Samræming lóðaafmarkana fyrir orkufyrirtæki innan sveitarfélaga

Málsnúmer 2016010083

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Lagt fram erindi dagsett 8. janúar 2016 frá Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir athugasemdum eða áliti Akureyrarkaupstaðar á samræmdri skilgreiningu um lóðir orkufyrirtækja.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að samræmdri skilgreiningu.