Matthíasarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010114

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 14. janúar 2016 þar sem Lýður Hákonarson f.h. L & S verktaka ehf., kt. 680599-2629, sækir um lóð nr. 1 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Vilberg Helgason V-lista fór af fundi kl. 10:55
Erindi dagsett 14. janúar 2016 þar sem Lýður Hákonarson f.h. L & S verktaka ehf., kt. 680599-2629, sækir um lóð nr. 1 við Matthíasarhaga fyrir fjögurra íbúða hús. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka. Innkomin fyrirspurn 3. febrúar 2016 vegna breytingar á deiliskipulagi við Matthíasarhaga 1.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Jafnframt heimilar skipulagsnefnd umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem verður grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.