Melgerðisás - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015050023

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 203. fundur - 13.05.2015

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Hörgárbraut, Skarðshlíð og Melgerðisás. Lýsingin er dagsett 13. maí 2015 og er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Skipulagsnefnd þakkar Gísla Kristinssyni fyrir kynninguna.

Afgreiðslu er frestað.

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Hörgárbraut, Skarðshlíð og Melgerðisás. Lýsingin er dagsett 24. júní 2015 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt sem kom á fundinn og kynnti hana.
Skipulagsnefnd þakkar Gísla fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Einnig felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi í samræmi við áherslur er fram koma í skipulagslýsingu.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Hörgárbraut, Skarðshlíð og Melgerðisás. Lýsingin er dagsett 24. júní 2015 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt sem kom á fundinn og kynnti hana.
Skipulagsnefnd þakkar Gísla fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Einnig felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi í samræmi við áherslur er fram koma í skipulagslýsingu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 208. fundur - 12.08.2015

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 15. júlí 2015 og send til umsagnar.

Fimm umsagnir bárust:

1) Skipulagsstofnun, dagsett 15. júlí 2015.

Skipulagslýsingin uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar til lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar. Gera þarf lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi.

2) Vegagerðin, dagsett 22. júlí 2015.

Engar athugasemdir eru gerðar en óskað er eftir að haft verði samráð um gerð skipulags vegna hljóðvistar í nýjum húsum.

3) Norðurorka, dagsett 22. júlí 2015.

a) Fráveita - lögn frá Hamri að Hraunholti er með helgunarkvöð. Þurfi að færa lögnina fellur kostnaður á Akureyrarbæ. Ekki er ljóst hvernig fráveitulagnir liggja frá eldri húsum.

b) Hitaveita - Götustofnar eru grannir og munu ekki fæða nýtt hverfi né stórar byggingar nema til komi endurnýjun lagna upp Skarðshlíð.

c) Vatnsveita og dreifiveita rafmagns - ekki eru sjáanlegir annmarkar sem hamla uppbyggingu á svæðinu. Líklega þarf að sprengja eitthvað af lögnum inn í Melgerðisásinn.

4) Íþróttafélagið Þór, dagsett 28. júlí 2015.

a) Skilgreind íþrótta- og æfingasvæði eiga að halda þeirri notkun.

b) Skoða ætti hvort hægt verði að koma fyrir fjölbýlishúsi við Undirhlíð.

c) Skoða ætti að koma fyrir tvíbýlishúsi neðst á Kvenfélagsreitnum næst Skarðshlíð.

d) Ef lóðir verða skilgreindar á Melgerðisás upp að svæði félagsins er mögulegt að það verði sléttað alveg út að mörkum.

e) Hæðarmunur milli svæða félagsins og utan þess gæti verið nokkur. Óhjákvæmilega kemur það fyrir að fótboltar fari út fyrir girðingar.

5) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 29. júlí 2015.

Reiturinn við Skarðshlíð er æfingasvæði Ungmennafélagsins. Þegar frjálsíþróttaleikvangurinn var gerður á Þórsvellinum var þessi kastvöllur ein af forsendum þess að það gengi upp. Mikið af æfingum fer fram á þessum velli og verður hann að vera til staðar fyrir frjálsíþróttafólk. Lokun Skarðshlíðar við hlið Bogans væri kostur til að auka möguleika á uppbyggingu.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 15. júlí 2015 og send til umsagnar.

Fimm umsagnir bárust:

1) Skipulagsstofnun, dagsett 15. júlí 2015.

Skipulagslýsingin uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar til lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar. Gera þarf lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi.

2) Vegagerðin, dagsett 22. júlí 2015.

Engar athugasemdir eru gerðar en óskað er eftir að haft verði samráð um gerð skipulags vegna hljóðvistar í nýjum húsum.

