Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda

Málsnúmer 2006040018

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 87. fundur - 18.05.2011

Kristinn H. Svanbergsson íþróttafulltrúi kynnti úthlutunarreglur vegna niðurgreiðslu þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kristni fyrir kynninguna og óskar eftir að haft verði samráð þegar og ef breytingar verða gerðar.

Íþróttaráð - 124. fundur - 17.01.2013

Endurskoðun á úthlutunarreglun fyrir niðurgreiðslu þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri.
Guðmundur Árnason frá Dynax kynnti Nóra, rafrænt þjónustukerfi fyrir hvatapeninga.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdarstjóri samfélags- og mannréttindadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Guðmundi Árnasyni fyrir kynninguna.

Íþróttaráð samþykkir að hækka aldursviðmið barna vegna niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi um tvö ár. Niðurgreiðslan mun gilda fyrir börn á aldrinum 6-13 ára.

Íþróttaráð - 125. fundur - 07.02.2013

Matthías Rögnvaldsson frá Stefnu hugbúnaðarhúsi mætti og kynnti TÍM, sem er rafrænt skráningarkerfi sem heldur utan um þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Íþróttaráð þakkar Matthíasi fyrir heimsóknina og kynninguna.

Íþróttaráð - 126. fundur - 21.02.2013

Umræða um rafrænt skráningar- og þjónustukerfi sem heldur utan um hvatapeninga og þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Íþróttaráð stefnir að því að taka upp rafrænt skráningar- og þjónustukerfi sem heldur utan um hvatapeninga og þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Unnið verður að málinu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2014.

Forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram.

Íþróttaráð - 127. fundur - 07.03.2013

Erindi (ódags.) frá Erlu B. Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY) varðandi ósk um að SÍMEY fái að taka á móti tómstundaávísnunum vegna þátttöku barna á námskeiðum í tölvuleikjaforritun á vegum SÍMEY og Skema.

Íþróttaráð heimilar SÍMEY að taka á móti tómstundaávísunum til niðurgreiðslu vegna námskeiðs fyrir börn í tölvuleikjaforritun.

Íþróttaráð - 141. fundur - 07.11.2013

Erindi dags. 10. október 2013 frá Heimi Bjarna Ingimarssyni eiganda fyrirtækisins HBI Vocalist studio ehf um að fyrirtækið fái að taka á móti tómstundaávísunum íþróttaráðs vegna söngskóla fyrirtækisins fyrir börn og unglinga.

Íþróttaráð samþykkir beiðni HBI Vocalist studio ehf um að fá að taka á móti tómstundaávísunum íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 144. fundur - 16.01.2014

Lögð fram drög að breytingum á reglum um frístundastyrki til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri vegna tilkomu rafræns kerfis.

Íþróttaráð samþykkir breytingar á reglum um frístundastyrki til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

Ragnheiður Jakobsdóttir D-lista vék af fundi kl. 15:20.

Samfélags- og mannréttindaráð - 140. fundur - 29.01.2014

Íþróttaráð samþykkti á fundi sínum 16. janúar sl. breytingar á reglum um frístundastyrki til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti breytingarnar.

Íþróttaráð - 153. fundur - 14.08.2014

Erindi dagsett 1. ágúst 2014 frá forsvarskonum "Steps Dancecenter" þar sem starfsemi dansskólans er kynnt og óskað eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk íþróttaráðs á námskeið hjá dansskólanum.

Íþróttaráð samþykkir erindið.

Íþróttaráð - 153. fundur - 14.08.2014

Erindi dagsett 30. júlí 2014 frá Katrínu Mist Haraldsdóttur eiganda "Leik- og dansstúdíó Alice" þar sem starfsemin er kynnt og óskað eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk íþróttaráðs á námskeið hjá stúdíóinu.

Íþróttaráð samþykkir erindið.

Íþróttaráð - 160. fundur - 04.12.2014

Erindi dagsett 3. desember 2014 frá Þóreyju Árnadóttur þar sem óskað er undanþágu samanber 6. gr. úthlutunarreglna íþróttaráðs um frístundastyrki.

Íþróttaráð frestar erindinu.

Íþróttaráð - 161. fundur - 18.12.2014

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 3. desember 2014 frá Þóreyju Árnadóttur sem frestað var á síðasta fundi íþróttaráðs. Þar er óskað eftir undanþágu samanber 6. gr. úthlutunarreglna íþróttaráðs um frístundastyrki.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu með tilliti til úthlutunarreglna frístundastyrkja.

Íþróttaráð - 161. fundur - 18.12.2014

Farið yfir úthlutunarreglur fyrir frístundastyrki til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri.
Íþróttaráð samþykkir breytingar á úthlutunarreglum fyrir árið 2015.
Íþróttaráð samþykkir að hækka frístundastyrk í kr. 12.000 frá og með 1. janúar 2015.
Íþróttaráð samþykkir að hækka aldursviðmið barna vegna frístundastyrks í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi um fjögur ár. Frístundarstyrkurinn mun gilda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára frá og með næstu áramótum.

