Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00.  Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér. 

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 20. september 2022


1. 2022090397 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. september 2022:
Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2022. 
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristjana Hreiðarsdóttir aðalbókari sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Gunnar Líndal Sigurðsson sat fundinn undir þessum lið og þá var Hulda Elma Eysteinsdóttir í fjarfundi. Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

2. 2021030524 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. september 2022:
Lagður fram viðauki 6.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið. Bæjarráð samþykkir viðauka 6 upp á kr. 8.000.000 vegna framkvæmda við ljósleiðara til Hríseyjar og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3. 2021041151 - Hafnarstræti 16 - aðalskipulagsbreyting
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:
Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna. Tillagan var kynnt samhliða kynningu á breytingu á deiliskipulagi Innbæjar. Ellefu athugasemdir bárust við sameiginlega kynningu og eru þær lagðar fram undir fundarlið nr. 6 ásamt umsögnum frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

4. 2022061609 - Hafnarstræti 16 - breyting á deiliskipulagi
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:
Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna Hafnarstrætis 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðarkjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á leiksvæði. Ellefu athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjarí október áður en auglýsingatíma lýkur.

5. 2022090301 - Austursíða 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:
Erindi dagsett 7. september 2022 þar sem Baldur Óli Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Austursíðu. Breytingin felst í eftirfarandi:
1) lóðinni verði skipt í þrjár lóðir. Ný lóð við gatnamót Síðubrautar og Austursíðu fái staðfangið Austursíða 4 og ný lóð við gatnamót Síðubrautar og Hörgárbrautar fái staðfangið Austursíða 6.
2) skilgreindur verði nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús á einni hæð á lóð Austursíðu 4.
3) skilgreindur verði nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús á einni hæð við Austursíðu 6.
4) gerð verði ný aðkoma frá Síðubraut.
5) byggingarreitur á lóð Austursíðu 2 verði þrengdur um 11 m.
6) vestari innkeyrsla frá Austursíðu verði sameiginleg öllum þremur lóðunum.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að vinstri beygjur inn á lóðina frá Síðubraut verði ekki heimilar heldur eingöngu hægri beygjur inn og út af lóðinni. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. 2021120247 - Gjaldskrár Akureyrarbæjar
Umræða um gjaldskrár Akureyrarbæjar í tengslum við fjárhagsáætlun ársins 2023. Málshefjandi er Hilda Jana Gísladóttir.

7. 2022090487 - Samgöngumál 2022
Umræður um samgöngumál. Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

8. 2022010392 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 1., 8. og 15. september 2022
Bæjarráð 15. september 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 5. september 2022
Skipulagsráð 14. september 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 6. september 2022 

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar:
https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 19. september 2022