Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. desember 2019

1. 2018050147 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2019:
Lagður fram viðauki 10.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2. 2019110419 - Reglur um notkun á merki Akureyrarbæjar
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2019:
Lögð fram drög að reglum um notkun á merki Akureyrarbæjar.
Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3. 2018100303 - Hönnunarstaðall Akureyrarbæjar
Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2019:
Lögð fram tillaga að hönnunarstaðli Akureyrarbæjar.
Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu að hönnunarstaðli með 5 samhljóða atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

4. 2019110515 - Svifryk og hálkuvarnir
Rætt um svifryk og hálkuvarnir á Akureyri.
Málshefjandi er Andri Teitsson.

5. 2011030133 - Ungmennaráð - starfsemi
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir ungmennaráð sem afgreidd voru í frístundaráði 6. nóvember sl. og samþykkt með breytingum í bæjarráði 21. nóvember sl.

6. 2019110517 - Norðurorka hf. - starfsemi og framkvæmdaáætlun
Rætt um starfsemi og framkvæmdaáætlun Norðurorku hf.
Framsögu hefur Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður stjórnar Norðurorku hf.

7. 2019110519 - Hafnasamlag Norðurlands bs. - starfsemi og framkvæmdaáætlun
Rætt um starfsemi og framkvæmdaáætlun Hafnasamlags Norðurlands bs.
Framsögu hefur Þorsteinn Hlynur Jónsson formaður stjórnar HN.

8. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 21. og 28. nóvember 2019
Bæjarráð 21. og 28. nóvember 2019
Frístundaráð 20. nóvember 2019
Fræðsluráð 18. nóvember 2019
Kjarasamninganefnd 14. nóvember 2019
Skipulagsráð 27. nóvember 2019
Stjórn Akureyrarstofu 21. nóvember 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 15. nóvember 2019
Velferðarráð 20. nóvember 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 29. nóvember 2019