Íþróttaráð

153. fundur 14. ágúst 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Halldór Kristinn Harðarson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Sigurjón Jónasson
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá

1.Tennis- og badmintondeild KA - ósk um styrk til búnaðarkaupa og vallarmerkingar

Málsnúmer 2014030276Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2014 frá ÍBA fyrir hönd tennis- og badmintondeildar KA þar sem óskað er eftir styrk til búnaðarkaupa og vallarmerkingar.
Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 175.000 til tennisbúnaðarkaupa.

Íþróttaráð óskar eftir því að Fasteignir Akureyrarbæjar merki tennisvöll í íþróttasal Lundarskóla í samráði við tennis- og badmintondeild KA.

2.Kraftlyftingafélag Akureyrar - ósk um styrk vegna keppnisaðstöðu.

Málsnúmer 2014070080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2014 frá ÍBA fyrir hönd KFA þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 4,4 milljónir króna til uppbyggingar á keppnisaðstöðu.
Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir starfsárið 2015.

3.Karatefélag Akureyrar - ósk um rekstrarsamning

Málsnúmer 2014070079Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2014 frá ÍBA fyrir hönd Karatefélags Akureyrar þar sem félagið óskar eftir rekstrarsamningi.
Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins fram yfir endurnýjun rekstrarsamnings við ÍBA.

4.Skautafélag Akureyrar - umsókn um framkvæmdir við félagsaðstöðu í Skautahöllinni samhliða framkvæmdum við gólfplötu

Málsnúmer 2014030020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2014 frá ÍBA og SA tekið fyrir að nýju eftir að afgreiðslu var frestað á síðasta fundi ráðsins. Umræður um kostnaðargreiningu á framkvæmdum og hugmyndum Skautafélags Akureyrar í Skautahöllinni.
Málið var fyrst á dagskrá ráðsins 13. mars 2014.
Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Þóru fyrir komuna á fundinn.

Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

5.Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um færanlega kennslustofu

Málsnúmer 2014060030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar sem gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 27. júní 2014:
"Lagt fram erindi dags. 3. júní 2014 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem félagið óskar eftir að fá til eignar kennslustofuhús sem stendur við Lundarskóla vegna undirbúnings á uppbyggingu tjaldsvæðis austast á lóð félagsins að Hlíðarfjallsvegi 13.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til íþróttaráðs."
Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs þann 10. júlí sl.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Hjólað í vinnuna 2014

Málsnúmer 2014040044Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 10. apríl 2014 samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem stæðu sig best í átakinu Hjólað í vinnuna. Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs þann 10. júlí sl.

Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu.

Íþróttaráð hyggst veita Síðuskóla og Lundarskóla viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2014.

7.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda - frístundastyrkur, tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. ágúst 2014 frá forsvarskonum "Steps Dancecenter" þar sem starfsemi dansskólans er kynnt og óskað eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk íþróttaráðs á námskeið hjá dansskólanum.

Íþróttaráð samþykkir erindið.

8.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda - frístundastyrkur, tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júlí 2014 frá Katrínu Mist Haraldsdóttur eiganda "Leik- og dansstúdíó Alice" þar sem starfsemin er kynnt og óskað eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk íþróttaráðs á námskeið hjá stúdíóinu.

Íþróttaráð samþykkir erindið.

9.Sundlaugar Akureyrar - endurbætur og framtíðarsýn

Málsnúmer 2012020045Vakta málsnúmer

Íþróttaráð skipaði á fundi sínum 22. mars 2012 vinnuhóp sem vinna skyldi tillögu um stefnumótun, endurbætur, viðhald og framkvæmdir í sundlaugum bæjarins á næstu árum.
Íþróttaráð tilnefnir tvo nýja fulltrúa í vinnuhópinn í kjölfar breytinga í ráðinu.

Íþróttaráð tilnefnir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, B-lista og Sigurjón Jónasson, Æ-lista í vinnuhóp um endurbætur og framtíðarsýn sundlauga Akureyrar.

10.Tímaúthlutun ÍBA og ÍRA

Málsnúmer 2013080211Vakta málsnúmer

Íþróttaráð á tvo fulltrúa í starfshópi varðandi tímaúthlutun ÍBA og ÍRA. Íþróttaráð tilnefnir nýja fulltrúa í starfshópinn í kjölfar breytinga í ráðinu.

Íþróttaráð tilnefnir Birnu Baldursdóttur, L-lista og Þórunni Sif Harðardóttur, D-lista í starfshóp um tímaúthlutun ÍBA og ÍRA.

11.Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2014050127Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar á ósk íþróttaráðs.

 

12.Fjárhagsáætlun 2015 - íþróttaráð

Málsnúmer 2014080009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli 2014.

 

13.Norræn mannvirkjaráðstefna / nordisk anlægskonferance

Málsnúmer 2014080010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá "Nordisk anlægskonferance" sem fer fram á Akureyri dagana 3.- 4. september nk.

 

Fundi slitið - kl. 16:00.