Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í salnum Hömrum í Hofi og hefjast kl. 16:00. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14:00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast hér.


Dagskrá bæjarstjórnarfundar 21. september 2021  

1. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - barnaverndarnefnd
Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalfulltrúa í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.

2. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - barnaverndarnefnd
Lögð fram tillaga um breytingu á skipan varafulltrúa í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.

3. 2018060500 - Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalfulltrúa í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

4. 2021090476 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 - árshlutauppgjör
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. september 2021:
Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2021.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði og Andri Teitsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

5. 2020030454 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021 - viðauki
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. september 2021:
Lagður fram viðauki 5.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

6. 2010030022 - Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. september 2021:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa út frá lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa og vísar málinu til bæjarstjórnar.

7. 2021060932 - Alþingiskosningar 2021 - starfsfólk í kjördeildum
Lagður fram til kynningar listi frá kjörstjórn Akureyrarbæjar með nöfnum 36 aðalmanna vegna starfa í kjördeildum við alþingiskosningar þann 25. september nk.

8. 2021060932 - Alþingiskosningar 2021 - afgreiðsla athugasemda við kjörskrá
Lagt er til að bæjarlögmanni verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.

9. 2017020033 - Íþróttastefna
Rætt um íþróttastefnu Akureyrarbæjar, framhald umræðu á fundi bæjarstjórnar 7. september sl.

10. 2021090690 - Sumarlokun göngugötu
Rætt um sumarlokun göngugötu.

11. 2021010534 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 8. og 16. september 2021
Bæjarráð 9. og 16. september 2021
Frístundaráð 15. september 2021
Fræðsluráð 6. september 2021
Skipulagsráð 15. september 2021
Stjórn Akureyrarstofu 16. september 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 10. september 2021
Velferðarráð 8. september 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

 

Síðast uppfært 21. september 2021