Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00.  Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér. 

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. október sem haldinn verður í íþróttahúsinu í Hrísey:


Almenn mál

1. 2024040694 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Þá sat bæjarfulltrúinn Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

2. 2024100096 - Þórssvæði - Umsókn um skipulag

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:
Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Arnþór Tryggvason fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði Þórs.
Breytingin felur í sér að gert sé ráð fyrir upphituðum gervigrasvelli með 23 metra háum ljósamöstrum auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur fyrir stúku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þórssvæðis, með þeim fyrirvara að bætt verði við stíg austan við stúkuna skv. gildandi stígaskipulagi, og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

3. 2021110358 - Tónatröð 2-14 - breyting á deiliskipulagi Spítalavegar

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:
Liður 8 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 1. október 2024:
Rætt um stöðu breytinga á deiliskipulagi Spítalavegar. Bæjarstjórn samþykkti 7. febrúar 2023 að kynna drög að deiliskipulagi og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags.
Málshefjandi er Sunna Hlin Jóhannesdóttir og lagði fram svofellda tillögu:
Bæjarstjórn dregur til baka ákvörðun sína frá 7. febrúar 2023 þar sem samþykkt var að kynna drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags við Spítalaveg.
Til máls tók Andri Teitsson og lagði fram svofellda tillögu f.h. meirihluta bæjarstjórnar:
Í ljósi þess hversu langur tími er liðinn frá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að vinna að breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð án árangurs, felur bæjarstjórn bæjarráði að fara yfir fjárhagshliðina á verkefninu og taka ákvörðun um framhaldið.
Þá tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur var borin upp til atkvæða. Þrír greiða atkvæði með tillögunni. Heimir Örn Árnason D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Andri Teitsson L-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Inga Dís Sigurðardóttir M-lista greiða atkvæði gegn tillögunnni. Tillagan felld.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var borin upp til atkvæða. Sex greiða atkvæði með tillögunni. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sitja hjá.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð telur að þar sem ekki liggur fyrir samkomulag um fjárhagshlið verkefnisins, að þá þurfi bæjarstjórn að taka ákvörðun um hvort að halda eigi áfram með breytingu á skipulagi svæðisins.

 

4. 2022090355 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Liður 2 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. október 2024:
Í mars 2023 var samþykkt að hefja vinnu við minniháttar endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Eru nú lögð fram drög að skipulagslýsingu þar sem farið er yfir þau atriði sem fyrirhugað er að breyta.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi. Leggur ráðið til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og hún kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er miðað við að helstu atriði lýsingarinnar verði kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn verður í Hofi þann 31. október nk.

 

5. 2024081518 - Þursaholt 2-12 breyting á deiliskipulagi

Liður 3 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. október 2024:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem nær til lóðarinnar Þursaholts 2-12. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir og á annarri þeirra, Þursaholti 2, er gert ráð fyrir 6000 fm hjúkrunarheimili á allt að 4 hæðum. Á hinni lóðinni verði gert ráð fyrir uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk, 60 ára og eldri auk heimildar til uppbyggingar á þjónustustarfsemi. Er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilið geti tengst þjónustuhlutanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum, og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

 

6. 2024090752 - Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:
Lagður fram þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um rekstur almenningsbókasafns. Markmið samningsins er að veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps aðgengi að safnkosti og þjónustu Amtsbókasafns gegn greiðslu sem nemur kr. 6.017.303 á ársgrundvelli samkvæmt samningnum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

7. 2024100774 - Gjaldskrá Hlíðarfjalls 2025

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:
Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum.

 

8. 2024100612 - Alþingiskosningar 2024 - utankjörfundur

Tekið fyrir erindi dagsett 17. október 2024 frá Svavari Pálssyni sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna alþingiskosninga.
Samkvæmt 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021 er atkvæðagreiðsla utan kjörfundar heimil í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skuli sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra til að annast atkvæðagreiðslu. Hefð er fyrir atkvæðagreiðslu á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey og í Grímsey hjá sérstökum kjörstjóra.

 

9. 2024100977 - Hrísey - helstu verkefni

Rætt um helstu verkefni Akureyrarbæjar í Hrísey.

 

10. 2023010626 - Skýrsla bæjarstjóra

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 17. október 2024
Bæjarráð 17. og 24. október 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 9. október 2024
Skipulagsráð 23. október 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 15. október 2024
Velferðarráð 23. október 2024

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 25. október 2024