Torfunef 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010085

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 6. janúar 2016 þar sem Torfi G. Yngvason f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf., kt. 480116-0700, og Torfa G. Ingvasonar, sækir um lóð nr. 9 við Torfunef.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um afhendingartíma og byggingarhæfi lóðarinnar.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Erindi dagsett 9. júní 2023 þar sem Torfi G. Yngvason f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir núverandi þjónustuhús við lóðir á Oddeyrarbót við Hof. Í erindinu kemur fram að fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við byggingu á lóð Oddeyrarbótar 2 um leið og deiliskipulagsbreyting tekur gildi.
Skipulagsráð samþykkir að framlengja stöðuleyfi fyrir núverandi mannvirki fram til 1. október 2023 með þeim fyrirvara að ef uppbygging hefst á lóð Oddeyrarbótar 1 verði húsið fjarlægt með tveggja vikna fyrirvara.

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Erindi Rannveigar Grétarsdóttur dagsett 23. mars 2024, f.h. Hvalaskoðunar Akureyri ehf., þar sem óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir gámahús á lóðinni þar til nýtt hús verður tekið í notkun.
Skipulagsráð samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir gámahús á lóðinni til 1. september 2024. Tryggja þarf að húsið hafi ekki neikvæð áhrif á uppbyggingu á aðliggjandi lóðum. Staðsetning verði útfærð í samráði við byggingarfulltrúa.