Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 11. desember 2018 

1. 2018050147 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - gjaldskrár
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2019.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár 2019 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. 2018120002 - Álagning gjalda - útsvar 2019
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:
Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2019 í Akureyrarkaupstað.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði 14,52%, fyrir árið 2019 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3. 2018120005 - Álagning gjalda - fasteignagjöld 2019
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2019.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4. 2018120005 - Álagning gjalda - fasteignagjöld 2019 - reglur um afslátt
Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5. 2018050147 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

6. 2017040095 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki
Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:
Lagður fram viðauki 16.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 31.818.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

7. 2017110400 - Aðgerðaráætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum
Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. desember 2018:
Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt í velferðarráði 6. júní 2018.
Tekin fyrir að nýju til samþykktar af nýju velferðarráði.
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir aðgerðaráætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarstjórnar.

8. 2018120057 - Uppbygging flugvallakerfisins á Íslandi og efling innanlandsflugs
Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
Skýrslan er aðgengileg á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=33713415-f7dc-11e8-942f-005056bc530c
Málshefjendur eru Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

9. 2018120024 - Snjómokstur í bæjarlandinu
Umræða um fyrirkomulag og forgangsröðun snjómoksturs í bæjarlandinu og á þjóðvegi 1.

10. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 6. desember 2018
Fræðsluráð 3. desember 2018
Stjórn Akureyrarstofu 29. nóvember 2018
Velferðarráð 5. desember 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 07. desember 2018