Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur fram fyrirspurn f.h. lóðarhafa um hvort stækka megi byggingarreit fyrir raðhús á lóðinni. Á fundi skipulagsnefndar þann 13. janúar 2016 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn skipulagshönnuðar.
Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016. Lagt er til að tekið verði jákvætt í minniháttar frávik þar sem lenging hússins hefur ekki áhrif á nágranna eða götumynd. Meginhluti breytingar verði á vesturhluta lóðar.