3) Norðurorka, dagsett 22. júlí 2015.

a) Fráveita - lögn frá Hamri að Hraunholti er með helgunarkvöð. Þurfi að færa lögnina fellur kostnaður á Akureyrarbæ. Ekki er ljóst hvernig fráveitulagnir liggja frá eldri húsum.

b) Hitaveita - Götustofnar eru grannir og munu ekki fæða nýtt hverfi né stórar byggingar nema til komi endurnýjun lagna upp Skarðshlíð.

c) Vatnsveita og dreifiveita rafmagns - ekki eru sjáanlegir annmarkar sem hamla uppbyggingu á svæðinu. Líklega þarf að sprengja eitthvað af lögnum inn í Melgerðisásinn.

4) Íþróttafélagið Þór, dagsett 28. júlí 2015.

a) Skilgreind íþrótta- og æfingasvæði eiga að halda þeirri notkun.

b) Skoða ætti hvort hægt verði að koma fyrir fjölbýlishúsi við Undirhlíð.

c) Skoða ætti að koma fyrir tvíbýlishúsi neðst á Kvenfélagsreitnum næst Skarðshlíð.

d) Ef lóðir verða skilgreindar á Melgerðisási upp að svæði félagsins er mögulegt að það verði sléttað alveg út að mörkum.

e) Hæðarmunur milli svæða félagsins og utan þess gæti verið nokkur. Óhjákvæmilega kemur það fyrir að fótboltar fari út fyrir girðingar.

5) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 29. júlí 2015.

Reiturinn við Skarðshlíð er æfingasvæði Ungmennafélagsins. Þegar frjálsíþróttaleikvangurinn var gerður á Þórsvellinum var þessi kastvöllur ein af forsendum þess að það gengi upp. Mikið af æfingum fer fram á þessum velli og verður hann að vera til staðar fyrir frjálsíþróttafólk. Lokun Skarðshlíðar við hlið Bogans væri kostur til að auka möguleika á uppbyggingu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands barst 11. september 2015: Fornleifaskráning var gerð fyrir svæðið 1998 og hana þarf að endurskoða til samræmis við staðla Fornleifastofnunar. Teikna þarf upp minjar og merkja inn á skipulagsuppdrátt þannig að staðsetning, umfang og útlit komi fram ef það er þekkt. Athygli er vakin á að ef fornminjar finnast við framkvæmd skal stöðva verkið án tafar og láta framkvæma vettvangskönnun.


Borist hefur ný fornleifaskráning sem unnin er af Guðmundi St. Sigurðarssyni og Bryndísi Zoëga hjá Byggðasafni Skagfirðinga, dagsett í janúar 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að svara umsögn Skipulagsstofnunar og vísar öðrum innkomnum umsögnum í vinnslu deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Lögð fram fyrstu drög að deiliskipulagi Melgerðisáss. Drögin eru unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 24. ágúst 2016.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Lögð fram drög að deiliskipulagi Melgerðisáss. Drögin eru unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 9. febrúar 2017. Skipulagshöfundur mætti á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsráð þakkar Gísla fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Lögð fram drög að deiliskipulagi Melgerðisáss. Drögin eru unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 10. febrúar 2017. Samhliða er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis - suðurhuta, dagsett 21. apríl 2017 unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf.
Skipulagsráð frestar málinu.

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Melgerðisáss og tillaga að breyttri útfærslu á fjölbýlishúsi á horni Skarðshlíðar og Undirhlíðar. Lögð fram kostnaðargreining Eflu verkfræðistofu vegna skipulagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á fullunninni tillögu ásamt tillögum að breytingum á íþróttasvæði Þórs og suðurhluta Hlíðahverfis.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista fór af fundi kl. 9:55.

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Melgerðisáss ásamt breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Hlíðahverfis hvað varðar afmörkun deiliskipulagsins. Áður lögð fram kostnaðargreining Eflu verkfræðistofu vegna skipulagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Drög að deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stefnt er að því að nýta óbyggð svæði innan núverandi byggðar undir íbúðarbyggð eftir því sem kostur er. Fyrst og fremst er litið til svæða, sem ekki eru í notkun, og svæða sem þjóna ekki lengur upphaflegu hlutverki sínu á viðunandi hátt eða þarfnast endurnýjunar og endurbyggingar.

Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningafundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017.


Fjórar ábendingar bárust:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017.

Fagnar því að ekki eigi að sprengja klappir, rífa gömul hús eða byggja háhýsi sem skyggja á klappir og gömlu byggðina sem fyrir er.

2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Óskar eftir að byggingarreitur bílskúrs við Melgerði verði færður suður að lóðamörkum og mun nær götunni.

b) Staðsetning bílastæða er óásættanleg. Núverandi bílastæði eru við innang hússins.

c) Lóðamörk að sunnan eru of norðarlega, óskað er eftir að minnsta kost 17 metra fjarlægð.

3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Setja ætti niður hús austan megin á Melgerðisásnum. Einfaldast og ódýrast væri að setja húsin niður um það bil á núverandi götu og hafa bæði götu og stíg vestast á svæðinu.

b) Húsin eru full vestarlega í tillögunni, of nálægt skólanum.

c) Nýta þarf plássið betur, þétta meira og fá útsýni úr húsunum.

d) Grisja þarf trjágróður.

e) Íbúðirnar í blokkunum ættu ekki að vera með bílakjallara þannig að þær verði of dýrar fyrir ungt fólk.

f) Svæðið hefur mun fleiri möguleika en búið er að leggja fram.

4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Sárlega vantar upphækkaða gangbraut yfir Skarðshlíðina á móts við göngustíg sem liggur milli Áshlíðar og Skarðshlíðar.

c) Mikilvægt er að gerð verði gangstétt meðfram Undirhlíðinni að norðanverðu milli Hörgárbrautar og Skarðshlíðar.


Ein umsögn barst:

1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017.

Bílastæðin eru, samkvæmt þessu, utan tvöfalds öryggissvæðis ( 2x4 m ) fyrir leyfðan hraða 50 og umferð yfir 3000 bíla. Það eru lágmarkskröfur samkvæmt veghönnunarreglum.

Vegagerðin gerir því ekki athugasemdir við skipulagið.


Lagt er fram kostnaðarmat á stíg neðan við Melgerðisás.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagssviði að gera tillögu að svörum við umsögnum og athugasemdum.

Skipulagsráð - 270. fundur - 16.08.2017

Drög að deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stefnt er að því að nýta óbyggð svæði innan núverandi byggðar undir íbúðarbyggð eftir því sem kostur er. Fyrst og fremst er litið til svæða, sem ekki eru í notkun, og svæða sem þjóna ekki lengur upphaflegu hlutverki sínu á viðunandi hátt eða þarfnast endurnýjunar og endurbyggingar.

Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningarfundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017. Breytingin kallar á breytt mörk deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta.



Fjórar ábendingar bárust:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017.

Fagnar því að ekki eigi að sprengja klappir, rífa gömul hús eða byggja háhýsi sem skyggja á klappir og gömlu byggðina sem fyrir er.



2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Óskar eftir að byggingarreitur bílskúrs við Melgerði verði færður suður að lóðamörkum og mun nær götunni.

b) Staðsetning bílastæða er óásættanleg. Núverandi bílastæði eru við inngang hússins.

c) Lóðamörk að sunnan eru of norðarlega, óskað er eftir að minnsta kosti 17 metra fjarlægð.



3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Setja ætti niður hús austan megin á Melgerðisásnum. Einfaldast og ódýrast væri að setja húsin niður um það bil á núverandi götu og hafa bæði götu og stíg vestast á svæðinu.

b) Húsin eru full vestarlega í tillögunni, of nálægt skólanum.

c) Nýta þarf plássið betur, þétta meira og fá útsýni úr húsunum.

d) Grisja þarf trjágróður.

e) Íbúðirnar í blokkunum ættu ekki að vera með bílakjallara þannig að þær verði of dýrar fyrir ungt fólk.

f) Svæðið hefur mun fleiri möguleika en búið er að leggja fram.



