Gleráreyrar 6-8 - skipulag

Málsnúmer 2015070024

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir viðræðum og samstarfi við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar á lóð nr. 6-8 við Gleráreyrar.
Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjenda um breytta notkun á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Erindi dagsett 21. október 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir viðræðum við Akureyrarbæ vegna hugmynda um uppbyggingu og nýtingu á lóðum nr. 6-8 við Gleráreyrar til íbúðabygginga.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar á lóðum nr. 6-8 við Gleráreyrar.

Skipulagsnefnd fól formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda um breytta notkun á svæðinu á fundi sínum 8. júlí og 28. október 2015. Meðfylgjandi er tillaga að byggingum á svæðinu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu milli funda.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar em Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar á lóð nr. 6-8 við Gleráreyrar.

Skipulagsnefnd fól formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda um breytta notkun á svæðinu á fundi sínum 8. júlí og 28. október 2015. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 27. janúar 2016. Meðfylgjandi er tillaga að byggingum á svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í þróun svæðisins en getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu og vísar frekari skoðun á nýtingu svæðisins til vinnslu aðalskipulags Akureyrar sem nú er hafin.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar á lóð um nr. 6-8 við Gleráreyrar.

Skipulagsnefnd fól formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda um breytta notkun á svæðinu á fundi sínum 8. júlí og 28. október 2015. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 10. mars 2016 og vísaði til gerðar Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030. Umsækjandi óskar eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 sem verði tekin fyrr til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að skoða erindið í samhengi við Aðalskipulagið í heild sinni og ítrekar því fyrri bókun frá 9. mars 2016.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar em Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, og ÞOR ehf., kt. 660393-3159, kannar þann möguleika að breyta Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir lóð nr. 6-8 við Gleráreyrar til að flýta fyrir gerð deiliskipulags að því gefnu að íbúðabyggð verði leyfð í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til frekari skoðunar til vinnslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 á fundum 9. mars og 24. ágúst 2016.
Skipulagsráð telur nauðsynlegt að skoða erindið í samhengi við Aðalskipulagið í heild sinni og ítrekar því fyrri bókun frá 9. mars og 24. ágúst 2016.