Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, breytt skráning

Málsnúmer 2015120028

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Argos ehf Arkitektastofa Stefáns og Grétars sækir með bréfi f.h. Minjaverndar dagsett 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðarhótel.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar umsagnar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Skipulagsnefnd frestaði erindi um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðarhótel, á fundi 9. desember 2015 og óskaði umsagnar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar.

Umsögn hverfisnefndar Brekku og Innbæjar barst 11. janúar 2016. Nefndin sér ekki ástæðu til að hafna beiðni um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði.
Skipulagsnefnd tekur undir umsögn hverfisnefndar Brekku og Innbæjar og tekur jákvætt í að breyta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði. Ekki verður séð að fjórar útleigueiningar í húsinu muni hafa neikvæð áhrif á aðliggjandi byggð eða auka umferð meira en sem nemur fjórum íbúðum með föstum íbúum.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar og heimilar jafnframt umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Argos ehf., Arkitektastofa Stefáns og Grétars, sótti með bréfi f.h. Minjaverndar dagsettu 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðahótel. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 27. janúar 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi er dagsett 27. apríl 2016 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3392. fundur - 03.05.2016

10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. apríl 2016:

Argos ehf., Arkitektastofa Stefáns og Grétars, sótti með bréfi f.h. Minjaverndar dagsettu 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðahótel. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 27. janúar 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi er dagsett 27. apríl 2016 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.



Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Erindið Minjaverndar dagsett 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðahótel, var grenndarkynnt frá 9. maí með athugasemdafresti til 6. júní 2016.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhann Heiðar Sigtryggsson mótmælir fyrirhuguðum breytingum fyrir Aðalstræti 4. Mikið ónæði sé nú þegar frá ísbúðinni í Aðalstræti 3 og svæðið þoli ekki meiri umgang.

2. Inga Elísabet Vésteinsdóttir og Orri Harðarson.

a) Nágrannar Aðalstrætis 4 fara fram á að umferðarmál á svæðinu verði endurskoðuð vegna mikillar aðsóknar í fyrirtæki á svæðinu.

b) Meðfylgjandi er tillaga að breytingum á umferðarmálum á svæðinu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Erindið Minjaverndar dagsett 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, það er íbúðahótel, var grenndarkynnt frá 9. maí með athugasemdafresti til 6. júní 2016.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhann Heiðar Sigtryggsson mótmælir fyrirhuguðum breytingum fyrir Aðalstræti 4. Mikið ónæði sé nú þegar frá ísbúðinni í Aðalstræti 3 og svæðið þoli ekki meiri umgang.

2. Inga Elísabet Vésteinsdóttir og Orri Harðarson.

a) Nágrannar Aðalstrætis 4 fara fram á að umferðarmál á svæðinu verði endurskoðuð vegna mikillar aðsóknar í fyrirtæki á svæðinu.

b) Meðfylgjandi er tillaga að breytingum á umferðarmálum á svæðinu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd tekur undir innkomnar athugasemdir og samþykkir því að einungis verði leyfðar 3 hótelíbúðir í húsinu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þess.

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. júní 2016:

Erindið Minjaverndar dagsett 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, það er íbúðahótel, var grenndarkynnt frá 9. maí með athugasemdafresti til 6. júní 2016.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhann Heiðar Sigtryggsson mótmælir fyrirhuguðum breytingum fyrir Aðalstræti 4. Mikið ónæði sé nú þegar frá ísbúðinni í Aðalstræti 3 og svæðið þoli ekki meiri umgang.

2. Inga Elísabet Vésteinsdóttir og Orri Harðarson.

a) Nágrannar Aðalstrætis 4 fara fram á að umferðarmál á svæðinu verði endurskoðuð vegna mikillar aðsóknar í fyrirtæki á svæðinu.

b) Meðfylgjandi er tillaga að breytingum á umferðarmálum á svæðinu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.

Skipulagsnefnd tekur undir innkomnar athugasemdir og samþykkir því að einungis verði leyfðar 3 hótelíbúðir í húsinu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þess.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.


Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Logi Már Einarsson S-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Gunnar Gíslason tók við stjórn fundarins.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.