Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Bæjarstjórn  - Fundarboð - 3419

19. september 2017  kl. 16:00 –

Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 

1.

2017060143 - Goðanes 12 - umsókn um breytingu á   deiliskipulagi

 

3.   liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. september 2017:
 
  Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Þríforks   ehf., kt. 650713-0790, sækir um heimild til að deiliskipuleggja breytingar á   lóð nr. 12 við Goðanes.
  1) Stækka byggingarreit en nýtingarhlutfall verður það sama, þ.e. 0,3 en   byggð verði 3 hús á lóðinni.
  2) Fjölga innkeyrslum inn á lóðina og færa þær eldri til en alls verða því 4   innkeyrslur inn á lóðina í stað tveggja.
  Erindið var grenndarkynnt frá 11. ágúst til 8. september 2017.
  Engin athugasemd barst.
  Fyrirspurn barst frá Prima lögmönnum ehf. f.h. Akurbergs ehf. dagsett 28.   ágúst 2017 í kjölfar grenndarkynningar vegna höfnunar skipulagsráðs á beiðni   um deiliskipulagsbreytingu fyrir Goðanes 14 þegar lóðinni var úthlutað.
 
  Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði   samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar   samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
 
  Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara fyrirspurn Prima   lögmanna ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

     

2.

2015080104 - Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

 

12.   liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. september 2017:
 
  Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um   leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum.   Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember   og 14. desember 2016. Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn þann 29. mars   2017 að nýjar verklagsreglur yrðu samþykktar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur   til skipulagsráðs sem tók málið fyrir 10. maí og vísaði til bæjarstjórnar.   Bæjarstjórn vísaði málinu aftur í skipulagsráð á fundi 16. maí 2017. Lögð   fram endurskoðuð tillaga að verklagsreglum.
 
  Tekið hefur verið tillit til ábendinga bæjarstjórnar. Skipulagsráð leggur til   við bæjarstjórn að verklagsreglurnar þannig breyttar verði samþykktar.

     

3.

2017080144 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017

 

3.   liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. september 2017:
 
  Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar - júní 2017. Aðalsteinn Þór   Sigurðsson og Hólmgrímur Bjarnason endurskoðendur hjá Deloitt ehf mættu á   fundinn og fóru yfir uppgjörið.
  Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir   þessum lið.
 
  Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar - júní 2017 til umræðu í   bæjarstjórn.

     

4.

2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra

 

Eiríkur   Björn Björgvinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum   síðastliðnar vikur.

 

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

 

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 7. og 14. september 2017

Bæjarráð 7. og 14. september 2017

Frístundaráð 31. ágúst og 7. september 2017

Fræðsluráð 4. september 2017

Skipulagsráð 13. september 2017

Stjórn Akureyrarstofu 7. september 2017

Umhverfis- og mannvirkjaráð 1., 8. og 15. september 2017

Velferðarráð 6. september 2017

 

 

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /

Stjórnkerfið / Fundargerðir

 

 

Áætlun um næstu fundir bæjarstjórnar á árinu 2017: 

 

3. október

17. október

7. nóvember

21. nóvember

5. desember

19. desember

 
Síðast uppfært 16. september 2017
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?