Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Bæjarstjórn  - Fundarboð - 3417

3417.fundur

20. júní 2017  kl. 16:00 –

Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 

1.

2017050115 - Drottningarbrautarstígur - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

 

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14.júní 2017:
Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd. Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dagsetta 5. júní 2017 unna af Árna Ólafssyni. Tillagan var send til umsagnar Eyjafjarðarsveitar, þar sem stígurinn nær að sveitafélagamörkum og umsögnin liggur fyrir. Tómas Björn Hauksson umhverfis- og mannvirkjssviði mætti á fundinn og ræddi tillöguna.
Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir komuna og leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.

     

2.

2017050026 - Davíðshagi 2 og 4, Kjarnagata 51 og 53 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

 

7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. júní 2017:
Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi þannig að bílakjallari færist frá húsum 2 og 4 við Davíðshaga og húsum 51 og 53 við Kjarnagötu og yrðu staðsettir miðsvæðis á lóðinni. Leiksvæði og aðstöðuskýli yrði þá staðsett ofan á bílakjallara. Gert er ráð fyrir 60 bílastæðum í bílakjallaranum. Einnig er óskað eftir að hæðir húsa nr. 51 og 53 við Kjarnagötu verði lækkaður um 30 cm. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. maí 2017. Tillagan er dagsett 31. maí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Einnig barst erindi þar sem óskað var eftir fleiri breytingum en komu fram í fyrra erindi. Óskað er eftir breytingu á afmörkun sérafnotahluta fyrir hús á lóðinni, sameiginlegt leiksvæði verði staðsett ofan á þaki bílakjallarans, breytingar á innkeyrslum í bílakjallara og lækkun á lágmarkslofthæð í bílakjallara.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingar sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

     

3.

2015120211 - Gjafasjóður ÖA - samþykktir og gögn vegna umsóknar um endurgreiðslu vsk

 

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. júní 2017:
Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram tillögu að breytingum á samþykktum Gjafasjóðs ÖA í samræmi við afgreiðslu á 12. lið velferðarráðs á fundi þann 24. maí sl. Markmið breytinga á reglum sjóðsins er að rjúfa fjárhagsleg tengsl gefanda og þiggjanda eins og bent hefur verið á.
Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

     

4.

2017060107 - Miðbæjarskipulag og Glerárgata

 

Gunnar Gíslason D-lista óskar eftir umræðu um málefni Glerárgötunnar og miðbæjarskipulagsins.

     

5.

2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra

 

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 9. og 15. júní 2017
Frístundaráð 8. og 14. júní 2017
Fræðsluráð 18. maí og 12. júní 2017
Kjarasamninganefnd 8. júní 2017
Skipulagsráð 14. júní 2017
Stjórn Akureyrarstofu 13. júní 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 2. og 16. júní 2017
Velferðarráð 7. júní 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

 

 

 

 

Áætlun um næstu fundir bæjarstjórnar á árinu 2017: 

 

Júlí  og ágúst      sumarleyfi bæjarstjórnar

5. september

19. september

3. október

17. október

7. nóvember

21. nóvember

5. desember

19. desember

 
Síðast uppfært 16. júní 2017
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?