Umferðarmál - ábendingar 2015

Málsnúmer 2015010075

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 541. fundur - 22.05.2015

Á fundi sínum þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 9. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.

Liður 9 úr fundargerð, Umferðarmál - ábendingar 2015:

Kristján Skarphéðinsson hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Vill að heimilt sé að leggja meðfram allri göngugötunni vestanmegin. Þá vill hann sjá merkingu á skábraut við Krónuna.
Samkvæmt deiliskipulagi miðbæjarins er gert ráð fyrir bílastæðum á afmörkuðum stöðum meðfram göngugötunni, beggja vegna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurgerð götunnar en það er forsenda þess að hægt verði að framfylgja skipulaginu. Það sama á við um skábrautina.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti á fundinn kl: 8:20.
Á fundi sínum þann 3. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 1. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. nóvember 2015.

Liður 1 úr fundargerð, Umferðarmál - ábendingar 2015:

Þröstur Óskar Kolbeins mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann vill fá lagfæringu á gatnamótunum frá hringtorginu við Kjarnagötu og Ásatún og innkeyrslu að Bónus. Telur að þarna sé mikil slysahætta og telur að það sé svigrúm til lagfæringa þegar horft er til svæðisins í kringum gatnamótin. Benti einnig á að það þarf að setja hraðahindrun í Ásatúnið vegna hraðaksturs.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar.