Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00.  Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér. 

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 19. september:

1. 2023090488 - Sameining framhaldsskóla á Akureyri

Rætt um fyrirhugaða sameiningu framhaldsskólanna á Akureyri.

 

2. 2022042596 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. september 2023:
Lagður fram viðauki 5.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinna fjárheimilda við framkvæmdir í Glerárskóla, 30 m.kr., og vegna aukins viðhalds félagslegra íbúða, 50 m.kr.

 

3. 2023090474 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 - árshlutauppgjör

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. september 2023:
Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2023.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

 

4. 2023030991 - Akureyrarflugvöllur - umsókn um endurskoðun deiliskipulags

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. september 2023:
Lögð fram tillaga Gísla Jóns Kristinssonar arkitekts f.h. Isavia ohf. að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar. Tillagan felur í sér breytingu á Aðalskipulagi 2018-2030 þar sem hún gerir ráð fyrir að lóð við Drottningarbraut sem skilgreind er sem lóð fyrir slökkvistöð verði felld út. Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð telur mikilvægt að lóð fyrir slökkvistöð verði fundinn staður í vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030. Ráðið óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið láti gera staðarvalsgreiningu á framtíðarstaðsetningu slíkrar lóðar.

 

5. 2021110081 - Dalvíkurlína 2 - aðalskipulagsbreyting

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. september 2023:
Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 lauk þann 12. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Norðurorku og Hörgársveit.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6. 2022110167 - Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra samþykkti drög að samþykktinni á fundi sínum 3. maí sl. og umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar þann 6. júní sl. Fyrri umræða var í bæjarstjórn 20. júní sl. og var málinu þá vísað til síðari umræðu.

 

7. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Lögð fram tillaga Hildu Jönu Gísladóttur (S) um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Hilda Jana verði aðalmaður í stað Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

 

8. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur (V) um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Jana Salóme verði áheyrnarfulltrúi í stað Sindra Kristjánssonar.

 

9. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepdóttur (V) um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði. Sóley Björk Stefánsdóttir verði varamaður í stað Sindra Kristjánssonar.

 

10. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Lögð fram tillaga Hildu Jönu Gísladóttur (S) um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði. Sindri Kristjánsson verði áheyrnarfulltrúi í stað Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.

 

11. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur (V) um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Ólafur Kjartansson verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Unnars Jónssonar.

 

12. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

 

Lögð fram tillaga Hildu Jönu Gísladóttur (S) um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Unnar Jónsson verði varamaður í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

 

13. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur (V) um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði. Sif Jóhannesar Ástudóttir verði aðalmaður í stað Hildu Jönu Gísladóttur.

 

14. 2022030877 - Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Lögð fram tillaga Hildu Jönu Gísladóttur (S) um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði. Jóhann Jónsson verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Ingu Elísabetar Vésteinsdóttur.

 

15 .2023010626 - Skýrsla bæjarstjóra

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 7. og 14. september 2023
Bæjarráð 7. og 14. september 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 12. september 2023
Skipulagsráð 13. september 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 5. september 2023
Velferðarráð 13. september 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 15. september 2023