Hagahverfi reitur 1 - fyrirspurn um deiliskipulag

Málsnúmer 2016010167

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að fá að skila inn breyttri útgáfu af deiliskipulagi á reit númer 1 í Hagahverfi með úthlutun umræddra lóða í huga. Í breytingartillögunni verði leitast við að halda ásýnd svæðis, fjölda íbúða þess og uppfylla önnur markmið upphaflegs deiliskipulags þó með verulegri fækkun bílastæða í bílgeymslum.
Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda á grundvelli umræðu á fundinum.

Skipulagsnefnd - 223. fundur - 24.02.2016

SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um að fá að skila inn breyttri útgáfu af deiliskipulagi á reit númer 1 í Hagahverfi með úthlutun umræddra lóða í huga. Í breytingartillögunni verði leitast við að halda ásýnd svæðis, fjölda íbúða þess og uppfylla önnur markmið upphaflegs deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að ljúka viðræðum við umsækjanda sem skipulagsnefnd fól þeim á fundi skipulagsnefndar 27. janúar 2016.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að bílastæði verði í samræmi við gildandi deiliskipulag Hagahverfis.

Stefnt er að úthlutun lóðanna Davíðshaga 2 og 4 á næsta fundi.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um að fá að skila inn breyttri útgáfu af deiliskipulagi á reit númer 1 í Hagahverfi með úthlutun umræddra lóða í huga. Í breytingartillögunni verði leitast við að halda ásýnd svæðis, fjölda íbúða þess og uppfylla önnur markmið upphaflegs deiliskipulags.

Formaður gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda en erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar þann 24. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem nefndin leggur áherslu á inntak gildandi deiliskipulags.