Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16:00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14:00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 20. október 2020 - ATH. að þessi fundur er fjarfundur og því ekki hægt að fylgjast með honum í Hofi. 

1. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - barnaverndarnefnd
Lögð fram tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:
Inga Elísabet Vésteinsdóttir, kt. 141183-3709, verði varafulltrúi í stað Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.

2. 2019020276 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. október 2020:
Lagður fram viðauki 15.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3. 2020100139 - Sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun á reglum 2020
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. október 2020:
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 7. október 2020:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning með fimm samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4. 2020100143 - Reglur Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021
Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 7. október 2020:
Lögð fram drög að reglum Akureyrarbæjar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn frá tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarstjórnar.

5. 2020070390 - Nefndalaun - breytingar á reglum 2020
Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. október 2020:
Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Í breytingunni felst að frá 1. janúar til 31. desember 2021 gildir ákvæði um tengingu við launavísitölu ekki. Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna lækka um 5% 1. janúar 2021 og taka ekki öðrum breytingum til loka árs 2021.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. 2020090540 - Breiðholtshverfi - fyrirspurn um byggingu hringgerðis
Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagettri 23. september 2020:
Lögð fram fyrirspurn Hestamannafélagsins Léttis dagsett 17. september 2020 um byggingu á yfirbyggðu hringgerði í Breiðholtshverfinu. Er gert ráð fyrir að gerðið geti verið allt að 18 metrar í þvermál og eru settir fram þrír möguleikar á staðsetningu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á svæði a eða b. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að auglýsa breytinguna þegar fullnægjandi skipulagsuppdráttur hefur borist.

7. 2020090736 - Tjaldsvæðissreitur - breyting á aðalskipulagi
Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. október 2020:
Lögð fram tillaga að lýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Svæðið er í dag að hluta skilgreint sem íbúðarsvæði (þéttingarreitur), samfélagsþjónusta (S12) og verslun og þjónusta (VÞ7 og VÞ8). Er í breytingunni gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði með blandaðri landnotkun samfélagsþjónustu, verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er meðal annars gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð heilsugæsla.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

8. 2020100222 - Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. október 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18 til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Holtahverfis norður sem er í vinnslu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Þá liggur fyrir að efni breytingarinnar hefur þegar verið vel kynnt í tengslum við kynningu á deiliskipulagi Holtahverfis norður sem nú er í vinnslu.

9. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 2., 9. og 15. október 2020
Bæjarráð 8. og 15. október 2020
Frístundaráð 14. október 2020
Fræðsluráð 5. október 2020
Skipulagsráð 14. október 2020
Stjórn Akureyrarstofu 1. október 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 2. október 2020
Velferðarráð 7. október 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 17. október 2020