Skipulagsnefnd

220. fundur 27. janúar 2016 kl. 08:00 - 11:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Norður-Brekka - breyting á deiliskipulagi Helgamagrastræti 22

Málsnúmer 2015080103Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 4. nóvember með athugasemdafresti til 2. desember 2015.

Ein athugasemd barst:

1) Bára Björnsdóttir og Hermann Jón Tómasson, dagsett 30. nómveber 2015.

Gerðar eru athugasemdir vegna nálægðar fyrirhugaðrar byggingar við þeirra heimili vegna áhrifa á útsýni og snjósöfnun. Um er að ræða breytingu í gömlu hverfi þar sem ekki var gert ráð fyrir byggingu bílageymsla á suðurhluta lóða í götunni. Um er að ræða verulega breytingu á heildaryfirbragði götunnar og er lagst alfarið gegn slíkri breytingu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

2.Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, breytt skráning

Málsnúmer 2015120028Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd frestaði erindi um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðarhótel, á fundi 9. desember 2015 og óskaði umsagnar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar.

Umsögn hverfisnefndar Brekku og Innbæjar barst 11. janúar 2016. Nefndin sér ekki ástæðu til að hafna beiðni um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði.
Skipulagsnefnd tekur undir umsögn hverfisnefndar Brekku og Innbæjar og tekur jákvætt í að breyta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði. Ekki verður séð að fjórar útleigueiningar í húsinu muni hafa neikvæð áhrif á aðliggjandi byggð eða auka umferð meira en sem nemur fjórum íbúðum með föstum íbúum.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar og heimilar jafnframt umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

3.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 15. júlí 2015 og send til umsagnar.

Fimm umsagnir bárust:

1) Skipulagsstofnun, dagsett 15. júlí 2015.

Skipulagslýsingin uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar til lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar. Gera þarf lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi.

2) Vegagerðin, dagsett 22. júlí 2015.

Engar athugasemdir eru gerðar en óskað er eftir að haft verði samráð um gerð skipulags vegna hljóðvistar í nýjum húsum.

3) Norðurorka, dagsett 22. júlí 2015.

a) Fráveita - lögn frá Hamri að Hraunholti er með helgunarkvöð. Þurfi að færa lögnina fellur kostnaður á Akureyrarbæ. Ekki er ljóst hvernig fráveitulagnir liggja frá eldri húsum.

b) Hitaveita - Götustofnar eru grannir og munu ekki fæða nýtt hverfi né stórar byggingar nema til komi endurnýjun lagna upp Skarðshlíð.

c) Vatnsveita og dreifiveita rafmagns - ekki eru sjáanlegir annmarkar sem hamla uppbyggingu á svæðinu. Líklega þarf að sprengja eitthvað af lögnum inn í Melgerðisásinn.

4) Íþróttafélagið Þór, dagsett 28. júlí 2015.

a) Skilgreind íþrótta- og æfingasvæði eiga að halda þeirri notkun.

b) Skoða ætti hvort hægt verði að koma fyrir fjölbýlishúsi við Undirhlíð.

c) Skoða ætti að koma fyrir tvíbýlishúsi neðst á Kvenfélagsreitnum næst Skarðshlíð.

d) Ef lóðir verða skilgreindar á Melgerðisási upp að svæði félagsins er mögulegt að það verði sléttað alveg út að mörkum.

e) Hæðarmunur milli svæða félagsins og utan þess gæti verið nokkur. Óhjákvæmilega kemur það fyrir að fótboltar fari út fyrir girðingar.

5) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 29. júlí 2015.

Reiturinn við Skarðshlíð er æfingasvæði Ungmennafélagsins. Þegar frjálsíþróttaleikvangurinn var gerður á Þórsvellinum var þessi kastvöllur ein af forsendum þess að það gengi upp. Mikið af æfingum fer fram á þessum velli og verður hann að vera til staðar fyrir frjálsíþróttafólk. Lokun Skarðshlíðar við hlið Bogans væri kostur til að auka möguleika á uppbyggingu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands barst 11. september 2015: Fornleifaskráning var gerð fyrir svæðið 1998 og hana þarf að endurskoða til samræmis við staðla Fornleifastofnunar. Teikna þarf upp minjar og merkja inn á skipulagsuppdrátt þannig að staðsetning, umfang og útlit komi fram ef það er þekkt. Athygli er vakin á að ef fornminjar finnast við framkvæmd skal stöðva verkið án tafar og láta framkvæma vettvangskönnun.


