Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015020006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3447. fundur - 05.02.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð 52. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 19. janúar 2015.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir

Bæjarráð - 3456. fundur - 24.04.2015

Lagðar fram 53. og 54. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsettar 24. febrúar og 16. apríl 2015.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Fundargerð 53. fundar er lögð fram til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar 2. lið fundargerðar 54. fundar til framkvæmdadeildar ásamt 3. lið a), b) og c), 3. lið d) og f) er vísað til skipulagsdeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Skipulagsnefnd - 203. fundur - 13.05.2015

Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 24. apríl 2015 eftirfarandi bókun:

Lagðar fram 53. og 54. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsettar 24. febrúar og 16. apríl 2015.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir.

Bæjarráð vísar 3. lið d) og f) fundargerðar 54. fundar til skipulagsdeildar.

Liður úr fundargerð:

3. Ýmis mál er þarfnast úrbóta.

d) Fengum ábendingu um að hægri rétturinn sé áberandi í Gerðahverfi 2. Íbúar telja mikilvægt að brugðist verði við áður en stórslys verða og setja upp biðskyldur í hverfinu.

f) Autt svæði er sem tilheyrir Bjarkarlundi 2. Mikil slysagildra og teljum við brýnt að gert verði að þessari lóð. Til dæmis má tyrfa og setja rólur, sandkassa og rennibraut.
Svar við ábendingum:

3. Ýmis mál er þarfnast úrbóta.

d) Í íbúðahverfum bæjarins er gert ráð fyrir 30 km hámarkshraða með svokölluðum "hægri rétti". Stefna bæjarins hefur verið sú að staðsetja biðskyldur við innkomur í hverfin en að öðru leyti gildi hægri rétturinn með 30 km hámarkshraða.

f) Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er um hefðbundna byggingarlóð að ræða en þar sem talvert jarðvegsdýpi er á svæðinu hefur lóðinni ekki verið úthlutað.

Skipulagsnefnd leggur til að lóðin verði felld út að sinni og óskar eftir að framkvæmdadeild jafni svæðið út þannig að ekki verði þar vatnssöfnun og gangi frá því sem grassvæði.

Bæjarráð - 3461. fundur - 04.06.2015

Lögð fram 55. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 20. maí 2015.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 4. lið a) og seinni hluta 4. b) til framkvæmdadeildar og fyrri hluta 4. liðar b) til skipulagsdeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Á fundi sínum þann 4. júní 2015, vísaði bæjarráð fyrri hluta 4. liðar b. til skipulagsdeildar:


4. Önnur mál

b. Nefndin telur mikilvægt að ráðist verði í gerð hringtorgs við gatnamót Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar til að greiða fyrir umferð á þessu svæði. Þá lýsum við yfir að snyrta þurfi svæðið í kring þar sem mikil órækt er meðfram götum við núverandi gatnamót.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur íbúa af aukinni umferð við gatnamótin en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdadeild er gert ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdir við hringtorg 2016.

Bæjarráð - 3478. fundur - 22.10.2015

Lögð fram 56. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 8. október 2015.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 3. lið til skipulagsdeildar, 4. lið til framkvæmdadeildar, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3480. fundur - 29.10.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 15. október 2015.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni.

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Á fundi sínum þann 22. október 2015, vísaði bæjarráð 3. lið 56. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis til skipulagsdeildar:

Hverfisnefndin vill gjarnan sjá teljara sem telur bíla sem fara um Akurgerði og reyna að henda reiður á fjölda flutningabíla sem fara um götuna dag hvern. Nefndin leggur auk þess til að áberandi skilti fari á sitt hvorn enda götunnar þess efnis að banna akstur stórra flutningabíla frá morgni til eftirmiðdags. Auk tillagna okkar hér fyrir ofan væri fínt ef fram kæmu hugmyndir að viðunandi lausnum til að minnka hraða og koma í veg fyrir akstur stórra bifreiða um götuna og beina þeirri umferð út í Þingvallastrætið.
Skipulagsnefnd frestar erindinu meðan beðið er niðurstöðu hraðamælinga og talningu bíla sem óskað hefur verið eftir frá framkvæmdadeild.

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Á fundi sínum þann 22. október 2015, vísaði bæjarráð 3. lið 56. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis til skipulagsdeildar:

Hverfisnefndin vill gjarnan sjá teljara sem telur bíla sem fara um Akurgerði og reyna að henda reiður á fjölda flutningabíla sem fara um götuna dag hvern. Nefndin leggur auk þess til að áberandi skilti fari á sinn hvorn enda götunnar þess efnis að banna akstur stórra flutningabíla frá morgni til eftirmiðdags. Auk tillagna hér að ofan væri fínt ef fram kæmu hugmyndir að viðunandi lausnum til að minnka hraða og koma í veg fyrir akstur stórra bifreiða um götuna og beina þeirri umferð út í Þingvallastrætið.

Innkomnin gögn frá framkvæmdadeild 20. janúar 2015 með niðurstöðu hraðamælinga.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis miðað við niðurstöður mælinga framkvæmdadeildar og óskar eftir tillögum frá framkvæmdadeild um úrbætur.