Breiðholt, hesthúsahverfi - umsókn um aðalskipulagsbreytingu vegna breytingar á reiðleið

Málsnúmer 2014100003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Erindi dagsett 23. september 2014 þar sem Páll Alfreðsson f.h. Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, sækir um breytingu reiðleiðar í Breiðholti í samræmi við niðurstöðutillögu starfshóps frá janúar 2013, um legu reiðleiða innan Akureyrar.

Skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar falið að skoða mögulegar lausnir.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 23. september 2014 þar sem Páll Alfreðsson f.h. Hestamannafélagsins Léttis kt. 430269-6749, sækir um breytingu reiðleiða í Breiðholti í samræmi við samkomulag sem starfshópur gerði við Létti vegna reiðleiða í janúar 2013.

Fram er lagt kostnaðarmat framkvæmdadeildar miðað við mismunandi legu reiðleiðar.

Á fundinn kom Jónas Vigfússon frá framkvæmdadeild og gerði grein fyrir mögulegum reiðleiðum og kostnaði við þær.
Skipulagsnefnd þakkar Jónasi fyrir kynninguna og vísar erindinu til nýs aðalskipulags fyrir Akureyri sem er í vinnslu.