Íþróttaráð - 182. fundur - 17.12.2015

Umræður um frístundastyrk fyrir árið 2016.
Íþróttaráð samþykkir að hækka frístundastyrk í kr. 16.000 frá og með 1. janúar 2016. Frístundastyrkur gildir fyrir börn á aldrinum 6-17 ára.

Íþróttaráð - 184. fundur - 21.01.2016

Farið yfir nýtingu og notkun á frístundastyrk árið 2015.
Lagt fram til kynningar.

Íþróttaráð - 185. fundur - 04.02.2016

Úthlutunarreglur frístundastyrks Akureyrarbæjar endurskoðaðar.
Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Íþróttaráð - 186. fundur - 18.02.2016

Endurskoðun úthlutunarreglna frístundastyrks Akureyrarbæjar.
Frestað.

Íþróttaráð - 187. fundur - 24.02.2016

Endurskoðun úthlutunarreglna frístundastyrks Akureyrarbæjar.
Íþróttaráð samþykkir breytingar á úthlutunarreglum frístundastyrksins í samræmi við umræður á fundinum.

Forstöðumanni íþróttamála falið að kynna breytingarnar fyrir hlutaðeigandi aðilum.

Frístundaráð - 3. fundur - 23.02.2017

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna árið 2016.
Frístundráð þakkar forstöðumanni fyrir greinargóðar upplýsingar.

Frístundaráð - 8. fundur - 19.05.2017

Deildarstjóri íþróttamála lagði til að iðkendum á sumarnámskeiðum fyrir börn með skilgreinda fötlun verði heimilt að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar til greiðslu þátttökugjalda sumarnámskeiðanna.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að heimila notkun frístundastyrks til greiðslu þátttökugjalda á sumarnámskeiðum fyrir börn með skilgreinda fötlun.

Frístundaráð - 11. fundur - 31.08.2017

Erindi dagsett 28. júní 2017 frá fyrirtækinu Hugarfrelsi ehf sem óskar eftir að geta boðið þátttakendum sínum að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeið á vegum fyrirtækisins.
Frístundaráð samþykkir erindi frá Hugarfrelsi ehf.

Frístundaráð - 21. fundur - 11.01.2018

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna árið 2017.
Frístundaráð þakkar deildarstjóra íþróttamála fyrir greinargóðar upplýsingar.

Frístundaráð - 22. fundur - 25.01.2018

Erindin dagsett 23. janúar 2018 frá Vísindaskóla unga fólksins þar sem óskað er eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeið Vísindaskólans. Skólinn er á vegnum Háskólans á Akureyri og er fyrir 11-13 ára börn.
Frístundaráð samþykkir erindið.

Frístundaráð - 29. fundur - 12.04.2018

Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs kom á fundinn kl. 13:00.
Deildarstjóri íþróttamála lagði fram tillögu um víðari nýtingarmöguleika á frístundastyrk Akureyrarbæjar.
Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra íþróttmála.

Frístundaráð - 37. fundur - 05.09.2018

Erindi dagsett 31. ágúst 2018 frá Reiðskólanum Ysta-Gerði þar sem óskað er eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeiðum reiðskólans.
Frístundaráð samþykkir að heimila Reiðskólanum Ysta-Gerði að taka á móti frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeiðum skólans.

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna á Akureyri árið 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 53. fundur - 03.04.2019

Erindi dagsett 21. mars 2019 frá Sporthestum ehf. þar sem óskað er eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeið Sporthesta.

Frístundaráð samþykkir erindið.

Frístundaráð - 57. fundur - 05.06.2019

Erindi dagsett 22. maí 2019 frá Arnbjörgu K. Konráðsdóttur f.h. Om Ur jógastöðvarinnar þar sem óskað er eftir því að fá að taka við frístundastyrk Akureyrarbæjar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að Om Ur jógastöðin geti tekið við frístundastyrk Akureyrarbæjar.

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til afgreiðslu drög að endurskoðuðum reglum um frístundastyrk til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Frístundaráð samþykkir endurskoðaðar reglur um frístundastyrk.

Frístundaráð - 71. fundur - 05.02.2020

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna árið 2019.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að safnað verði saman upplýsingum um þróun æfingagjalda hjá íþrótta- og tómstundafélögum sl. 3-5 ár.

Frístundaráð - 89. fundur - 27.01.2021

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir nýtingu frístundastyrks á árinu 2020.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 2. fundur - 24.01.2022

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir notkun á frístundastyrk árið 2021.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 27. fundur - 13.03.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir notkun á frístundastyrk Akureyrarbæjar árið 2022.


Áheyrnarfulltrúi: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 36. fundur - 28.08.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar og umræðu minnisblað varðandi frístundastyrk Akureyrarbæjar árið 2024.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjárhagsáætlunargerðar ráðsins fyrir árið 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 45. fundur - 08.01.2024

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar og umræðu að nýju minnisblað varðandi frístundastyrk Akureyrarbæjar árið 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að frístundastyrkur fyrir árið 2024 verði 50.000 kr.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 48. fundur - 11.03.2024

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir notkun á frístundastyrk Akureyrarbæjar árið 2023.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.