Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16:00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14:00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 16. júní 2020 

1. 2019020276 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. júní 2020:
Lagður fram viðauki 9.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2. 2015030191 - Hvannavallareitur - deiliskipulag
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júní 2020:
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgata 36. Málið var áður á dagskrá ráðsins 13. og 27. maí 2020.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. 2020060187 - Norðurvegur 6-8 í Hrísey, breyting á aðalskipulagi
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júní 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til lóðarinnar Norðurvegur 6-8 í Hrísey til samræmis við afgreiðslu skipulagsráðs þann 26. febrúar 2020. Í breytingunni felst að landnotkun lóðarinnar verður íbúðarsvæði í stað samfélagsþjónustu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

4. 2019040494 - Vefstefna Akureyrarbæjar 2020-2022
Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. júní 2020:
Lögð fram að nýju drög að vefstefnu sem samþykkt voru í bæjarráði 30. janúar sl. Drögin voru þá send til umsagnar í fastanefndum. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð samþykkir vefstefnuna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

5. 2020040071 - Forsetakosningar 27. júní 2020 - starfsfólk í kjördeildum
Lagður fram listi frá kjörstjórn Akureyrarbæjar með nöfnum 36 aðalmanna og 36 varamanna vegna starfa í kjördeildum við forsetakosningar þann 27. júní nk.

6. 2020040071 - Forsetakosningar 27. júní 2020 - afgreiðsla athugasemda við kjörskrá
Lagt er til að bæjarlögmanni verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.

7. 2020010338 - Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2020 - fræðsluráð
Starfsáætlun og stefnuumræða fræðsluráðs.
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður ráðsins kynnir áætlunina.

8. 2020060366 - Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2020
Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar 2020:
Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 751/2019 samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2020 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

9. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5. júní 2020

Bæjarráð 4. og 11. júní 2020

Frístundaráð 10. júní 2020

Fræðsluráð 29. maí 2020

Skipulagsráð 10. júní 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir 

 

Síðast uppfært 12. júní 2020