Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16:00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14:00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 16. mars 2021  

1. 2020030426 - Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. neyðarstigs almannavarna
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur framlengt tímabundna heimild sveitarstjórna til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjarfundi vegna COVID-19. Fyrri heimild gilti til 10. mars 2021. Framlengd heimild gildir til aprílloka 2021.
Auglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f84d5cd0-030b-4397-86e7-4754c5e6fae3

2. 2019090318 - Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021:
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemda og umsagna.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna. Í þessum breytingum felst að hámarkshæð húsa lækkar úr 25 m.y.s. í 20 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, allt eftir útfærslu. Jafnframt eru sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum, næst Gránufélagshúsunum, megi að hámarki vera 4 hæðir. Jafnframt að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað enn og aftur að ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi. Margfalt fleiri ástæður mæli með því að aðalskipulag sé látið óhreyft en þær fáu misgóðu ástæður sem mæla með breytingu.

3. 2021030345 - Samþykkt um skilti og auglýsingar - tillaga að breytingu
Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021:
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um skilti og auglýsingar til samræmis við bókun skipulagsráðs á fundi 24. febrúar 2021 í máli 2021020858. Í breytingunni felst að bætt er við ákvæði um að skilti og auglýsingar á hliðum biðskýla fyrir almenningssamgöngur séu undanþegin samþykktinni.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir tillögu að breytingu á samþykktinni og vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

4. 2021011839 - Starfsáætlanir ráða 2021 – stjórn Akureyrarstofu
Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2021 kynnt og rædd.
Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu kynnir áætlunina.

5. 2021010534 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 3. og 11. mars 2021
Bæjarráð 4. og 11. mars 2021
Fræðsluráð 1. mars 2021
Skipulagsráð 10. mars 2021
Stjórn Akureyrarstofu 25. febrúar og 4. mars 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 26. febrúar 2021
Velferðarráð 3. mars 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 12. mars 2021