Borist hefur ný fornleifaskráning sem unnin er af Guðmundi St. Sigurðarssyni og Bryndísi Zoëga hjá Byggðasafni Skagfirðinga, dagsett í janúar 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að svara umsögn Skipulagsstofnunar og vísar öðrum innkomnum umsögnum í vinnslu deiliskipulagsins.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti á fundinn kl: 8:20.

4.Umferðarmál - ábendingar 2015

Málsnúmer 2015010075Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 3. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 1. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. nóvember 2015.

Liður 1 úr fundargerð, Umferðarmál - ábendingar 2015:

Þröstur Óskar Kolbeins mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann vill fá lagfæringu á gatnamótunum frá hringtorginu við Kjarnagötu og Ásatún og innkeyrslu að Bónus. Telur að þarna sé mikil slysahætta og telur að það sé svigrúm til lagfæringa þegar horft er til svæðisins í kringum gatnamótin. Benti einnig á að það þarf að setja hraðahindrun í Ásatúnið vegna hraðaksturs.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar.

5.Stórholt 1 - göngustígur

Málsnúmer 2015110008Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 5. nóvember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 29. október 2015.

Liður 4 úr fundargerð, Stórholt 1 - göngustígur:

Friðrik F. Karlsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann vill að bærinn setji steyptan kant við austurhlið stígs sem nú er nýttur sem heimkeyrsla við Stórholt 1 en um leið sé kvöð um rétt almennings til að ganga eftir heimreiðinni sem svo tengist inn á annan göngustíg.
Skipulagsnefnd tekur neikvætt í erindið.

6.Eyrarvegur 27a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016010100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Birgitta Elín Halldórsdóttir sendir inn fyrirspurn vegna viðbyggingar við Eyrarveg 27a. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn berast.

7.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2016 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands. Þess er óskað að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og að sú takmörkun muni gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2016 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skipanna.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Skipulagsstjóra falið að auglýsa ákvörðunina.

8.Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu

Málsnúmer 2012060072Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6. janúar 2016 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. júní til 25. september 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.

Skipulagsstjóra er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

9.Oddeyrartangi 149131 - uppsetning á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum frá sláturdýrum

Málsnúmer 2016010145Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2016 þar sem Bára Heimisdóttir f.h. Norðlenska ehf. óskar eftir heimild til uppsetningar á búnaði til eyðingar áhættuvefja úr sláturdýrum við sláturhús Norðlenska á Akureyri.
Lóð Norðlenska er á svæði sem skilgreint er fyrir matvælaiðnað.

Í deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" segir í kafla 3.7.2 M-Svæði fyrir matvælaiðnað: Sérmerking svæða fyrir matvælaiðnað felur í sér að þar og í næsta nágrenni þeirra verði ekki starfsemi sem geti haft truflandi eða skaðleg áhrif á starfsemi þeirra eða haft neikvæð áhrif á umhverfið m.t.t. þess að um matvælaframleiðslu er að ræða.

Í næsta nágrenni er önnur matvælaframleiðsla sem brennslan gæti haft neikvæð áhrif á.

Skipulagsnefnd getur því ekki samþykkt að brennsluofn verði settur upp á svæðinu.

10.Gleráreyrar 6-8 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015070024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar á lóðum nr. 6-8 við Gleráreyrar.

Skipulagsnefnd fól formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda um breytta notkun á svæðinu á fundi sínum 8. júlí og 28. október 2015. Meðfylgjandi er tillaga að byggingum á svæðinu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu milli funda.

11.Hagahverfi reitur 1 - fyrirspurn um deiliskipulag

Málsnúmer 2016010167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að fá að skila inn breyttri útgáfu af deiliskipulagi á reit númer 1 í Hagahverfi með úthlutun umræddra lóða í huga. Í breytingartillögunni verði leitast við að halda ásýnd svæðis, fjölda íbúða þess og uppfylla önnur markmið upphaflegs deiliskipulags þó með verulegri fækkun bílastæða í bílgeymslum.
Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda á grundvelli umræðu á fundinum.

12.Geirþrúðarhagi 5 - fyrirspurn um byggingarreit

Málsnúmer 2015120185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur fram fyrirspurn f.h. lóðarhafa um hvort stækka megi byggingarreit fyrir raðhús á lóðinni. Á fundi skipulagsnefndar þann 13. janúar 2016 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn skipulagshönnuðar.

Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016. Lagt er til að tekið verði jákvætt í minniháttar frávik þar sem lenging hússins hefur ekki áhrif á nágranna eða götumynd. Meginhluti breytingar verði á vesturhluta lóðar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Geirþrúðarhagi 8 - fyrirspurn um hjóla- og vagnageymslur

Málsnúmer 2015120184Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn um hvort hjóla- og vagnageymslur fjölbýlishúsanna megi standa út fyrir byggingarreit. Á fundi skipulagsnefndar þann 13. janúar 2016 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn skipulagshönnuðar.

Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016.

Ekki verður séð að staðsetning hjóla- og vagnageymslu ráðist af þrengslum á lóð eða byggingarreit en 8,4 m eru milli húsgafla. Miðað er við þá almennu reglu að stigar verði innanhúss. Ef sótt er um að stigahús verði opin skulu þau vera skjólgóð, undir þaki og innan byggingarreits. Á þeim teikningum sem fylgja eru sýndar íbúðagerðir þar sem eitt íbúðarherbergi er sagt vera geymsla. Verður það leyst seinna með geymsluskúrum út á lóð. Lagt er til að ekki verði fallist á að hluti meginbyggingarinnar verði utan byggingarreits. Vísað verði til skilmála, tilmæla og leiðbeinandi ákvæða um útfærslu útitröppu. Umsækjanda verði bent á ágalla á hönnun íbúða og farið fram á að úr því verði bætt með vísan í almennar gæðakröfur.
Skipulagsnefnd tekur undir umsögn skipulagshöfundar og tekur neikvætt í erindið.

14.Kristjánshagi 1 - fyrirspurn um hjóla- og vagnageymslur

Málsnúmer 2016010134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn um hvort hjóla- og vagnageymslur fjölbýlishúsanna megi standa út fyrir byggingarreit.

Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016.

Ekki verður séð að staðsetning hjóla- og vagnageymslu ráðist af þrengslum á lóð eða byggingarreit en 8,4 m eru milli húsgafla. Miðað er við þá almennu reglu að stigar verði innanhúss. Ef sótt er um að stigahús verði opin skulu þau vera skjólgóð, undir þaki og innan byggingarreits. Á þeim teikningum sem fylgja eru sýndar íbúðagerðir þar sem eitt íbúðarherbergi er sagt vera geymsla. Verður það leyst seinna með geymsluskúrum út á lóð. Lagt er til að ekki verði fallist á að hluti meginbyggingarinnar verði utan byggingarreits. Vísað verði til skilmála, tilmæla og leiðbeinandi ákvæða um útfærslu útitröppu. Umsækjanda verði bent á ágalla á hönnun íbúða og farið fram á að úr því verði bætt með vísan í almennar gæðakröfur.
Skipulagsnefnd tekur undir umsögn skipulagshöfundar og tekur neikvætt í erindið.

15.Davíðshagi 6 - fyrirspurn um fjölda íbúða

Málsnúmer 2015120183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn f.h. lóðarhafa vegna fjölda íbúða. Skipulag gerir ráð fyrir 12 íbúðum að lágmarki, en óskað er eftir allt að 20 íbúðum af blandaðri stærð. Á fundi skipulagsnefndar þann 13. janúar 2016 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn skipulagshönnuðar og framkvæmdadeildar vegna breytingar á bílastæðafjölda.

Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016.

Lagt er til að tekið verði jákvætt í fjölgun íbúða á lóðinni með vísan í ákvæði deiliskipulagsins sem gera ráð fyrir slíku. Ekki er tímabært að taka afstöðu til fjölgunar bílastæða fyrr en frumhönnun liggur fyrir og sýnt verði fram á það hvernig það yrði mögulegt.

Umsögn framkvæmdadeildar barst 25. janúar 2016.

Ekki er æskilegt að fjölga bílastæðum við gatnamót en lagðar eru fram tvær tillögur að fjölgun bílastæða, annars vegar eitt við Davíðshaga og þrjú við Kristjánshaga og hins vegar að fjölga bílastæðum um fjögur við Kristjánshaga.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina með vísun í innkomnar umsagnir og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við skipulagsstjóra.

16.Hofsbót, landfylling - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2016010122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2016 þar sem Tómas Björn Hauksson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu við Hofsbót. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi afstöðumynd vegna framkvæmda við flotbryggju og grjótgarð við Hofsbót, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g 'Samþykktar um skipulagsnefnd'.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

17.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015020006Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 22. október 2015, vísaði bæjarráð 3. lið 56. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis til skipulagsdeildar:

Hverfisnefndin vill gjarnan sjá teljara sem telur bíla sem fara um Akurgerði og reyna að henda reiður á fjölda flutningabíla sem fara um götuna dag hvern. Nefndin leggur auk þess til að áberandi skilti fari á sinn hvorn enda götunnar þess efnis að banna akstur stórra flutningabíla frá morgni til eftirmiðdags. Auk tillagna hér að ofan væri fínt ef fram kæmu hugmyndir að viðunandi lausnum til að minnka hraða og koma í veg fyrir akstur stórra bifreiða um götuna og beina þeirri umferð út í Þingvallastrætið.

