Skólaþjónusta

Almennt

Fræðslusvið sinnir sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla að því er varðar málefni einstakra nemenda. Starfsmenn skóla og foreldrar geta sótt um sérfræðiþjónustu fyrir börn á "Tilvísun til sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla" og er umsóknum skilað á skrifstofu fræðslusviðs. Umsóknareyðublöðin má fá í öllum leik- og grunnskólum bæjarins og á skrifstofu fræðslusviðs, Glerárgötu 26.

Meðferð mála

Sem dæmi um vanda barns sem leitað er aðstoðar fyrir má nefna sértæka námserfiðleika, þroskafrávik, hegðunarvanda, einelti og tilfinningalega erfiðleika.

Starfsmenn meta vanda barns með prófunum, viðtölum og skoðun á stöðu barnsins og gera tillögur um úrbætur í samvinnu við fjölskyldu og skóla. Samvinna er við staði sem bjóða ýmis sérúrræði, svo sem sérdeild Giljaskóla,sérdeild Síðuskóla, skammtíma og skólavistun Þórunnarstræti og Hlíðarskóla. Einnig er samstarf við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA).

Nauðsynlegt getur verið að leita eftir þjónustu víðar t.d.á Barna- og unglingageðdeild LandspítalansGreiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þroska- og hegðunarstöðSAk , HSN eða hjá öðrum aðilum og vísa þá starfsmenn deildarinnar á viðeigandi stofnun í samvinnu við foreldra.

Starfsmenn skólaþjónustu

Elva Eir Þórólfsdóttir, sérkennsluráðgjafi grunnskóla elvaeir@akureyri.is
Elva Haraldsdóttir, sérkennsluráðgjafi leikskóla elva@akureyri.is     
Fanný Rut Meldal, sálfræðingur fannym@akureyri.is
Guðný Dóra Einarsdóttir, sálfræðingur leikskóla gudnydora@akureyri.is
Helga Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður skólaþjónustu helgav@akureyri.is
Ingveldur Sigurðardóttir, sálfræðingur ingveldur@akureyri.is
Áslaug Melax, sérkennsluráðgjafi grunnskóla  aslaugm@akureyri.is

Gagnlegir tenglar

Barna- og unglingageðdeild

Fræðsluráð

Fræðslusvið Akureyrarbæjar

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Háskóli Íslands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Kennarasamband Íslands

Menntamálastofnun

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA)

Sjúkrahúsið á Akureyri

Tryggingastofnun

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Síðast uppfært 08. júní 2021