Torfunef 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010096

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 8. janúar 2016 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Ambassador ehf., kt. 551009-2620, sækir um lóð nr. 1 við Torfunef. Sótt er um lóð nr. 7 til vara. Meðfylgjandi er árshlutareikningur.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um afhendingartíma og byggingarhæfi lóðarinnar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Lóðinni Torfunefi 1 var úthlutað til Ambassador ehf. á fundi skipulagsnefndar 27. janúar 2016 með fyrirvara um byggingarhæfi. Með bréfi dagsettu 13. september 2017 var lóðarhafa tilkynnt að lóðin væri byggingarhæf.

Byggingarfrestur er nú útrunninn.
Þar sem gefinn byggingarfrestur hefur ekki verið virtur tilkynnir skipulagsráð lóðarhafa að lóðin er nú fallin aftur til bæjarins. Greidd gatnargerðargjöld verða endurgreidd.

Skipulagsráð - 368. fundur - 27.10.2021

Lóðinni Torfunefi 1 var úthlutað til Ambassador ehf. (nú AC ehf.) á fundi skipulagsnefndar 27. janúar 2016 með fyrirvara um byggingarhæfi. Lóðin hefur aldrei orðið byggingarhæf vegna fyrirhugaðra framkvæmda við bryggjukant og hefur AC ehf. ekki gert reka að því að fá hana byggingarhæfa.

Bæjarráð samþykkti á fundi 8. apríl 2021 að veita Hafnasamlagi Norðurlands eignarlóð sem til verður við stækkun Torfunefsbryggju. Samkvæmt tillögu að lóðarmörkum lóðarinnar er lóðin þar innan.
Þar sem lóðin Torfunef 1 fellur innan þess svæðis sem fyrirhugað er að veita Hafnasamlagi Norðurlands auk þess sem fyrirhugað er að fara í endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins samþykkir skipulagsráð að afturkalla lóðarúthlutun vegna Torfunefs 1 og endurgreiða áður greidd gatnagerðargjöld.