4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Sárlega vantar upphækkaða gangbraut yfir Skarðshlíðina á móts við göngustíg sem liggur milli Áshlíðar og Skarðshlíðar.

c) Mikilvægt er að gerð verði gangstétt meðfram Undirhlíðinni að norðanverðu milli Hörgárbrautar og Skarðshlíðar.



Ein umsögn barst:

1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017.

Bílastæðin eru, samkvæmt þessu, utan tvöfalds öryggissvæðis ( 2x4 m ) fyrir leyfðan hraða 50 km/klst. og umferð yfir 3000 bíla. Það eru lágmarkskröfur samkvæmt veghönnunarreglum.

Vegagerðin gerir því ekki athugasemdir við skipulagið.



Áður lagt fram kostnaðarmat á stíg neðan við Melgerðisás.
Svör við ábendingum og umsögnum:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017.

Gefur ekki tilefni til svars.



2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Í lagi er að færa byggingarreit bílskúrsins nær götunni. Ef byggingarreitur bílskúrs er færður að lóðamökum skal ákvæði 5. mgr. 9.7.5 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 uppfyllt: "Ef bílgeymsla minni en 100 m² er nær lóðamörkum en 3,0 m skal veggur sá er snýr að lóðamörkum vera REI 90 en REI 120-M ef fjarlægðin er undir 1,0 m. Veggurinn skal vera án opa og ná upp að ystu þakklæðningu".

b) Eðlilegt er að bílastæði séu framan bílskúrs.

c) Lóðamörk til suðurs teljast vel rúm, og færsla til suðurs kæmi niður á lóðabreidd annarra húsa í götunni.



3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Ekki er tekið undir þessa ábendingu vegna kostnaðar sem hlýst af færslu götunnar.

b) Hugsanlegt væri að færa húsin austar, en myndu þá lenda á klöpp.

c) Gefur ekki tilefni til svars.

d) Gefur ekki tilefni til svars, ekki deiliskipulagsmál.

e) Bílakjallarar eru nauðsynlegir til að uppfylla bílastæðakröfur innan lóða fjölbýlishúsanna og eru auk þess hagkvæmir vegna jarðvegsdýptar.

f) Gefur ekki tilefni til svars.



4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Tekið er undir athugasemd varðandi öryggi skólabarna. Upphækkuð gangbraut er sýnd nokkru norðar, mætti vel færast til móts við stíginn við Kvenfélagsreitinn, en fellur þá utan skipulagssvæðisins. Hraðatakmarkandi aðgerðir verða á fjórum stöðum í Skarðshlíðinni innan skipulagssvæðisins.

c) Skipulagstillagan gerir ráð fyrir gangstétt á þessum stað.



1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017.

Gefur ekki tilefni til svars.



Skipuagsráð leggur til að gert verði ráð fyrir stíg vestan við fyrirhugaðar einbýlishúsalóðir við Melgerðisás og þær minnkaðar sem því nemur, sem mögulega getur komið til framkvæmdar á síðari stigum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið verður auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt verða auglýst breytt mörk deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista, Ólína Freysteinsdóttir S-lista og Sigurjón Jóhannesson D-lista lögðu fram bókun:

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta deiliskipulagi í íbúarbyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.

Edward Hákon Huijbens V-lista óskaði bókað að hann styðji tillöguna eins og hún er auglýst. Mikilvægt er að efla skólahverfi Glerárskóla og íþróttastarf Þórs og UFA með þeim 90 nýju íbúðum sem mundu rísa á þessum reit við hlið Bogans. Telur Edward með öllu ótækt að fórna uppbyggingu á reitnum fyrir óljósar kröfur um frjálsíþróttahús sem engar haldbærar hugmyndir liggja fyrir um. Sjálfsagt er að taka tillit til þarfa kastíþróttafólks og ekki úthluta lóðum á reit norðan Bogans fyrr en ný aðstaða er komin fyrir kastíþróttir, hvort sem sú aðstaða verði norðan eða sunnan við Bogann á núverandi lóð Þórs.

