Fræðslu- og lýðheilsuráð

48. fundur 11. mars 2024 kl. 13:00 - 15:45 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
 • Heimir Örn Árnason formaður
 • Jón Þorvaldur Heiðarsson
 • Bjarney Sigurðardóttir
 • Tinna Guðmundsdóttir
 • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Rannveig Elíasdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
 • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
 • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
 • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
 • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
 • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Gunnar Már Guðmundsson B-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Erindi varðandi búnað á félagssvæði KKA Akstursíþróttafélags í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2024030260Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2024 frá Geir Kr. Aðalsteinssyni formanni ÍBA fyrir hönd KKA Akstursíþróttafélags þar sem óskað er eftir styrk til að viðhalda búnaði á félagsvæði félagsins í Hlíðarfjalli.

Bjarki Sigurðsson formaður KKA Akstursíþróttafélags sat fundinn undir þessum lið og kynnti erindið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Bjarka fyrir kynninguna. Ráðið felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

2.Endurnýjun fimleikabúnaðar í Íþróttamiðstöð Giljaskóla

Málsnúmer 2024030153Vakta málsnúmer

Erindi frá Ellerti Erni Erlingssyni forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað er eftir heimild til að fara í endurnýjun á fimleikabúnaði í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.

3.Frístundastyrkur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir notkun á frístundastyrk Akureyrarbæjar árið 2023.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

4.Lýðheilsukort - tilraunaverkefni 2022-2024

Málsnúmer 2022101039Vakta málsnúmer

Umræður um lýðheilsukortið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

5.Námsgögn - tillaga að breyttum starfsháttum

Málsnúmer 2024030430Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 7. mars 2024 frá skólastjórum grunnskóla Akureyrarbæjar um tillögur að breyttum starfsháttum vegna námsgagna nemenda.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir tillögur skólastjóra grunnskóla að breyttum starfsháttum vegna námsgagna nemenda fyrir skólaárið 2024-2025. Ráðið felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að útfæra verklag í samráði við skólastjórnendur.

6.Öryggi nemenda á bílastæði - erindi frá réttindaráði Giljaskóla

Málsnúmer 2024030440Vakta málsnúmer

Erindi frá réttindaráði Giljaskóla dagsett 29. febrúar 2024 varðandi öryggi nemenda á bílastæðum.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar réttindaráði Giljaskóla fyrir erindið og tekur undir áhyggjur þess varðandi öryggismál og bílaumferð á bílastæði Giljaskóla, Kiðagils og Íþróttamiðstöð Giljaskóla. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

7.Símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023100652Vakta málsnúmer

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs kynntu niðurstöður vinnu við samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar frá og með skólaárinu 2024 - 2025.

8.Frumvarp til laga um inngildandi menntun

Málsnúmer 2024030445Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um inngildandi menntun. Í frumvarpinu er kveðið á um að í leik-, grunn- og framhaldsskólum og frístundastarfi skuli fara fram inngildandi menntun og um rétt barna og ungmenna til þess. Inngildandi menntun felur m.a. í sér heildstætt skipulag kennslu, starfshátta og stuðningsúrræða í skóla- og frístundastarfi, eftir eðli og umfangi þarfa hvers barns og ungmennis. Það byggir á þverfaglegri teymisvinnu, markvissu símati og hagnýtingu gagna til að auka skilvirkni, efla gæði starfs og styðja við farsæla skólagöngu allra barna og ungmenna. Gert er ráð fyrir að inntak inngildandi menntunar verði útfært nánar í reglugerð.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

9.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2023091180Vakta málsnúmer

Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar dagskrárliðum 3, 5, 6 og 8 til kynningar hjá ungmennaráði Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 15:45.