Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16.00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. júní 2019 

1. 2018060031 - Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs 2019-2020
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
3. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.

2. 2018060035 - Kosning bæjarráðs til eins árs 2019-2020
Kosning bæjarráðs til eins árs - 5 aðalmenn og 5 til vara.

3. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - skipulagsráð
Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði:
Ólöf Inga Andrésdóttir, kt. 170864-5069, verði aðalfulltrúi í stað Helga Snæbjarnarsonar, kt. 131065-2999. Helgi Snæbjarnarson verði varafulltrúi í stað Ólafar Ingu Andrésdóttur.

4. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - skipulagsráð
Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði:
Orri Kristjánsson, kt. 250389-2809, verði aðalfulltrúi í stað Ólínu Freysteinsdóttur, kt. 030468-4499. Ólína Freysteinsdóttir verði varafulltrúi í stað Orra Kristjánssonar.

5. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Akureyrarstofu
Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Akureyrarstofu:
Sif Sigurðardóttir, kt. 290673-3649, verði varafulltrúi í stað Valdísar Önnu Jónsdóttur.

6. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - velferðarráð
Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði:
Valdís Anna Jónsdóttir, kt. 170186-33039, verði varafulltrúi í stað Sifjar Sigurðardóttur.

7. 2019010097 - Aðalskipulagsbreyting vegna lóðar við Glerárskóla
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2019:
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun skólalóðar Glerárskóla, merkt S27, vegna byggingar á nýjum leikskóla. Var tillagan kynnt ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins með auglýsingu sem birtist 22. maí 2019 og gefinn tveggja vikna frestur til að koma með ábendingar. Liggur fyrir athugasemd frá Íþróttafélaginu Þór dagsett 3. júní 2019 þar sem staðsetningu leikskóla er mótmælt.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

8. 2018010252 - Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:
Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.
Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.
Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 21. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.

9. 2018110289 - Landsnet - kerfisáætlun 2019-2028
Umræða um kerfisáætlun Landsnets.
Áætlunina er að finna á eftirfarandi slóð: https://framtidin.landsnet.is/
Málshefjandi er Halla Björk Reynisdóttir.

10. 2010090095 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

11. 2019060222 - Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst - 2019
Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 2019:
Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2019 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 6. og 13. júní 2019
Bæjarráð 6. og 13. júní 2019
Frístundaráð 5. júní 2019
Fræðsluráð 3. júní 2019
Kjarasamninganefnd 11. júní 2019
Skipulagsráð 12. júní 2019
Stjórn Akureyrarstofu 6. júní 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. júní 2019
Velferðarráð 5. júní 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 14. júní 2019