Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00. Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. nóvember:
Almenn mál
1. 2024040694 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. nóvember 2024:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2. 2024111110 - Álagning gjalda - útsvar 2025
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2025 í Akureyrarbæ, lagt er til að hún verði 14,97%.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,97% á árinu 2025 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 2024111111 - Álagning gjalda - fasteignagjöld 2025
Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,31% af fasteignamati húsa og lóða, fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% og fasteignaskattur af öðru húsnæði verði 1,63%.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.
4. 2024111165 - Norðurorka - verðskrárbreytingar í vatns- og fráveitu
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Tilkynning um ákvörðun stjórnar Norðurorku hf. um verðskrárbreytingar sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5. 2024111111 - Fasteignagjöld - reglur um afslátt 2025
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundum.
Hilda Jana Gísladóttur S-lista situr hjá.
6. 2024111112 - Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2025
Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.
7. 2024110351 - Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 eru hér með send til umfjöllunar í sveitarstjórn og er óskað eftir því að athugasemdir eða ábendingar berist til SSNE í síðasta lagi 6. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að boðað verði til rafræns aukaþings SSNE fyrir jól þar sem Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 yrði samþykkt endanlega.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri SSNE sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar drögum að sóknaráætlun til umræðu í bæjarstjórn.
8. 2022101039 - Hreyfikort
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. nóvember 2024:
Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2024:
Drög að reglum varðandi gjöld og tekjutengdan afslátt fyrir hreyfikort voru lögð fram.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Jóna Jónsdóttir formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar reglur um gjöld og afslátt vegna hreyfikorts og vísar málinu áfram til samþykktar í bæjarráði.
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglur um gjöld og afslátt vegna hreyfikorts og vísar reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
9. 2024090421 - Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra - samningar 2025
Liður 4 í fundargerð velferðarráðs frá 27. nóvember 2024:
Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Halldóra K. Hauksdóttir lögmaður og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.
10. 2024110188 - Reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla á Akureyri
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. nóvember 2024:
Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2024:
Lagðar voru fyrir til samþykktar uppfærðar reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla á Akureyri.
Áheyrnarfulltrúar: Inga Bára Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Erla Rán Kjartansdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir endurskoðaðar reglur og vísar málinu áfram til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla á Akureyri og vísar reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
11. 2024100307 - Verklagsreglur um einstaklingsstuðning (félagsleg liðveisla) í Akureyrarbæ
Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2024:
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti nýjar verklagsreglur fræðslu- og lýðheilsusviðs um einstaklingsstuðning (sem áður hét félagsleg liðveisla) og lagði þær fram til samþykktar í ráðinu.
Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar reglur um einstaklingsstuðning og vísar þeim áfram til bæjarráðs.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þess um lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti Reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn, með þeim fyrirvara að bæjarlögmaður og sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslu- og lýðheilsusviðs skoði hvort 3. mgr. 5. gr. reglnanna uppfylli 7. og 7. gr. b gr. laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar nr. 85/2018.
12. 2023010626 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 15., 21. og 28. nóvember 2024
Bæjarráð 21. og 28. nóvember 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 13. og 27. nóvember 2024
Skipulagsráð 27. nóvember 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 19. nóvember 2024
Velferðarráð 13. nóvember 2024
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir