Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 16. apríl 2019 

1. 2018080707 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. apríl 2019:
Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2018.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2. 2018050147 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 - viðauki
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. apríl 2019:
Lagður fram viðauki 2.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3. 2018080081 - Aðalskipulagsbreyting - Krossaneshagi
Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2019:
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að hluti núverandi athafnasvæðis, merkt AT5, sem liggur sunnan Óðinsness og vestan Krossanesbrautar breytist í iðnaðarsvæði. Tillagan var auglýst til kynningar 20. mars sl. og hafa engar athugasemdir borist en fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Norðurorku við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga og feli skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

4. 2019010386 - Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2019 - umhverfis- og mannvirkjaráð
Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Andri Teitsson formaður ráðsins kynnir áætlunina.

5. 2019040211 - Stefna Akureyrarbæjar í norðurslóðamálum
Umræða um stefnu bæjarins í norðurslóðamálum sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. október 2017.

6. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar. 

Eftirtaldar fundargerðir verða lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 4. apríl 2019
Bæjarráð 4. og 11. apríl 2019
Frístundaráð 3. og 11. apríl 2019
Fræðsluráð 1. apríl 2019
Skipulagsráð 10. apríl 2019
Stjórn Akureyrarstofu 4. apríl 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 1. apríl 2019
Velferðarráð 3. apríl 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 12. apríl 2019