Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu

Málsnúmer 2012060072

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Erindi dags. 5. júní 2012 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands þar sem óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu. Bannið verði tímabundið alla daga frá kl. 06:00 til kl. 16:00.

Skipulagsnefnd samþykkir bann við lagningu ökutækja við vesturkant götunnar milli kl. 06:00 og 16:00 til 20. september 2012. Skipulagsstjóra falið að senda beiðni til sýslumanns um gildistöku með auglýsingu í  B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsnefnd - 152. fundur - 13.02.2013

Erindi dagsett 25. janúar 2013 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands þar sem óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu. Bannið verði tímabundið alla daga frá 1. júní til 15. september 2013, milli kl. 06:00 til kl. 16:00.

Skipulagsnefnd samþykkir bann við lagningu ökutækja við vesturkant götunnar samkvæmt ofangreindu. Skipulagsstjóra er falið að senda beiðni til Sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingarblaði.

Sigurður Guðmundsson kom aftur á fundinn kl. 9:14.

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Erindi dagsett 22. maí 2014 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands, þar sem óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hinsvegar. Bannið verði tímabundið frá 1. júní til 15. september 2014 og gildi allan sólarhringinn.

Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.

Skipulagsstjóra er falið að senda beiðni til Sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Skipulagsnefnd - 195. fundur - 28.01.2015

Erindi dagsett 3. janúar 2015 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands þar sem óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annarsvegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hinsvegar. Bannið verði tímabundið frá 1. júní til 25. september 2015 og gildi allan sólarhringinn.
Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.

Skipulagsstjóra er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dags. 6. janúar 2016 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. júní til 25. september 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.

Skipulagsstjóra er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Erindi dagsett 5. janúar 2017 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. júní til 25. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.

Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 10. mars 2018 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. maí til 25. september 2018.
Skipulagsráð samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Erindi dagsett 4. febrúar 2019 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. maí til 25. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.