Torfunef 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2015120065

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 7. desember 2015 þar sem Halldór Ómar Áskelsson f.h. Halldórs Áskelssonar ehf., kt. 610208-1690, og Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands, kt. 501284-0419, sækir um lóðina nr. 7 við Torfunef fyrir miðasölu vegna starfsemi við skemmtisiglingar frá nýju bryggjunni við Hofsbót. Til vara er sótt um lóðir nr. 3 eða 9 við Torfunef.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um afhendingartíma og byggingarhæfi lóðarinnar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Erindi dagsett 8. júní 2023 þar sem Egill Áskelsson f.h. Kela seatours óskar eftir fresti til 1. október 2023 til framkvæmda á lóð nr. 1 við Oddeyrarbót.

Jafnframt er óskað eftir stöðuleyfi fyrir sölugám á lóðinni til samræmis við áður útgefið leyfi frá 10. júlí 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda til 1. október 2023. Stöðuleyfi fyrir sölugám er veitt til sama tíma.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Erindi dagsett 4. janúar 2024 þar sem Egill Áskelsson f.h. Kela seatours óskar eftir fresti til framkvæmda á lóð nr. 1 við Oddeyrarbót til loka febrúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest í samræmi við erindi í ljósi þess að byggingaráform hafa þegar verið samþykkt. Skipulagsráð bendir þó á að frekari frestir verðir ekki gefnir og að bærinn taki lóðina aftur ef lóðarhafar hafa ekki hafið vinnu 1. mars 2024.