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Drög að deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stefnt er að því að nýta óbyggð svæði innan núverandi byggðar undir íbúðarbyggð eftir því sem kostur er. Fyrst og fremst er litið til svæða, sem ekki eru í notkun, og svæða sem þjóna ekki lengur upphaflegu hlutverki sínu á viðunandi hátt eða þarfnast endurnýjunar og endurbyggingar.

Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningarfundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017. Breytingin kallar á breytt mörk deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta.

Fjórar ábendingar bárust:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017.

Fagnar því að ekki eigi að sprengja klappir, rífa gömul hús eða byggja háhýsi sem skyggja á klappir og gömlu byggðina sem fyrir er.

2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Óskar eftir að byggingarreitur bílskúrs við Melgerði verði færður suður að lóðamörkum og mun nær götunni.

b) Staðsetning bílastæða er óásættanleg. Núverandi bílastæði eru við inngang hússins.

c) Lóðamörk að sunnan eru of norðarlega, óskað er eftir að minnsta kosti 17 metra fjarlægð.

3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Setja ætti niður hús austan megin á Melgerðisásnum. Einfaldast og ódýrast væri að setja húsin niður um það bil á núverandi götu og hafa bæði götu og stíg vestast á svæðinu.

b) Húsin eru full vestarlega í tillögunni, of nálægt skólanum.

c) Nýta þarf plássið betur, þétta meira og fá útsýni úr húsunum.

d) Grisja þarf trjágróður.

e) Íbúðirnar í blokkunum ættu ekki að vera með bílakjallara þannig að þær verði of dýrar fyrir ungt fólk.

f) Svæðið hefur mun fleiri möguleika en búið er að leggja fram.

4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Sárlega vantar upphækkaða gangbraut yfir Skarðshlíðina á móts við göngustíg sem liggur milli Áshlíðar og Skarðshlíðar.

c) Mikilvægt er að gerð verði gangstétt meðfram Undirhlíðinni að norðanverðu milli Hörgárbrautar og Skarðshlíðar.

Ein umsögn barst:

1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017. Bílastæðin eru, samkvæmt þessu, utan tvöfalds öryggissvæðis ( 2x4 m ) fyrir leyfðan hraða 50 km/klst. og umferð yfir 3000 bíla. Það eru lágmarkskröfur samkvæmt veghönnunarreglum.

Vegagerðin gerir því ekki athugasemdir við skipulagið.

Áður lagt fram kostnaðarmat á stíg neðan við Melgerðisás.

Svör við ábendingum og umsögnum:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017. Gefur ekki tilefni til svars.

2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Í lagi er að færa byggingarreit bílskúrsins nær götunni. Ef byggingarreitur bílskúrs er færður að lóðamökum skal ákvæði 5. mgr. 9.7.5 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 uppfyllt: "Ef bílgeymsla minni en 100 m² er nær lóðamörkum en 3,0 m skal veggur sá er snýr að lóðamörkum vera REI 90 en REI 120-M ef fjarlægðin er undir 1,0 m. Veggurinn skal vera án opa og ná upp að ystu þakklæðningu".

b) Eðlilegt er að bílastæði séu framan bílskúrs.

c) Lóðamörk til suðurs teljast vel rúm, og færsla til suðurs kæmi niður á lóðabreidd annarra húsa í götunni.

3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Ekki er tekið undir þessa ábendingu vegna kostnaðar sem hlýst af færslu götunnar.

b) Hugsanlegt væri að færa húsin austar, en myndu þá lenda á klöpp.

c) Gefur ekki tilefni til svars.

d) Gefur ekki tilefni til svars, ekki deiliskipulagsmál.

e) Bílakjallarar eru nauðsynlegir til að uppfylla bílastæðakröfur innan lóða fjölbýlishúsanna og eru auk þess hagkvæmir vegna jarðvegsdýptar.

f) Gefur ekki tilefni til svars.

