Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Bæjarstjórn - 3429. fundur - Fundarboð

20. febrúar 2018 kl. 16:00 –
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 

1. 2017050158 - Bæjarstjórn áætlun um fundi 2018
Lögð fram tillaga um breytingu á áætlun um fundi bæjarstjórnar á árinu 2018.
Breytingin felst í því að áætlaður fundur bæjarstjórnar þriðjudaginn 19. júní er færður fram til þriðjudagsins 12. júní og bætt er við fundi þriðjudaginn 26. júní.

2. 2017110379 - Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi
8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. febrúar 2018:
Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Breytt erindi var lagt fram í skipulagsráði 10. janúar 2018. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsráð leggur áherslu á að í deiliskipulaginu skuli vera ákvæði um að almennt skuli vera fullt aðgengi að bryggjunni. Lokunum skal beitt í undantekningatilfellum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward Hákon Huibens V-lista óskar bókað:
Eðlilegt væri að meta umhverfisáhrif af fyrirhugaðri hafnarframkvæmd. Ekki er það síst til að meta umfang loftmengunar af skemmtiferðaskipum sem fyrirhugað er að nýti viðlegukantinn. Helst verða það minni skip (svo kölluð könnuðarskip) sem vill svo til að eru jafnan meðal þeirra elstu sem sækja Ísland heim. Vegna aldurs og stærðar eru sístar líkur á mengunarvörnum um borð og mengun þannig hlutfallslega verst frá þessum skipum. Erlendis eru staðfestar mælingar á t.d. nituroxíð (NOx) yfir heilsuverndarmörkum í útblæstri skipa og engin ástæða til að ætla að málum sé öðruvísi farið hér við land. Svo kölluð könnuðarskip eru einnig líkleg til að dveljast lengur í höfn, jafnvel eina til tvær nætur og því staðbundin mengun enn meiri. Þetta verður að teljast sérstakt áhyggjuefni vegna nálægðar byggðar við Austurbrú og vegna fyrirhugaðrar byggðar á Skipagötureit. Þessu verður að gera ítarlega grein fyrir og þá samhliða hvaða mótvægisaðgerða skal grípa til, s.s. viðvarandi mælinga og rafmagnstengingar við land. Auk þessa þarf að gera vandlega grein fyrir hvernig móttöku úrgangs verður háttað á þessum viðlegukanti.

3. 2018010429 - Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - dælustöð við Sjafnargötu
11. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. febrúar 2018:
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 til að gert verði ráð fyrir dælustöð fráveitu sem mun þjónusta athafnasvæðið við Sjafnargötu.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði afgreidd sem óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Fyrir liggur að afgreiða Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 á sama hátt í samræmi við innkomna athugasemd og tillögu að svari við henni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.

4. 2017110123 - Álagning gjalda - fasteignagjöld 2018 - endurskoðun á reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega
1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. febrúar 2018:
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 8. febrúar sl. en þá frestaði bæjarráð afgreiðslu.
Lögð var fram tillaga að endurskoðuðum reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5. 2018020301 - Umhverfismál - samgöngusamningar
Bæjarfulltrúi Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar eftir umræðu um umhverfismál - samgöngusamningar.

6. 2015110092 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030
1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. febrúar 2018:
Athugasemdir og svör við aulýstri tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 tekin fyrir að nýju þar sem auka þarf við svör við athugasemdum Isavia. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svari.
Skipulagsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að breyttu svari við athugasemd Isavia og vísar samantekt athugasemda og svörum við þeim þannig breyttum til bæjarstjórnar.
Akureyrarbær gerir þann fyrirvara að samið verði við Isavia um kostnaðarskiptingu vegna breytinga á göngu- og reiðleið áður en til framkvæmda kemur.

7. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 1., 8. og 15. febrúar 2018

Bæjarráð 8. og 15. febrúar 2018

Frístundaráð 1. og 15. febrúar 2018

Fræðsluráð 6. febrúar 2018

Skipulagsráð 7. og 14. febrúar 2018

Stjórn Akureyrarstofu 8. febrúar 2018

Umhverfis- og mannvirkjaráð 2. febrúar 2018

Velferðarráð 24. janúar og 7. febrúar 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /Stjórnkerfið / Fundargerðir

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 16. febrúar 2018