Stórholt 1 - göngustígur

Málsnúmer 2015110008

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Á fundi sínum þann 5. nóvember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 29. október 2015.

Liður 4 úr fundargerð, Stórholt 1 - göngustígur:

Friðrik F. Karlsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann vill að bærinn setji steyptan kant við austurhlið stígs sem nú er nýttur sem heimkeyrsla við Stórholt 1 en um leið sé kvöð um rétt almennings til að ganga eftir heimreiðinni sem svo tengist inn á annan göngustíg.
Skipulagsnefnd tekur neikvætt í erindið.