Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn um hvort hjóla- og vagnageymslur fjölbýlishúsanna megi standa út fyrir byggingarreit.
Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016.
Ekki verður séð að staðsetning hjóla- og vagnageymslu ráðist af þrengslum á lóð eða byggingarreit en 8,4 m eru milli húsgafla. Miðað er við þá almennu reglu að stigar verði innanhúss. Ef sótt er um að stigahús verði opin skulu þau vera skjólgóð, undir þaki og innan byggingarreits. Á þeim teikningum sem fylgja eru sýndar íbúðagerðir þar sem eitt íbúðarherbergi er sagt vera geymsla. Verður það leyst seinna með geymsluskúrum út á lóð. Lagt er til að ekki verði fallist á að hluti meginbyggingarinnar verði utan byggingarreits. Vísað verði til skilmála, tilmæla og leiðbeinandi ákvæða um útfærslu útitröppu. Umsækjanda verði bent á ágalla á hönnun íbúða og farið fram á að úr því verði bætt með vísan í almennar gæðakröfur.