4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Tekið er undir athugasemd varðandi öryggi skólabarna. Upphækkuð gangbraut er sýnd nokkru norðar, mætti vel færast til móts við stíginn við Kvenfélagsreitinn, en fellur þá utan skipulagssvæðisins. Hraðatakmarkandi aðgerðir verða á fjórum stöðum í Skarðshlíðinni innan skipulagssvæðisins.

c) Skipulagstillagan gerir ráð fyrir gangstétt á þessum stað.

1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017.

Gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsráð leggur til að gert verði ráð fyrir stíg vestan við fyrirhugaðar einbýlishúsalóðir við Melgerðisás og þær minnkaðar sem því nemur, sem mögulega getur komið til framkvæmdar á síðari stigum.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið verður auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt verða auglýst breytt mörk deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta.



Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista, Ólína Freysteinsdóttir S-lista og Sigurjón Jóhannesson D-lista lögðu fram bókun:

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta deiliskipulagi í íbúarbyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.



Edward Hákon Huijbens V-lista óskaði bókað að hann styðji tillöguna eins og hún er auglýst. Mikilvægt er að efla skólahverfi Glerárskóla og íþróttastarf Þórs og UFA með þeim 90 nýju íbúðum sem mundu rísa á þessum reit við hlið Bogans. Telur Edward með öllu ótækt að fórna uppbyggingu á reitnum fyrir óljósar kröfur um frjálsíþróttahús sem engar haldbærar hugmyndir liggja fyrir um. Sjálfsagt er að taka tillit til þarfa kastíþróttafólks og ekki úthluta lóðum á reit norðan Bogans fyrr en ný aðstaða er komin fyrir kastíþróttir, hvort sem sú aðstaða verði norðan eða sunnan við Bogann á núverandi lóð Þórs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.



Bæjarfulltrúar D-lista Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Sigurjón Jóhannesson lögðu fram eftirfarandi bókun:

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta deiliskipulagi í íbúarbyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.

Frístundaráð - 14. fundur - 28.09.2017

Skipulagssvið óskar eftir umsögn frístundaráðs á tillögum að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi á Melgerðisás, við Skarðshlíð og á íþróttasvæði Þórs.

Á fundinn mætti Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála og fór yfir tillögur að breyttu deiliskipulagi fyrir Þórssvæðið.

Frístundaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu svo framanlega sem hún sé unnin í samráði við íþróttafélögin Þór og UFA.



Þórunn Sif Harðardóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta deiliskipulagi í íbúabyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og breyting á íþróttasvæði Þórs.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Tekið til umræðu. Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017.
Frestað.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018.

Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið.
Frestað.

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 4. apríl 2018. Lagðar fram tillögur skipulagssviðs að svörum við athugasemdum.
Skipulagsráð samþykkir svör við athugasemdum en frestar málinu að öðru leyti. Skipulagssviði er falið að senda svör til þeirra sem gerðu athugasemdir.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið. Skipulagsráð samþykkti svör við athugasemdum en frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir að skipulagssvæðinu verði skipt upp í tvö skipulagssvæði A- og B-hluta og deiliskipulagi B-hluta verði frestað. Skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga fyrir A-hlutann þannig breytt og breyting á suðurhluta Hlíðahverfis verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3437. fundur - 26.06.2018

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. maí 2018:

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið. Skipulagsráð samþykkti svör við athugasemdum en frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018.

Skipulagsráð samþykkir að skipulagssvæðinu verði skipt upp í tvö skipulagssvæði A- og B-hluta og deiliskipulagi B-hluta verði frestað. Skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga fyrir A-hlutann þannig breytt og breyting á suðurhluta Hlíðahverfis verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.