Davíðshagi 6 - fyrirspurn um fjölda íbúða

Málsnúmer 2015120183

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn f.h. lóðarhafa vegna fjölda íbúða. Skipulag gerir ráð fyrir 12 íbúðum að lágmarki, en óskað er eftir allt að 20 íbúðum af blandaðri stærð.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn skipulagshönnuðar og framkvæmdadeildar vegna breytingar á bílastæðafjölda.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn f.h. lóðarhafa vegna fjölda íbúða. Skipulag gerir ráð fyrir 12 íbúðum að lágmarki, en óskað er eftir allt að 20 íbúðum af blandaðri stærð. Á fundi skipulagsnefndar þann 13. janúar 2016 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn skipulagshönnuðar og framkvæmdadeildar vegna breytingar á bílastæðafjölda.

Umsögn skipulagshönnuðar, Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta, barst 18. janúar 2016.

Lagt er til að tekið verði jákvætt í fjölgun íbúða á lóðinni með vísan í ákvæði deiliskipulagsins sem gera ráð fyrir slíku. Ekki er tímabært að taka afstöðu til fjölgunar bílastæða fyrr en frumhönnun liggur fyrir og sýnt verði fram á það hvernig það yrði mögulegt.

Umsögn framkvæmdadeildar barst 25. janúar 2016.

Ekki er æskilegt að fjölga bílastæðum við gatnamót en lagðar eru fram tvær tillögur að fjölgun bílastæða, annars vegar eitt við Davíðshaga og þrjú við Kristjánshaga og hins vegar að fjölga bílastæðum um fjögur við Kristjánshaga.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina með vísun í innkomnar umsagnir og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við skipulagsstjóra.