Eyrarvegur 27a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016010100

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Birgitta Elín Halldórsdóttir sendir inn fyrirspurn vegna viðbyggingar við Eyrarveg 27a. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn berast.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Birgitta Elín Halldórsdóttir sendir inn fyrirspurn vegna viðbyggingar við Eyrarveg 27a. Skipulagsnefnd samþykkti þann 27. janúar 2016 að grenndarkynna erindið. Erindið var sent í grenndarkynningu 18. október og var athugasemdafrestur til 16. nóvember 2016. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 614. fundur - 22.12.2016

Erindi dagsett 15. desember 2016 þar sem Birgitta Elín Halldórsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar hússins nr. 27a við Eyrarveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 616. fundur - 19.01.2017

Erindi dagsett 6. janúar 2017 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Birgittu Elínar Halldórsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Eyrarveg 27a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgir Ágústson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 619. fundur - 09.02.2017

Erindi dagsett 15. desember 2016 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Birgittu Elínar Halldórsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingar við hús nr. 27a við Eyrarveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 15. janúar og 6. febrúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.