Vinnuskóli 16 og 17 ára

Hérna eru lýsingar á vinnustöðum fyrir 16 og 17 ára unglinga. Einnig hlekkir sem vísa á annað efni á síðunni.

Laun og vinnutímabil.

Starfsfólk, til að hafa samband við vegna spurninga eða einhvers sem brennur á ykkur.

Skráning í Vinnuskólann.

Golfvöllur

Á golfvöllum er mikið gras og golfvöllur Golfklúbbs Akureyrar er engin undantekning á því. Þar fer að mestu fram hefðbundin gróðurvinna; sláttur, rakstur og umhirða.

Gróðrarstöðin

Í Gróðrarstöðinni Krókeyri er mikið um gróður og þar af leiðandi mikil gróðurvinna. Þar eru plöntur vökvaðar og þeim sinnt að ýmsu leyti.

Tjaldsvæðið Hömrum

Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta, er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði og er staðsett í útjaðri Akureyrarbæjar. Þar vinna unglingar undir leiðsögn flokkstjóra í gróðurvinnu og almennu aðhaldi að tjaldsvæðinu.

KA

Það sem unglingar sem fara í Knattspyrnufélag Akureyrar gera aðallega er að vinna í leikjaskólanum sem 6-12 ára krakkar sækja.

Leikskólarnir

Hægt er að biðja um vinnu á leikskólum bæjarins en þó ekki öllum. Það er hægt að biðja um ákveðinn leikskóla og verður reynt að verða við því. Leikskólarnir loka í fjórar vikur yfir sumartímann og þarf þá í flestum tilfellum að vinna 8 tíma beggja megin við þá lokun til að ná að vinna upp þá 240 vinnutíma sem 16 og 17 ára unglingar fá. Unglingar með gróðurofnæmi geta fengið pláss á leikskólum ef þeir geta verið úti með börnunum.

Lystigarður

Í Lystigarðinum er unnið  frá mánudag til föstudags til að gera garðinn fínan fyrir helgarnar. Þar er unnið í beðum og almennri gróðurvinnu.

Siglingaklúbburinn Nökkvi

Æskilegt er að þeir unglingar sem sæki um að fara í Nökkva séu eða hafi verið viðriðnir siglingum áður því að unglingarnir hjálpa til á siglinganámskeiðum sem haldin eru allt sumarið. Sumrinu er skipt upp á milli unglinga og líklegt að þeir vinni 6 tíma á dag alla daga vikunnar.

Sundlaugin

Í Sundlaug Akureyrar vinna unglingar í Sundlaugargarðinum og fylgjast með því að allt fari vel fram, ásamt því að vinna í svæðinu umhverfis.  Misjafnt er hvaða daga er unnið.

Íþróttafélagið Þór

Þeir unglingar sem fara í Þór fara í mismunandi verk. Flestir vinna á vallarsvæðinu og í kringum Hamar en sumir í afgreiðslu og þrifum inn í Hamri. Einnig eru krakkarnir fengnir til að hjálpa til við leikjaskólann ef á þarf að halda.

Úrræði vegna ofnæmis

Hægt er að biðja um vinnu á eftirtöldum stöðum; Flugsafninu, Iðnaðarsafninu,  Mótorhjólasafninu, Framkvæmdamiðstöð, Akureyrarstofu og Hlíð svo eitthvað sé nefnt. Innivinnan er hugsuð fyrir unglinga sem hrjást af ofnæmi eða öðrum vandamálum.

Síðast uppfært 14. júní 2021