Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. febrúar 2020

1. 2017120021 - Gatnagerðargjöld - endurskoðun
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2020:
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. febrúar 2020 um breytingu á gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda. Í breytingunni felst að bætt er við lið f., um að ekkert gatnagerðargjald greiðist vegna léttra, óeinangraðra skýla í lokunarflokki B.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda verði breytt til samræmis við meðfylgjandi minnisblað.

2. 2020020132 - Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar, íbúðarhúsalóð
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felst í að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en fyrirhugað er að rífa það hús. Á lóðinni verður heimilt að byggja allt að fjögur lítil einbýlishús sem geta verið á bilinu 25-60 m² að stærð. Stækka skipulagsmörk deiliskipulagsins til samræmis við afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin, með smávægilegum lagfæringum, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3. 2019080549 - Skammtímavistun reglur 2019-2020
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. febrúar 2020:
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. febrúar 2020:
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um skammtímaþjónustu fyrir fötluð börn. Málið var áður á dagskrá 2. október sl.
Velferðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar drögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4. 2020010338 - Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2020
Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfis- og mannvirkjaráðs. Andri Teitsson formaður ráðsins kynnir áætlunina.

5. 2020010348 - Grænbók um fjárveitingar til háskóla
Rætt um Grænbók um fjárveitingar til háskóla. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 23. janúar 2020 og sendi bæjarstjóri inn umsögn Akureyrarbæjar þann 7. febrúar 2020:

Grænbók um fjárveitingar til háskóla er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í grænbókinni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu.
Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eyjólfi fyrir heimsóknina og gagnlegar umræður. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna grænbókarinnar.

6. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 31. janúar, 6. og 13. febrúar 2020
Bæjarráð 6. og 13. febrúar 2020
Frístundaráð 5. febrúar 2020
Fræðsluráð 3. febrúar 2020
Skipulagsráð 12. febrúar 2020
Stjórn Akureyrarstofu 6. febrúar 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. febrúar 2020
Velferðarráð 5. febrúar 2020

 

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 14. febrúar 2020