Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 12. júní 2018

1. 2018020099 - Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018
Lögð fram greinargerð kjörstjórnar Akureyrar dagsett 31. maí vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí sl.

2. 2018060031 - Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs 2018-2019
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

3. 2018060035 - Kosning bæjarráðs til eins árs 2018-2019
Kosning í bæjarráð - 5 aðalfulltrúar í bæjarstjórn og 5 til vara.

4. 2018060032 - Kosning nefnda 2018-2022
Kosning fastanefnda til fjögurra ára.
1. Frístundaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
2. Fræðsluráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
3. Kjörstjórn - 3 aðalmenn og 3 til vara.
4. Skipulagsráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
5. Stjórn Akureyrarstofu - 5 aðalmenn og 5 til vara.
6. Umhverfis- og mannvirkjaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
7. Velferðarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.

5. 2018060032 - Kosning nefnda 2018-2022
1. Tilnefningar þingfulltrúa hjá samtökum sveitarstjórna og í stjórnir:
1. Almannavarnanefnd Eyjafjarðar - 2 aðalmenn og 2 til vara.
2. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - 2 aðalmenn og 1 til vara - kosið árlega fyrir aðalfund.
3. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar - 4 aðalmenn og 4 til vara.
4. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands - 1 aðalmaður og 1 til vara.
5. Hafnasamlag Norðurlands - 5 aðalmenn og 5 til vara.
6. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra - 2 aðalmenn og 2 til vara.
7. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 5 þingfulltrúar og 5 til vara.
8. Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - 9 aðalmenn og 9 til vara.
9. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1 aðalmaður og 1 til vara.
10. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarkaupstaðar - 2 aðalmenn úr hópi bæjarfulltrúa og 2 til vara, auk bæjarstjóra sem er formaður skv. samþykktum sjóðsins.

6. 2018060037 - Prókúruumboð 2018-2022
Lögð fram tillaga um prókúruumboð.
Með vísan í 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar bæjarstjórn bæjarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Akureyrarbæjar prókúruumboð:
bæjarlögmanni, Ingu Þöll Þórgnýsdóttur, kt. 051061-5199 og fjármálastjóra, Dan Jens Brynjarssyni, kt. 170160-5849.
Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.

7. 2018050202 - Sjafnargata - lóð fyrir dælustöð
6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 30. maí 2018:
Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Gunnur Ýr Stefánsdóttir fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðurhorn Sjafnargötu. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem staðfest var 15. maí 2018. Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á deiliskipulagi og varðar eingöngu Akureyrarkaupstað og umsækjanda.
Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

8. 2017050158 - Bæjarstjórn áætlun um fundi - fundarstaður
Lögð fram tillaga um að fundir bæjarstjórnar verði haldnir í Hömrum í Hofi út árið 2018, að minnsta kosti, og að bæjarlögmanni verði falið að undirbúa viðeigandi breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar vegna þessa.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 9. og 17. maí 2018
Bæjarráð 17. maí 2018
Fræðsluráð 7. maí 2018
Skipulagsráð 18. maí 2018
Stjórn Akureyrarstofu 16. maí 2018
Velferðarráð 16. maí 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar hér: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 08. júní 2018