Torfunef 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010170

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Teknor ehf., kt. 620500-2910, sækir um lóð nr. 7 við Torfunef og lóð nr. 1 til vara. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

Skipulagsnefnd - 223. fundur - 24.02.2016

Erindi dagsett 12. febrúar 2016 þar sem Teknor ehf., kt. 620500-2910, óskar eftir rökstuðningi vegna höfnunar á lóðarumsókn lóðar nr. 7 við Torfunef.
Skipulagsnefnd vísar í reglur um lóðaúthlutun þar sem segir:

"3.3.1. Úthlutun athafna- og iðnaðarhúsalóða og lóða á miðsvæðum

Við úthlutun lóða, annarra en íbúðahúsalóða, skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða. Leggja ber mat á þörf umsækjanda fyrir lóð/lóðir."

Í auglýsingu lóðanna var kveðið á um hafnsækna ferðaþjónustu og byggði skipulagsnefnd mat sitt við úthlutun á því og á upplýsingum umsækjanda um starfsemi og þörf þeirra fyrir lóðir.