Frístundaráð

53. fundur 03. apríl 2019 kl. 12:00 - 14:10 Rósenborg - kennslustofa 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka inn á dagskrá tvö mál.
Málsnr. 2012100159 - Afrekssjóður Akureyrar og málsnr. 2019030165 - Dalsbraut KA umsókn um stúku.
Var það samþykkt.

1.Jafnréttisúttekt á íþróttastarfsemi

Málsnúmer 2018020173Vakta málsnúmer

Anna Soffía Víkingsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri kynnti niðurstöður úr jafnréttisúttekt á íþróttastarfsemi.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu samfélagssviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Önnu Soffíu fyrir góða kynningu.

Frístundaráð óskar eftir því að ÍBA vinni málið áfram og niðurstöðurnar verði kynntar ÍBA og aðildarfélögum þess.

2.Akureyri á iði

Málsnúmer 2015040025Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála gerði grein fyrir verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði og leggur til að bæjarbúum verði boðinn frír aðgangur að sundlaugum bæjarins einu sinni í viku og veittur verði afsláttur af árskortum í maímánuði í tilefni verkefnisins.

Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra og felur honum nánari útfærslu á hugmyndinni.

Ráðið samþykkir tillögu Huldu Margrétar Sveinsdóttur áheyrnarfulltrúa ungmennaráðs að veittur verði 20% afsláttur af árskortum í maí.

3.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Deilarstjóri íþróttamála lagði fram endurskoðaða samþykkt fyrir Afrekssjóð Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa samþykktinni til umsagnar hjá ungmennaráði.

4.Dalsbraut KA - umsókn um stúku

Málsnúmer 2019030165Vakta málsnúmer

Skipulagsráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 26. mars sl. og vísaði málinu til frístundaráðs með eftirfarandi bókun:

Skipulagsráð telur að forsenda uppbyggingar á stúku í samræmi við erindið sé að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Er ákvörðun um næstu skref vísað til frístundaráðs.

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA mætti á fundinn og fylgdi erindinu eftir.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að fela formanni ráðsins ásamt formanni skipulagsráðs, deildarstjóra íþróttamála og framkvæmdastjóra ÍBA að ræða við forsvarsmenn KA.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019

Málsnúmer 2018080857Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að frístundaráð sendi inn nýtt erindi vegna búnaðarkaupa en ráðið hafði áður bókað um slíkt á fundi sínum þann 4. janúar sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 17.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar fyrir eftirtöldum búnaði:

- Nýjar skorklukkur í íþróttamannvirki kr. 7.000.000

- Hjólabraut (Pumptrack) kr. 10.000.000

6.Frístundastyrkur / tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2019 frá Sporthestum ehf. þar sem óskað er eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeið Sporthesta.

Frístundaráð samþykkir erindið.

7.FF Múrbrjótar - fótbolti án fordóma - styrkbeiðni vegna aðstöðu

Málsnúmer 2018040259Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 frá Ólafi Torfasyni, Kolbeini Aðalsteinssyni og Hauki Snæ Baldurssyni, fyrir hönd FF Múrbrjóta, þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styrki félagið um tíma í íþróttahúsi Naustaskóla.
Frístundaráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.