Innkomnin gögn frá framkvæmdadeild 20. janúar 2015 með niðurstöðu hraðamælinga.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis miðað við niðurstöður mælinga framkvæmdadeildar og óskar eftir tillögum frá framkvæmdadeild um úrbætur.

18.Breiðholt, hesthúsahverfi - umsókn um aðalskipulagsbreytingu vegna breytingar á reiðleið

Málsnúmer 2014100003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2014 þar sem Páll Alfreðsson f.h. Hestamannafélagsins Léttis kt. 430269-6749, sækir um breytingu reiðleiða í Breiðholti í samræmi við samkomulag sem starfshópur gerði við Létti vegna reiðleiða í janúar 2013.

Fram er lagt kostnaðarmat framkvæmdadeildar miðað við mismunandi legu reiðleiðar.

Á fundinn kom Jónas Vigfússon frá framkvæmdadeild og gerði grein fyrir mögulegum reiðleiðum og kostnaði við þær.
Skipulagsnefnd þakkar Jónasi fyrir kynninguna og vísar erindinu til nýs aðalskipulags fyrir Akureyri sem er í vinnslu.

19.Samræming lóðaafmarkana fyrir orkufyrirtæki innan sveitarfélaga

Málsnúmer 2016010083Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 8. janúar 2016 frá Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir athugasemdum eða áliti Akureyrarkaupstaðar á samræmdri skilgreiningu um lóðir orkufyrirtækja.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að samræmdri skilgreiningu.

20.Matthíasarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2016 þar sem Lýður Hákonarson f.h. L & S verktaka ehf., kt. 680599-2629, sækir um lóð nr. 1 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

21.Torfunef 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. janúar 2016 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Ambassador ehf., kt. 551009-2620, sækir um lóð nr. 1 við Torfunef. Sótt er um lóð nr. 7 til vara. Meðfylgjandi er árshlutareikningur.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um afhendingartíma og byggingarhæfi lóðarinnar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

22.Torfunef 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Brúnir eignarhaldsfélag ehf., kt. 500992-2479 sækir um lóð nr. 1 við Torfunef. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

23.Torfunef 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. janúar 2016 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Ambassador ehf., kt. 551009-2620, sækir um lóð nr. 3 við Torfunef. Sótt er um lóð nr. 9 til vara. Meðfylgjandi er árshlutareikningur.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um afhendingartíma og byggingarhæfi lóðarinnar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

24.Torfunef 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010160Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Brúnir eignarhaldsfélag ehf., kt. 500992-2479 sækir um lóð nr. 3 við Torfunef. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

25.Torfunef 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2016 þar sem Torfi G. Yngvason f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf., kt. 480116-0700, og Torfa G. Ingvasonar sækir um lóð nr 7. við Torfunef.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

26.Torfunef 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Brúnir eignarhaldsfélag ehf., kt. 500992-2479 sækir um lóð nr. 7 við Torfunef. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

27.Torfunef 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2016 þar sem Björn Birgir Björnsson f.h. HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910 sækir um lóð nr. 7 við Torfunef. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

28.Torfunef 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2015120065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2015 þar sem Halldór Ómar Áskelsson f.h. Halldórs Áskelssonar ehf., kt. 610208-1690, og Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands, kt. 501284-0419, sækir um lóðina nr. 7 við Torfunef fyrir miðasölu vegna starfsemi við skemmtisiglingar frá nýju bryggjunni við Hofsbót. Til vara er sótt um lóðir nr. 3 eða 9 við Torfunef.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um afhendingartíma og byggingarhæfi lóðarinnar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

29.Torfunef 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Teknor ehf., kt. 620500-2910, sækir um lóð nr. 7 við Torfunef og lóð nr. 1 til vara. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

30.Torfunef 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010169Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Nortek ehf., kt. 711296-4099, sækir um lóð nr. 9 við Torfunef og lóð nr. 7 til vara. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

31.Torfunef 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2016 þar sem Torfi G. Yngvason f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf., kt. 480116-0700, og Torfa G. Ingvasonar, sækir um lóð nr. 9 við Torfunef.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um afhendingartíma og byggingarhæfi lóðarinnar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

32.Torfunef 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2016 þar sem Björn Birgir Björnsson f.h. HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910 sækir um lóð nr. 9 við Torfunef. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

33.Torfunef 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Brúnir eignarhaldsfélag ehf., kt. 500992-2479 sækir um lóð nr. 9 við Torfunef. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

34.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. janúar 2016. Lögð var fram fundargerð 570. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:15.