Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00.  Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér. 

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 20. febrúar:

Almenn mál

1. 2024020161 - Breytingar í nefndum - umhverfis- og mannvirkjaráð

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Ólafur Kjartansson verði áheyrnarfulltrúi í stað Jönu Salóme.

 

2. 2024020162 - Breytingar í nefndum - umhverfis- og mannvirkjaráð

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Hermann Ingi Arason verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Ólafs Kjartanssonar.

 

3. 2023020943 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. febrúar 2024:
Lagður fram viðauki 1.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð 319,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er annars vegar til kominn vegna kjarasamninga og ákvæða um breytingar á launakjörum sem tóku gildi undir lok árs 2023 en lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs og hins vegar vegna uppkaupa eigna vegna skipulagsmála.

 

4. 2023121003 - Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:
Lögð fram til samþykktar Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar og Maron Pétursson aðstoðarslökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027 og vísar henni til bæjarstjórnar.

 

5. 2023030991 - Akureyrarflugvöllur - umsókn um endurskoðun deiliskipulags

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:
Auglýsingu tillögu að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar lauk þann 20. nóvember sl. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu ásamt umsögnum frá Minjastofnun og Landsneti. Umsagnir frá Norðurorku, Slökkviliði Akureyrarbæjar, óshólmanefnd, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni höfðu borist á fyrri stigum málsins.
Afgreiðslu málsins var frestað á 413. fundi skipulagsráðs sem óskaði eftir svari umsækjanda við innkomnum athugasemdum og umsögnum og hafa þau svör nú verið móttekin.
Skipulagsráð telur svör skipulagshönnuðar fullnægjandi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

 

6. 2022090822 - Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Liður 16 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. janúar 2024:
Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til hafnarsvæðis við Torfunef. Breytingartillagan var auglýst 28. júní 2023 með athugasemdafresti til 16. ágúst. Ein athugasemd barst auk umsagna frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Norðurorku. Er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum, eftir auglýsingu, sem tilgreindar eru í greinargerð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með tilgreindum breytingum. Er skipulagsfulltrúa falið að leggja fram tillögu að umsögn við innkomnar athugasemdir sem lögð verður fram í bæjarstjórn.

 

7. 2024010552 - Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:
Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Blöndulínu 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

 

8. 2023021108 - Norðurgata 3-7 - tillaga að uppbyggingu

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7. Tillagan var auglýst 8. nóvember 2023 með athugasemdafresti til 27. desember og bárust tvær athugasemdir auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum m.a. til að koma til móts við hluta innkominna athugasemda.
- Útfærsla bílastæða innan lóðar breytist
- Stærð og staðsetning geymslu innan lóðar breytist
- Lóð færist um 40 cm fjær lóðarmörkum við Gránufélagsgötu 12 að hluta
- Byggingarreitur breytist lítillega
- Gert er ráð fyrir djúpgámum fyrir sorp innan lóðar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7 verði samþykkt með breytingum eftir kynningu sem gerðar eru til að koma til móts við innsendar athugasemdir. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um innkomnar athugasemdir sem lögð verða fyrir bæjarstjórn.

 

9. 2023011119 - Austurvegur 19 og 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:
Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey vegna áforma um að breyta 4 lóðum við Austurveg 15-21 lauk þann 1. febrúar sl.
Umsagnir bárust frá Norðurorku, Rarik, Minjastofnun Íslands og hverfisráði Hríseyjar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

10. 2022030078 - Krossaneshöfn - fyrirspurn vegna lóðar fyrir síló og hafnarvog

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:
Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi vegna áforma um að búa til nýja lóð fyrir síló og hafnarvog lauk þann 1. febrúar sl.
Umsagnir bárust frá Norðurorku, Hafnasamlagi Norðurlands og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er gert ráð fyrir að í kynningargögnum verði útlitsmynd í þrívídd sem sýnir stærð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja.

 

11. 2022060764 - Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. febrúar 2024:
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:
Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:
Að mjög mörgu leyti er aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu mjög góð og þar er að finna margar mikilvægar aðgerðir. Hins vegar er miður að ekki sé vilji til þess að skoða neina útfærslu á samgöngusamningum eða styrkjum. Samgöngusamningar eru eitt besta tækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsmenn til vistvænna samgangna. Vistvænar samgöngur geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og svifryksmengun, auk þess að auka ánægju, afköst og heilbrigði. Ýmis fyrirtæki og sveitarfélög bjóða starfsmönnum sínum upp á samgöngustyrki eða samninga og ætti Akureyrarbær að gera slíkt hið sama.

 

12. 2023010626 - Skýrsla bæjarstjóra

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

 

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 8. og 15. febrúar 2024
Bæjarráð 8. og 15. febrúar 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 12. febrúar 2024
Skipulagsráð 14. febrúar 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 6. febrúar 2024

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 16. febrúar 2024