Lýðheilsukort

Akureyrarbær býður barnafjölskyldum og eldri borgurum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins árskort að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.

Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 31. mars 2024 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að sölutímabili loknu verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um hvort halda skuli áfram á sömu braut.

Reglur um lýðheilsukort

Lýðheilsukort veitir barnafjölskyldum og eldri borgurum með lögheimili í sveitarfélagi Akureyrarbæjar árskort að:
- Sundlaugum Akureyrarbæjar (Sundlaug Akureyrar, Glerárlaug, Hrísey og Grímsey),
- Hlíðarfjalli (sumar- og vetraropnun) og
- Skautahöllinni á Akureyri (skautaleiga innifalin).

Kortið verður í boði fyrir foreldra og börn þeirra 17 ára og yngri og eldri borgara (67 ára og eldri) með lögheimili í sveitarfélagi Akureyrarbæjar. Kortin verða í sölu frá 10. nóvember 2022 til 31. mars 2024 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Miðað er við aldur barns á kaupdegi og kortið heldur gildistíma sínum þó að viðkomandi verði 18 ára á tímabilinu.

Binditími lýðheilsukorta er eitt ár.

Sjá einnig Lýðheilsukort - skilmálar.

 Umsókn um lýðheilsukort

Sótt er um lýðheilsukortið á sérstöku umsóknareyðublaði í þjónustugátt Akureyrarbæjar.  

  • Umsóknareyðublað fyrir tvo foreldra og barn/börn (17 ára og yngri) má finna HÉR
  • Umsóknareyðublað fyrir eitt foreldri og barn/börn (17 ára og yngri) má finna HÉR
  • Umsóknareyðublað fyrir öryrkja og barn/börn (17 ára og yngri)  má finna HÉR
  • Umsóknareyðublað fyrir eldri borgara má finna HÉR

Þegar búið er að sækja um lýðheilsukortið í þjónustugátt Akureyrarbæjar er hægt að sækja það í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar. Afhending og virkjun lýðheilsukorta fer alfarið fram í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar.

Athugið að til að fá útgefið kort (skidata-kort, sjá verðskrá) þarf einstaklingur/fjölskylda að mæta í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar þar sem taka þarf ljósmynd á staðnum af handhafa hvers korts. Ef allir fjölskyldumeðlimir geta ekki komið saman þegar kortin eru virkjuð og sótt verður umsækjandi að mæta með útprentaða mynd eða mynd í síma af þeim fjölskyldumeðlim sem mætir ekki, nema ef viðkomandi hefur áður átt árskort í Sundlaugar Akureyrar eða Hlíðarfjalli.

Ekki er hægt að sækja um né kaupa lýðheilsukortið í Sundlaug Akureyrar og fer umsóknin og val um greiðsluleið alfarið í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Þau sem ekki hafa rafræn skilríki eða geta af öðrum ástæðum ekki sótt um Lýðheilsukort í gegnum Þjónustugáttina geta sótt um í Þjónustuveri bæjarins í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 frá kl. 9-15 virka daga. Mikilvægt er að umsækjendur hafi meðferðis persónuskilríki.

 Markmið lýðheilsukorta

Meginmarkmið með útgáfu kortanna er að bæta lýðheilsu í heilsueflandi samfélagi með sérstaka áherslu á aukna samveru foreldra, barna og ungmenna undir 18 ára aldri, auk eldri borgara.

Gildistími lýðheilsukorta

Kortin verða í sölu frá 10. nóvember 2022 til 31. mars 2024 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. 
Miðað er við aldur barns á kaupdegi og kortið heldur gildistíma sínum þó að viðkomandi verði 18 ára á tímabilinu.

Ekki er þörf á að segja upp lýðheilsukortinu þar sem gildistími þess rennur út eftir eitt ár.

Verðskrá lýðheilsukorta

Fyrir lýðheilsukortið er greitt eitt mánaðargjald með 12 mánaða binditíma og um fjögur mismunandi lýðheilsutilboð er að ræða:

1) Tveir foreldrar og barn/börn (17 ára og yngri), gjaldið er 7.900 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 94.800 kr. á fjölskyldu á ári.

2) Eitt foreldri og barn/börn (17 ára og yngri), gjaldið er 4.900 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 58.800 kr. á fjölskyldu á ári.

3) Öryrki og barn/börn (17 ára og yngri), gjaldið er 2.000 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 24.000 kr. á fjölskyldu á ári*

4) Eldri borgari (67 ára og eldri), gjaldið er 2.000 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 24.000 kr. á einstakling á ári.

*Vakin er athygli á því að það er frítt í sundlaugar Akureyrarbæjar og Skautahöllina á Akureyri fyrir öryrkja.

Vakin er athygli á því að ef viðkomandi á ekki nú þegar skidata-kort þá þarf að kaupa það sérstaklega. Skidata-kort kostar 1.100 kr. á hvern einstakling.

Umsækjandi getur valið á milli tveggja greiðsluleiða:

1) Mánaðarleg krafa myndast í heimabanka næstu 12 mánuði.

2) Ein krafa myndast í heimabanka fyrir allri upphæðinni.

Leiðbeiningar hvernig sækja má kvittun fyrir Lýðheilsukortinu má finna hér 

Fólk er hvatt til að kynna sér gjaldskrár Sundlaugar Akureyrarbæjar, Hlíðarfjalls og Skautahallarinnar á Akureyri til að gera verðsamanburð.
- Gjaldskrá Sundlaugar Akureyrarbæjar má finna hér 
- Gjalskrá Hlíðarfjalls má finna hér 
- Gjaldskrá Skautahallarinnar á Akureyri má finna hér

Síðast uppfært 23. febrúar 2023