Geirþrúðarhagi 5 - fyrirspurn um byggingarreit

Málsnúmer 2015120185

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur fram fyrirspurn f.h. lóðarhafa um hvort stækka megi byggingarreit fyrir raðhús á lóðinni.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn skipulagshönnuðar um stækkun byggingarreits.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur fram fyrirspurn f.h. lóðarhafa um hvort stækka megi byggingarreit fyrir raðhús á lóðinni. Á fundi skipulagsnefndar þann 13. janúar 2016 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn skipulagshönnuðar.

Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016. Lagt er til að tekið verði jákvætt í minniháttar frávik þar sem lenging hússins hefur ekki áhrif á nágranna eða götumynd. Meginhluti breytingar verði á vesturhluta lóðar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. janúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Breyting er gerð á byggingarreit til austurs í samræmi við viðræður við hönnuð (sjá tölvupóst).
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3390. fundur - 05.04.2016

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 23. mars 2016:

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. janúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Breyting er gerð á byggingarreit til austurs í samræmi við viðræður við hönnuð (sjá tölvupóst).

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 8. apríl með athugasemdafresti til 6. maí 2016.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e liðar 4. greinar Samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.