018
Skipulagsráð 27. júní, 11. og 25. júlí og 15. ágúst 2018
Stjórn Akureyrarstofu 25. júní, 7. og 16. ágúst 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 26. júní, 6. og 10. júlí 2018
Velferðarráð 8. ágúst 2018
Öldungaráð 7. ágúst 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 18. ágúst 2018