Helgamagrastræti 22 - fyrirspurn um stakstæða bílageymslu

Málsnúmer 2015080103

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 24. ágúst 2015 þar sem Agnes Heiða og Árni Gunnar Kristjánsson spyrjast fyrir um hvort leyfi fengist fyrir gerð stakstæðrar bílageymslu á lóð nr. 22 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Erindi dagsett 24. ágúst 2015 þar sem Agnes Heiða Skúladóttir og Árni Gunnar Kristjánsson spyrjast fyrir um gerð stakstæðrar bílageymslu á lóð nr. 22 við Helgamagrastræti. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu að deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dagsett 14. október 2015, og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Kostnaðargreining tillögunnar var unnin á framkvæmdadeild.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á færslu hraðahindrunar sem gert er ráð fyrir í tillögunni og því skal gert ráð fyrir henni óbreyttri.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3381. fundur - 03.11.2015

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 28. október 2015:

Erindi dagsett 24. ágúst 2015 þar sem Agnes Heiða Skúladóttir og Árni Gunnar Kristjánsson spyrjast fyrir um gerð stakstæðrar bílageymslu á lóð nr. 22 við Helgamagrastræti. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu að deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 14. október 2015 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Kostnaðargreining tillögunnar var unnin á framkvæmdadeild.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á færslu hraðahindrunar sem gert er ráð fyrir í tillögunni og því skal gert ráð fyrir henni óbreyttri.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 4. nóvember með athugasemdafresti til 2. desember 2015.

Ein athugasemd barst:

1) Bára Björnsdóttir og Hermann Jón Tómasson, dagsett 30. nómveber 2015.

Gerðar eru athugasemdir vegna nálægðar fyrirhugaðrar byggingar við þeirra heimili vegna áhrifa á útsýni og snjósöfnun. Um er að ræða breytingu í gömlu hverfi þar sem ekki var gert ráð fyrir byggingu bílageymsla á suðurhluta lóða í götunni. Um er að ræða verulega breytingu á heildaryfirbragði götunnar og er lagst alfarið gegn slíkri breytingu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 4. nóvember með athugasemdafresti til 2. desember 2015.

Ein athugasemd barst:

1) Bára Björnsdóttir og Hermann Jón Tómasson, dagsett 30. nóvember 2015.

Gerðar eru athugasemdir vegna nálægðar fyrirhugaðrar byggingar við þeirra heimili vegna áhrifa á útsýni og snjósöfnun. Um er að ræða breytingu í gömlu hverfi þar sem ekki var gert ráð fyrir byggingu bílageymsla á suðurhluta lóða í götunni. Um er að ræða verulega breytingu á heildaryfirbragði götunnar og er lagst alfarið gegn slíkri breytingu.

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 27. janúar 2016.

Umsækjandi lagði fram teikningar sem sýnir mögulega staðsetningu bílskúrsins þar sem komið er til móts við athugasemdir nágranna. Samþykki nágrannans liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd frestar erindinu til 27. apríl 2016.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 4. nóvember með athugasemdafresti til 2. desember 2015.

Ein athugasemd barst:

1) Bára Björnsdóttir og Hermann Jón Tómasson, dagsett 30. nóvember 2015.

Gerðar eru athugasemdir vegna nálægðar fyrirhugaðrar byggingar við þeirra heimili vegna áhrifa á útsýni og snjósöfnun. Um er að ræða breytingu í gömlu hverfi þar sem ekki var gert ráð fyrir byggingu bílageymsla á suðurhluta lóða í götunni. Um er að ræða verulega breytingu á heildaryfirbragði götunnar og er lagst alfarið gegn slíkri breytingu.

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 27. janúar og aftur 13. apríl 2016.

Umsækjandi lagði fram teikningar sem sýnir mögulega staðsetningu bílskúrsins þar sem komið er til móts við athugasemdir nágranna.

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2016 frá Báru Björnsdóttur og Hermanni Jóni Tómassyni þar sem þau leggjast enn gegn umræddum framkvæmdum.
Skipulagsnefnd tekur undir innkomna athugasemd og hafnar því umbeðinni breytingu á deiliskipulagi.