Frístundaráð

21. fundur 11. janúar 2018 kl. 12:00 - 13:35 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Skátafélagið Klakkur - beiðni um aðstoð vegna endurbyggingar skálans Fálkafells

2017110367

Erindi dagsett 27. nóvember 2017 þar sem Skátafélagið Klakkur óskar eftir aðstoð vegna endurbyggingar skálans Fálkafells.
Frístundaráð felur formanni ráðsins og sviðsstjóra að eiga fund með fulltrúum skátafélagsins.

2.Skrifstofur ÍBA, ÍSÍ og SKÍ - flutningur 2017/2018

2018010021

Deildarstjóri íþróttamála gerði grein fyrir flutningi á skrifstofum úr Glerárgötu og upp í Íþróttahöll.
Frístundaráð lýsir yfir ánægju með þennan flutning og leggur áherslu á að ný staðsetning verði vel kynnt þeim sem þjónustu þessara aðila njóta.

3.Bréf frá framkvæmdastjóra KA v/rekstrarsamnings

2018010104

Erindi frá framkvæmdastjóra KA dagsett 21. desember 2017 þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni v/aukins rekstrarkostnaðar.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni ráðsins og deildarstjóra íþróttamála að ræða við Norðurorku um orkukostnað íþróttamannvirkja.

Er varðar önnur atriði í erindi KA samþykkir ráðið að taka þau upp samhliða endurnýjun á samningi í lok árs 2018.

4.Afrekssjóður Akureyrar

2012100159

Deildarstjóri íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2017 og tillögur vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs lagðar fram.
Frístundaráð staðfestir afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs.

Viðurkenningar verða afhentar miðvikudaginn 24. janúar nk. samhliða útnefningu á íþróttamanni og íþróttakonu Akureyrar.

5.Fimleikafélag Akureyrar

2017070048

Deildarstjóri íþróttamála fór yfir upplýsingar og hugmyndir af fundi með FIMAK undir lok sl. árs.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram m.v. umræður á fundinum.

6.Frístundastyrkur - tómstundaávísun

2006040018

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna árið 2017.
Frístundaráð þakkar deildarstjóra íþróttamála fyrir greinargóðar upplýsingar.

7.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

2017100405

Á fundi ráðsins þann 9. nóvember sl. var samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum v/ jafnréttisviðurkenninga.

Frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum.

8.Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug - aðgengi fyrir fatlaða

2017110212

Bréf dagsett 28. nóvember 2017 frá Notendaráði fatlaðs fólks í Eyjafirði þar sem tilmælum er beint til ráðsins að kanna með þörf á auknu framboði á sundtímum fyrir fólk með fötlun sem þarf að þjálfa sig í a.m.k. 29°C heitri laug.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að kanna með möguleika á tíma fyrir þennan hóp í innilaug Sundlaugar Akureyrar.

Fundi slitið - kl. 13:35.